Feykir


Feykir - 22.01.2020, Síða 11

Feykir - 22.01.2020, Síða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Stöng Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Fylgist þú með þáttunum BROT í sjónvarpinu? Ef svo er, hvað finnst þér um þættina? Spurt á Facebook UMSJÓN : frida@feykir.is „Já. Síðasti þáttur toppaði vonbrigðin, klaufakjánahrollurinn hríslaðist niður eftir hryggsúlunni hvað eftir annað við áhorfið. T.d. lokasenan - hvernig?! Hvað?! Kvusslax?!.“ Íris Olga Lúðvíksdóttir Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Maðurinn er kominn af prímötum sem komu fram á sjónarsviðið fyrir um 65 milljónum ára og einn eiginleiki prímata er að augun vísa fram sem gefur þeim skýra dýptarsjón. Þannig skynja þessi dýr fjarlægðir mjög vel. Ótrúlegt, en kannski satt, þá missa þeir aðeins um einn fimmta af sjónsviði sínu sem verða blindir á öðru auga en alla sjóndýpt. Tilvitnun vikunnar Að reikna með því að allir komi vel fram við þig af því að þú ert góð manneskja er ekki ólíkt því að reikna með að nautið ráðist ekki á þig því þú ert vegan. – Dennis Wholey „Mér finnst þættirnir spennandi og raunverulegir og bara góðir.“ Jónína Bragadóttir „Er ekki búin að sjá þættina. Horfi nánast aldrei á RÚV.“ Sigurlaug Guðmundsdóttir „Já ég fylgist með þeim, spennandi og vel gerðir þættir.“ Sædís Bylgja Jónsdóttir Kjötbollur með Mexíkóosti og paprikukexi og sívinsæl marengsskál Matgæðingar þessarar viku eru þau Svana Ósk Rúnarsdóttir og Ástþór Örn Árnason. Þau búa í Miðdal í Lýdó ásamt börnum sínum, þeim Viktori Árna fimm ára og Sóldísi Tinnu þriggja ára, en í Miðdal stunda þau blandaðan búskap með sauðfé, nautgripi og hross. Svana Ósk og Ástþór Örn bjóða lesendum Feykis upp á tvær uppskriftir sem þau segja að séu mjög vinsælar á heimilinu. AÐALRÉTTUR Kjötbollur 800 g ærhakk 1 stk. Mexíkóostur 1 pk. Lu Tuc paprikukex 1-2 tsk. hvítlaukspipar 1-2 tsk. hvítlaukssalt 2-3 egg Aðferð: Hakk, hvítlaukspipar og hvítlaukssalt er hrært saman í hrærivél. Eggjunum er þá blandað saman við ásamt rifnum Mexíkóosti og muldu paprikukexi. Bollur mótaðar og settar á bökunarplötu inn í 180 gráðu heitan ofn þar til þær eru eldaðar í gegn, u.þ.b. 15 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og sweet chilli sósu. Þessar bollur er þægilegt að gera í miklu magni og frysta í passlegum skömmtum fyrir heimilið. EFTIRRÉTTUR Marengsskál Þessi réttur slær alltaf í gegn hvort sem er í afmælum, saumaklúbbnum eða sem eftirréttur. 2 eggjarauður 3 msk. sykur ½ lítri rjómi Aðferð: Rauður og sykur er þeytt vel saman. Rjóminn er þeyttur sér og svo er rjómanum og eggjasykurblöndunni blandað varlega saman við. Hálfur marengsbotn er brotinn og blandað saman við, að lokum er ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is Svana Ósk og Ástþór Örn matreiða Svana Ósk og Ástþór Örn með börnin sín. MYND ÚR EINKASAFNI einum poka af Daim kurli bætt út í. Sett í skál og fryst. Tekið úr frysti u.þ.b. 30 mínútum áður en borið fram og ferskir ávextir settir ofan á. Verði ykkur að góðu. Við skorum á Önnu Lilju Guð- mundsdóttur og Finn Sigurðsson, Lækjarbakka. Kjötbollur með Mexíkó-osti og paprikukexi. MYND AF NETINU 03/2020 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Fyrrum bóndabær ég var. Brá á leik með riddurum. Hratt um grundu Hjalta bar. Hélt á lofti merkjunum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.