Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Qupperneq 31

Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Qupperneq 31
www.fjardarfrettir.is 31FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Smelltu á LIKE og skoðaðu myndir Þann 29. desember heldur Stebbi Ó. Swingsextett gamlársball upp á gamla mátann í Hafnarborg. Swingsextettinn ætlar að opna lagabókina og leika allt það besta frá sveiflutónlist fjórða áratugarins, rokk­ tónlist fimmta áratugarins og dægurtónlist héðan og þaðan, í spariútsetningum þeirra. Undanfarið hefur Swingsextettinn verið iðinn við að spila fyrir dansara. Hæst ber að nefna Arctic Lindy hátíð­ ina, og er því engin breyting á núna; dansgólfið verður galopið! Það verður frítt inn á ballið. Því eru allir hvattir að mæta og hlýða á sveiflu og rokk í hæsta gæðaflokki hjá Stebba Ó. Swingsextett. Sveiflu sem hreinlega dregur fólk út á dansgólfið. Húsið verður opnað kl. 20 og hefjast leikar um 20.30. Hljómsveitina skipa: Stebbi Ó ­ básúna og söngur; Eiríkur Rafn ­ trompet og söngur; Björgvin Ragnar ­ saxófónn; Þröstur Þorbjörnsson ­ gítar; Jón Rafnsson ­ bassi og Erik Qvick ­ trommur. Gamlárstónleikaball í Hafnarborg Tyllidagadansleikur Stebba Ó. og Swingsextett - Frítt inn Handbolti: 27. des. kl. 19.30, Seltjarnarnes Haukar - FH, FÍ mót karla 27. des. kl. 21.15, Seltjarnarnes Stjarnan - Haukar, FÍ mót kvenna ÚRSLIT KARLA: FH ­ Haukar: 29­30 Körfubolti: ÚRSLIT KVENNA: Stjarnan ­ Haukar: 68­65 ÚRSLIT KARLA: Tindastóll ­ Haukar: 87­82 ÍÞRÓTTIR Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason sendu nýverið frá sér nýja matreiðslubók sem ber heitið GOTT­réttirnir okkar. Bækurnar þeirra Heilsuréttir fjölskyldunnar sem komu út fyrir nokkrum árum nutu fádæma vinsælda en Sigurður er þekktur mat­ reiðslumaður sem unnið hefur á mörg­ um vinsælum veitingastöðum hérlendis sem erlendis og var í íslenska kokka­ landsliðinu. Berglind hefur smitast af matargerðarástríðunni og starfað með honum við þá iðju, ekki síst við þróun nýrra uppskrifta og leggur hún sérstaka áherslu á hollustugildi matarins. Þau bjuggu ásamt börnum sínum um árabil í Hafnarfirði en fluttu síðan aftur til æskustöðvanna í Vestmannaeyjum þar sem þau bæði eru fædd og uppalin og stórfjölskyldan býr. Fyrir þremur árum létu þau drauminn rætast um að reka eigin veitingastað þegar GOTT var opnaður í miðbæ Vestmanna eyja. Staðurinn varð strax mjög vinsæll og margir réttir á matseðl­ inum sem slegið hafa í gegn. Í nýju bókinni GOTT­réttirnir okkar, gefa þau uppskriftir að ýmsum vinsælustu rétt­ um staðarins og gefa skemmtilega innsýn í veitingahúsareksturinn og lífið í Eyjum en bókin er prýdd fjölda fall­ egra mynda úr eynni fögru. Hér er uppskrift að ljúffengri döðlu­ köku sem tilvalið er að baka um hátíðirnar. DÖÐLUKAKA GOTT 3 egg 120 g hrásykur 300 g döðlur (steinlausar) 150 g smjör 270 g fínt spelthveiti 30 g lyftiduft 1 tsk. sjávarsalt AÐFERÐ Hitið ofninn í 170 gráður. 1. Hrærið egg og hrásykur saman í um 10 mínútur. 2. Setjið döðlur í pott og vatn út í svo rétt flýtur yfir döðlurnar. 3. Látið suðuna koma upp. Slökkvið undir og látið standa í nokkrar mínútur. 4. Bætið döðlum ásamt vökva saman við eggjablönduna 5. Bætið spelthveiti og lyftidufti saman við og hrærið aðeins. 6. Setjið bökunarpappír í form, smyrjið og hellið deigi í formið. 7. Bakið í 40 mínútur. Kakan á að vera aðeins blaut. Best að bera kökuna fram volga með heitri karamellusósu og þeyttum rjóma eða ís. KARAMELLUSÓSA 125 g hrásykur eða kókspálmasykur 150 g smjör 1 tsk. vanilludropar 400 ml rjómi AÐFERÐ: 1. Setjið hrásykur í pott og fáið gullinbrúnan lit á hann. 2. Bætið þá öðru hráefni út í og látið sjóða í ákjósanlega þykkt. 3. Hellið yfir kökuna þegar hún er borin fram. Ljúffeng döðlukaka að hætti GOTT-hjónanna Hjónin Berglind og Sigurður.

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.