Feykir


Feykir - 05.02.2020, Blaðsíða 11

Feykir - 05.02.2020, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Hnútur Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Hver finnst þér besti þorra- maturinn? Spurt á Facebook UMSJÓN : frida@feykir.is „Hangikjöt og harðfiskur.“ Helga Rún Jóhannsdóttir Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Barbiedúkkan er komin á sjötugsaldurinn en hún kom fyrst á markað árið 1959. Barbie býr í Malibu ásamt vinkonum sínum, systrum, gæludýrum og kærastanum Ken Carson, leikur í kvikmyndum og þáttaröðunum Life in the Dreamhouse. Ótrúlegt, en kannski satt, þá heitir Barbie fullu nafni Barbara Millicent Roberts. Tilvitnun vikunnar Maður sem hefur aldrei logið að konu ber enga virðingu fyrir tilfinningum hennar. – Woody Allen „Hákarl og harðfiskur.“ Ingvar Daði Jóhannsson „Ný sviðasulta er einfalda best og svo eru súrsaðir pungar alveg nauðsynlegir sem þorramatur og mjög góðir og svo hàkarlinn.“ Þórunn Eyjólfsdóttir „Ég borða allan súrmat - get ekki gert upp á milli þar, hákarl og svið, heit, köld og sultuð, namm, en steikt slátur með sykri er algjört ógeð!.“ Villibráð ríkjandi í kistunni Matgæðingar vikunnar, þau Anna Lilja Guðmundsdóttir og Finnur Sigurðarson, hafa þetta að segja: „Við þökkum Svönu og Ástþóri kærlega fyrir þessa áskorun. Við búum á Lækjarbakka í Steinsstaðahverfi, Lýtingsstaðarhreppi ásamt sonum okkur tveimur. Það var ekki mikið vafamál fyrir okkur hvað réttir yrðu fyrir valinu til að deila með ykkur þar sem við höfum bæði áhuga á veiði þó annað okkar sé mun meira í þeim bransa. Villibráð er ríkjandi í kistunni hjá okkur og er þess vegna villibráð tilvalið þema. Njótið vel.“ AÐALRÉTTUR Rjúpusúpa (frá Helgu Sjöfn frænku) Hamflett rjúpa smjörklípa 1 gulrót ½ laukur, saxaður 2 msk. blaðlaukur, saxaður 1 msk. sellerí, saxað 1 msk. steinselja, söxuð 2½ dl rjómi salt hvítur pipar soyasósa Aðferð: Rjúpan er hamflett og tekið innan úr. Fóarn er skorið í sneiðar, læri og bringa skorin frá og geymd. Hlutið bein niður eftir því sem hægt er og steikið á pönnu með smjöri ásamt fóarni, gulrót, lauk og selleríi. Þegar beinin eru orðin fallega brún er blaðlauk og steinselju bætt við. Næst er allt sett í pott með 1 l af vatni og látið sjóða þar til u.þ.b. helmingur er gufaður upp eða u.þ.b. í eina klukkustund. Því næst er soðið síað frá og kryddað með hvítum pipar. Sjóðið soð við vægan hita. Á meðan eru lærin steikt mjög vel á pönnu ásamt því að snöggsteikja bringuna og krydda með salti og pipar. Rjóminn er settur saman við soðið og látið malla í 15 mínútur og kryddað eftir smekk með hvítum pipar og soyjasósu. Kjötið saxað í smáa bita og bætt í súpuna. EFTIRRÉTTUR Gæsa-, hreindýra- eða lambapaté ½ kg ljós lifur ½ kg brætt smjör 1 fínsaxaður laukur salt krydd að eigin vali koníak ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is Finnur og Anna Lilja á Lækjarbakka matreiða Finnur og Anna Lilja. MYND ÚR EINKASAFNI Aðferð: Laukurinn brúnaður í potti með smá smjöri og ögn af salti. Lifrinni því næst bætt út í og látið malla. Eftir u.þ.b. fjórar mínútur er þremur snöfsum af góðu koníaki bætt út í og kveikt í. Eftir að lifrin hefur kólnað er allt sett í mixara ásamt kryddi eftir smekk, síðan er brædda smjörið sett saman við og blandað vel. Sett í form og í kæli. Verði ykkur að góðu. Við skorum á nágranna okkar þau Trostan Agnarsson og Kayleigh Rose. Paté. MYND AF NETINU 05/2020 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Skurðlist fornum fjölum á. Ferðapokar heimta þá. Margra frúa fætur þjá. Fleyja ógn í kröppum sjá.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.