Feykir


Feykir - 22.01.2020, Page 5

Feykir - 22.01.2020, Page 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Dominos-deild karla | Stjarnan – Tindastóll 73-66 Stjarnan sterkari í hörkuleik Varnarleikur var í hávegum hafður í Garðabænum sl. föstudag þar sem topplið Stjörnunnar tók á móti Tindastólsmönnum.Stjörnu- menn náðu yfirhöndinni strax í byrjun og slæmur kafli Tindastóls undir lok fyrri hálfleiks var dýrkeyptur. Þeir náðu þó að hleypa spennu í leikinn undir lokin en Urald King, var Garðbæ- ingum dýrmætur síðustu mínútur leiksins og innsigl- aði sigur heimamanna með tveimur kunnuglegum hraðaupphlaups-troðslum. Lokatölur voru 73-66. Veikindi og vesen höfðu hrjáð leikmenn liðanna fyrir leik og í lið Tindastóls vantaði Jaka Brodnik og þá var Deremy Geiger enn ekki kominn með leikheimild – hljóta nú að vera orðin einhver flóknustu pappírsvið- skipti sem um getur í íslenska boltanum. Eftir góða byrjun heima- manna sem leiddu 23-16 að loknum fyrsta leikhluta, náðu Stólarnir að snúa leiknum við og komust yfir 29-30 um miðjan annan leikhluta. Þá kom 14-0 kafli hjá Stjörnunni sem var 13 stigum yfir í hálfleik, 43-30. Stólarnir sýndu fyrirtaks baráttu í síðari hálfleik og minnkuðu mun- inn í þrjú stig, 69-66, þegar rúm mínúta var eftir en nær komust þeir ekki. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og fyrirmyndar varnarleik beggja liða og voru þjálfarar beggja liða hæst ánægðir með þann þátt leiksins. Aðeins sex leikmenn í hvoru liði náðu að skora í leiknum. Lið Stjörnunnar hefur á að skipa tveimur af bestu frákösturum landsins í Hlyni Bærings og Urald King og það var erfitt að eiga við þá, enda unnu heimamenn þá baráttu 58/44. Skotnýting liðanna var svipuð en heima- menn fengu töluvert fleiri víti, 21/12, og nýttu þau vel. Stólarnir töpuðu aðeins átta boltum í leiknum en heima- menn 14. Simmons átti ágætan leik fyrir lið Tindastóls, gerði 18 stig, en Bilic gerði 15 stig og tók sjö fráköst en hann virtist ekki ganga alveg heill til skógar. Perkovic gerði nokkr- ar stórar körfur, til dæmis fimm fyrstu stig fjórða leik- hluta, en hann gerði 14 stig í leiknum og hirti átta fráköst. Pétur var með 12 stig en hann var snemma leiks kominn í smá villuvandræði. Næsti leikur Tindastóls er í Síkinu á föstudag en þá mæta Valsmenn til leiks. /ÓAB 1. deild kvenna | Tindastóll – Njarðvík 80–58 Enn verður þriðji leikhlutinn Stólastúlkum að falli Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu á laugardag í mikilvægum leik í 1. deild kvenna í körfubolta. Nú er baráttan um sæti í úrslita- keppni 1. deildar í algleym- ingi og Tindastólsstúlkur mega ekki misstíga sig mikið ef þær ætla að eiga séns á einu af fjórum efstu sætum deildarinnar. Það var því skellur að tapa gegn Njarð- víkurstúlkum í leik sem var jafn og spennandi – nema í þriðja leikhluta þar sem gestirnir kaffærðu heima- stúlkur og gerðu út um leikinn. Lokatölur 70-86. Lið Tindastóls var að spila ágætlega á upphafsmínútum leiksins og komst í 12-6 en gestirnir voru fljótir að snúa leiknum sér í hag og fjórum mínútum síðar var staðan 16- 20 fyrir Njarðvík sem leiddi 18- 20 að loknum fyrsta leikhluta. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta en Njarðvík var yfir, 34-36, í hálfleik. Þriðji leikhluti hefur reynst liði Tindastóls erfiður upp á síðkastið og það varð engin breyting á því á laugardaginn. Njarðvíkurstúlkur komu gríð- arlega grimmar til leiks og hirtu nánast öll fráköst sem í boði voru, hvort sem það voru varnar- eða sóknarfráköst. Á þessum kafla var Kristín Halla meidd á bekknum og munaði um minna. Munurinn var orðinn tíu stig eftir tæplega þriggja mínútna leik og tuttugu stig þegar leikhlutinn var úti. Staðan 47-67. Kristín Halla kom meidd inn á í upphafi fjórða leikhluta og þó hún væri nánast á annarri löppinni þá skánaði varnarleikur Tindastóls til muna. Sóknarleikur Tinda- stóls snérist um að láta Tess klára sem flestar sóknir, enda langbest Stólastúlkna í leiknum, en það dugði skammt þó hún gerði 15 stig í leikhlutanum. Lið Njarðvíkur náði mest 24 stiga forystu snemma í leikhlutanum en heimastúlkur náðu með góðri baráttu að minnka muninn í ellefu stig, 69-80. Lið Njarðvíkur átti þó ekki í vandræðum með að landa sigrinum í lokin. Tess Williams var yfirburða- kona í liði Tindastóls og var með helming allra framlags- punkta liðsins, 37 af 74. Hún gerði 34 stig og tók sjö fráköst. Eva Rún komst vel frá sínu og gerði 11 stig og tók sex fráköst. Aðrir leikmenn liðsins áttu ekki góðan leik þó reyndar megi geta þess að Valdís Ósk setti niður þrjá þrista í sex tilraunum. Skotnýting liðanna var ekki ósvipuð, lið Tindastóls með 38% og Njarðvík með 40%, en lið Njarðvíkur hirti tíu sóknarfráköstum meira en heimastúlkur og áttu því ríflega tíu fleiri skot í leiknum og það munar um það. /ÓAB Marín Lind sækir að körfu Njarðvíkinga. MYND: HJALTI ÁRNA Stórmót ÍR í frjálsum Tíu Norðvestlendingar á verðlaunapall Hátt í 30 keppendur af Norðurlandi vestra tóku þátt í Stórmóti ÍR um helgina en tæplega 600 skráðu sig til leiks í hinum ýmsu keppnisgreinum. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum og mikið um persónulegar bætingar þó svo að keppnistímabilið sé rétt að hefjast en þær voru 468 talsins, eftir því sem kemur fram á heimasíðu ÍR. Tugur keppenda af Norðurlandi vestra komst á verðlaunapall. FH vann til flestra verðlauna á mótinu, eða 62 talsins, Ármann var í öðru sæti með 46 verðlaun og ÍR í því þriðja með 42. Alls voru sex keppendur skráðir frá UMSS. Ísak Óli Traustason gerði sér lítið fyrir og sigraði í tveimur greinum, 60 metra grind með tímann 8,42 og í stangarstökki 4,35 m sem er persónuleg bæting. Andrea Maya Chirikadzi bætti einnig sinn per- sónulega árangur í kúluvarpi stúlkna, 16 til 17 ára, og landaði 1. sætinu með kast upp á 11,55 m. Félagi þeirra, Sveinbjörn Óli Svavarsson, var einnig í stuði og bætti sinn persónulega árangur með sprettum upp á 22,96 sekúndur í 200 metra hlaupi karla, annars vegar, sem færði honum 2. sætið og hins vegar 60 metra hlaupil 7,13 sekúndur og 3. sætið hans. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir endaði í 3. sæti í 60 metra grind á tímanum 9,53. Rúnar Ingi Stefánsson náði einnig bronsi er hann varpaði kúlu 12,18 metra í karlaflokki og bætti sinn persónuleg árangur. Fimm keppendur komu frá Umf. Kormáki í Húnaþingi og náðu góðum árangri. Bragi Hólmar Guðmundsson, 11 ára, sigraði í 600 metra hlaupi pilta á tímanum 1:58,41 og silfrið var hans í 60 metra hlaupi, 9,28 sekúndur. Saga Ísey Þorsteinsdóttir 12 ára stökk sig upp í 1. sæti í hástökki stúlkna, 1,35 m, sem er persónuleg bæting og náði 2. sæti í kúluvarpi með kast upp á 8,20 m, einnig Pb. Ingunn Elsa Apel Ingadóttir komst tvisvar á pall er hún krækti sér í silfur í 800 metra hlaupi stúlkna - 16 til 17 ára, á tímanum 3:00,67 sem er hennar besti árangur á árinu. Þá endaði hún í 3. sæti í 60 metra grind stúlkna á 11,05 sekúndum. Keppendur frá USAH fjölmenntu á mótið en alls voru 15 skráningar ú austursýslunni. Ísól Katla Róbertsdóttir hirti gullið í 800 metra hlaupi stúlkna, 16 til 17 ára, á tímanum 2:58,00, rúmum tveimur sekúndum á undan Elsu Apel úr Kormáki. Unnur Borg Ólafsdóttir, 14 ára, náði 2. sætinu í langstökki stúlkna með stökk upp á 4,42 metra. Öll úrslit er hægt að nálgast á Feykir.is. /PF Ísól Katla Róbertsdóttir vann gullið í 800 metra hlaupi stúlkna. Henni á hægri hönd er Ingunn Elsa Apel Ingadóttir úr Kormáki og Elísa Margret Marteinsdóttir HHF. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON 03/2020 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.