Feykir


Feykir - 05.02.2020, Blaðsíða 5

Feykir - 05.02.2020, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Dominos-deild karla | Tindastóll – KR 80–76 Jæja, hversu gaman var þetta? Það var ekkert steindautt stórmeistarajafntefli í Síkinu á sunnudaginn þegar Tinda- stólsmenn tóku á móti vinum sínum úr Vesturbænum. Gestirnir í KR fóru vel af stað en smám saman drógu Stólarnir þá inn og úr varð alvöru bardagi þar sem leikmenn grýttu sér á lausa bolta og jaxlar voru bruddir eins og bismark-brjóstsykur. Það skemmdi síðan ekki fyrir að sigurinn féll með okkar mönnum eftir hálfgert þrátefli síðustu mínútuna sem er sennilega ein sú lengsta og æsilegasta sem leikin hefur verið í Síkinu og er þó um ágætt úrval að ræða. Lokatölur 80-76 fyrir Tindastól. Liðin mættu til leiks með úrvalssveit gæðinga. Leikmenn KR flestir hoknir af reynslu en þeir voru þó beinir í baki og baráttuglaðir í Síkinu. Gestirnir náðu tólf stiga forystu, 12-24, en þá nennti Helgi Rafn ekkert þessu norpi lengur og fór fyrir sínum mönnum sem náðu loks að vinda varnarvélina í gang og stöðva sóknarleik KR. Staðan 20-25 að loknum fyrsta leik- hluta og suðan að koma upp í Síkinu. Staðan í hálfleik var 40-39 fyrir Tindastól og hasarinn hélt áfram í síðari hálfleik sem var jafn og spennandi fram á lokasekúnduna. KR var yfir, 60- 64 fyrir lokafjórðunginn og Baldur Þór, þjálfari Tindastóls, hvatti sína menn til að gefa allt í fjórða leikhluta og sýna sinn allra besta varnarleik. Strák- arnir komu til leiks og gerðu nákvæmlega það sem hann bað um því í lokafjórðungnum, sem var hrikalega spennandi, gerðu gestirnir aðeins tólf stig. Raun- ar var varnarleikur beggja liða algjörlega til fyrirmyndar en það voru Tindastólsmenn sem reyndust öflugri á lokamínút- unum og lönduðu sætum sigri eftir einhverja þá lengstu loka- mínútu sem spiluð hefur verið í Síkinu. Geiger og Bilic voru báðir með 16 stig fyrir Stólana en Bilic hirti átta fráköst líkt og Perkovic. Pétur skilaði 14 stigum, Helgi Rafn og Brodnik gerðu tíu hvor, Simmons sjö, Perkovic fjögur og Viðar þrjú. Stólunum gekk best þegar Viðar var á gólfinu (+14) en kappinn meiddist undir lokin. Þór A – Tindastóll 86–96 Tindastólsmenn brunuðu norður á Akureyri sl. fimmtu- dag og léku við sprækt lið Þórsara. Heimamenn voru vel studd- ir og stemningin mögnuð í Höllinni en ríflega 500 manns skemmtu sér vel yfir fjörugum leik liðanna. Það væri kannski synd að segja að leikurinn hafi verið jafn en lið Þórs var þó aldrei nema góðum spretti frá því að stríða Stólunum. Strákarnir okkar stóðu í lappirnar á lokakaflanum og fleyttu heim góðum tíu stiga sigri og fóru kátir heim á Krók með tvö stig í pokanum. Loka- tölur 86-96 en Bilic var stiga- hæstur Stóla með 27 stig. /ÓAB Baráttan í algleymingi í leik Tindastóls og KR. MYND: HJALTI ÁRNA Tindastóll | Mfl. karla Næstu tvö ár verða erfið Arnar Skúli Atlason hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls í knattspyrnu en skrifað var undir í gær. Að sögn Rúnars Rúnarssonar sitjandi formanns deildarinnar verður í beinu framhaldi farið í að klára að manna liðið. „Okkur vantar töluvert upp á að fylla liðið og það er næsta verkefni. Það er því miður ekki hægt að sækja í strákana í 3. flokk þar sem þeir eiga alveg tvö ár eftir þangað til við getum farið að nota þá þó vissulega séu margir mjög efnilegir þar. Við vitum að næstu tvö ár verða erfið hvað mönnun við kemur.“ Rúnar segir að leitað verði út fyrir héraðið með leikmenn hvort sem um innlenda eða erlenda einstaklinga verður að ræða. Ekki verði borguð laun en möguleiki er á því að skaffa húsnæði og eina máltíð á dag og jafnvel hjálpað til við að finna vinnu. Aðspurður um þá heimamenn sem hafa leikið með nágrannaliðum segir Rúnar félagið ekki hafa verið að vaða í þá leikmenn. „En eins og staðan er núna þá er því miður verið að sækja í okkar leikmenn. Spurning hvort við verðum að hnykla aðeins vöðvana og svara því. Það er ömurlegt að þurfa að standa í því að þjálfarar liðanna hér í kring séu hringjandi í okkar leikmenn til þess að skipta um lið. Mér finnst það galið.“ Engar breytingar hafa orðið á stjórn deildarinnar enn fyrir utan barna- og unglingaráð en það er nú vel mannað að sögn Rúnars. Hann segir að nú verði farið í það að virkja fólk meira í kringum fótboltann og bæta umgjörð fyrir leiki í sumar. „Það á við í bæði karla- og kvennaleikjunum og einnig að- hald um yngri flokka, fá fólk til að koma og vera með. Það verður stór þáttur því hver hönd skiptir máli.“ /PF Körfuknattleiksdeild Tindastóls | Mfl. karla Sterkur kjarni semur Síðastliðinn föstudag tilkynnti körfuknattleiksdeild Tinda- stóls að samningar hafi verið undirritaðir við góðan kjarna heimamanna til næstu tveggja ára. Þetta er í samræmi við þá uppbyggingu á liðinu sem til kom með þriggja ára ráðningu Baldurs Þórs Ragnarssonar síðastliðið vor. „Við höfum mikla trú á því að til að ná árangri í körfubolta þurfum við góðan kjarna heimamanna með skynsömum viðbótum,“ sagði Ingólfur Jón Geirsson, formaður deildarinnar á blaðamannafundi í húsakynn- um sýndarveruleika 1238. „Við lítum björtum augum til framtíðar og ætlum að halda okkur í baráttu þeirra allra bestu áfram eins og við höfum gert hingað til. Lögð- um við í vegferð í haust og vetur til að styrkja kjarnann okkar, afrakstur þeirrar vinnu hefur gengið mjög vel þó við séum ekki endilega búin. Nú er kominn tími til að staldra við og hugsa um þá þéttu dagskrá sem bíður okkar bæði í deild og bikar,“ sagði Ingólfur og kynnti þann kjarna sem framlengt hefur samninga sína til jafns við þjálfarann, Baldur Þór Ragn- arsson, við körfuknattleiks- deildina. Þetta eru þeir Axel Kárason, Hannes Ingi Más- son, Helgi Rafn Viggósson, Jaka Brodnik, Pétur Rúnar Birgisson, Viðar Ágústsson og Jan Bezica aðstoðarþjálfari. „Við lítum þannig á að til þess að vera samkeppnishæfir í þessum bransa sem körfu- boltinn er í dag þurfum við sterkan kjarna heimamanna. Að geta unnið út frá þeirri kjarnamyndun er gott fyrir leikmenn að vita að hverju þeir ganga haustinu eftir. Það er ákveðinn kjarni sem spilar saman og gengur betur því lengur sem þeir spila saman. Að fá Jaka Brodnik inn í þennan hóp er snilld. Svo koma alltaf viðbætur að utan en þá getum við alltaf púslað utan um þann kjarna sem við höfum,“ segir Ingólfur Jón. „Þetta er forsenda fyrir því að við séum í þessu, við þurfum á þessum kjarna leikmanna að halda og það þarf að byggja upp sem gerist ekki allt á einu tímabili. Þannig að það er mjög sterkt að halda atvinnumönum eins og Jaka lengur og náttúrulega leik- manni eins og Pétri Rúnari sem hefur verið að banka á landsliðsdyr. Það er mjög sterkt að halda þessum mönn- um næstu tvö tímabil. Það þarf oft að horfa í hvað langtíminn gerir frekar en bara eitt tíma- bil. Maður vill byggja upp á löngum tíma og búa til sterkt lið. Auðvitað er mikilvægt að halda þessum mönnum, ég setti mikla áherslu á það, meðan ég væri hér þá væru þeir hér,“ sagði Baldur Þór þjálfari í samtali við Feyki. Geysis-bikarinn Þann 12. febrúar fara fram undanúrslitaleikir í Geysis- bikarinn hjá karlaliðunum þegar Fjölnir og Grindavík eigast við kl. 17:30 og svo Tindastóll og Stjarnan kl. 20:15. Er Feykir ræddi við Baldur þjálfara sl. laugardag sagðist hann ekki leyfa sér að hugsa svo langt enn þar sem klára þurfi tvo leiki áður. „Í sjálfu sér er mjög góð stemning fyrir bikarnum hér í bænum. Fólk man vel eftir því hvernig tilfinningin er að vinna og þar af leiðandi ennþá stærra en fyrir aðra sem ekki hafa upplifað. Annars erum við á þessum tímapunkti einbeittir á KR-leikinn, sagði Baldur og nú ljóst að það var góð ákvörðun. „Ég leyfi huganum ekki að fara þangað af því ég verð að vera ein- beittur á þá leiki sem við erum að fara að spila, það skiptir mestu máli núna.“ /PF Hinn þétti kjarni heimamanna sem skrifað hefur undir samning við körfuknatt- leiksdeild Tindastóls til æstu tveggja ára ásamt formanni deildarinnar MYND: PF Rúnar Rúnarsson, formaður knatt- spyrnudeildar Tindastóls. MYND AF FB 05/2020 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.