Feykir


Feykir - 05.02.2020, Blaðsíða 12

Feykir - 05.02.2020, Blaðsíða 12
Knattspyrna Feðgar í liði Kormáks/Hvatar Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 05 TBL 5. febrúar 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Lið Kormáks/Hvatar tekur nú þátt í B-deild Kjarna- fæðismótsins í knattspyrnu en sex lið taka þátt í henni. Lið Húnvetninga hefur nú þegar leikið þrjá leiki og náði í sinn fyrsta sigur í síðustu viku. Þá öttu þeir kappi við lið Samherja og höfðu sigur, 4-2. Leikurinn fór fram á talsvert snjóugum gervigrasvelli KA- manna og kom Jónas Aron Ólafsson K/H yfir strax á 8. mínútu. Sigurður Aadnegard bætti öðru marki við tíu mínútum síðar og síðan urðu Samherjar fyrir því óláni að gera sjálfsmark tveimur mínútum síðar. Þeir lögðu þó ekki árar í bát og minnkuðu muninn í 3-2 fyrir hlé. Það var hins vegar Árni Einar Adolfsson sem gulltryggði sigur Kormáks/Hvatar á 60. mínútu. Fyrri tveir leikir K/H töpuðust. Sá fyrri var gegn sameiginlegu liði Hattar og Hugins og endaði 5-0. Hinn leikurinn var gegn kempum KF úr Fjallabyggð og endaði hann 4-0. Kannski verður leiksins helst minnst fyrir það að feðgar spiluðu fyrir lið K/H en það er fátítt. Bjarki Már Árnason sem er fæddur 1978 og sonur hans, Björn Jökull Bjarkason, sem er árgerð 2006, voru báðir á vellinum fyrir lið Kormáks/Hvatar síðasta hálftímann. Feykir hafði samband við þjálfarann og pabbann og spurði hvernig feðgarnir hefðu staðið sig. „Feðgarnir plummuðu sig mjög vel saman og óhætt að segja að það hafi verið spenna í okkur báðum því það er ekki sjálfgefið að ná þessu. Ég er með svo frábæra stráka í liðinu að þeir studdu vel við bakið á honum þannig að honum gekk vel. Strákurinn er mjög efnilegur og vonandi heldur hann áfram að æfa sig og bæta, þá getur hann alveg náð langt. Við sjáum hann a.m.k. sjaldan án þess að vera með fótbolta með sér,“ sagði helsáttur Bjarki Már. /ÓAB Feðgarnir og Hofsósingarnir Björn Jökull og Bjarki Már að leik loknum. MYND AF FACEBOOK Björgunarsveitarfólk menn ársins Austur-Húnavatnssýsla Lesendur Húnahornsins völdu björgunarsveitarfólk í Björgunarfélaginu Blöndu sem menn ársins í Austur- Húnavatnssýslu árið 2019. Að vanda var tilkynnt um valið á Blöndublóti, þorrablóti Blönduósinga, sem haldið var á laugardagskvöldið. Þetta er í 15. sinn sem lesendur Húna- hornsins velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Á vef Húnahornsins, huni.is, segir: „Björgunarfélagið stóð í ströngu í síðasta mánuði þegar mikið óveður gekk yfir landið. Félagsmenn lögðu mikið á sig við erfiðar aðstæður við að aðstoða og tryggja öryggi íbúa í óveðrinu og að aðstoða fyrirtæki og stofnanir í héraðinu.“ Það var Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður björg- unarfélagsins, sem tók við viðurkenningarskildi og gjöf frá Húnahorninu. Gjöfin er 100.000 króna styrkur til félagsins. Þátttaka í valinu á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu var mjög góð að þessu sinni og fengu fjölmargir verð- skuldaða tilnefningu en langflestar féllu þær Björgunar- félaginu Blöndu í skaut, að því er segir á huni.is. /FE HSN Sauðárkróki hefur fengið nýtt símanúmer : 432 4200 Lyfjasími : 432 4203 Vaktlæknir utan dagvinnutíma : 1700 Ef um neyðartilfelli er að ræða hringið í : 112 Vill verða heilsueflandi samfélag Blönduósbær Á fundi menningar,- tómstunda- og íþróttanefndar Blönduósbæjar í síðustu viku kom fram að sveitarfélagið hefur hafið ferlið að því að verða Heilsueflandi samfélag. Málið var kynnt fyrir nefndinni sem fagnaði þessu jákvæða skrefi, að því er segir í fundargerð. Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem Embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl. Meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. /FE Björgunarsveitarfólki var vel fagnað við afhendingu viðurkenningar- innar. MYND: ARNAR ÞÓR SÆVARSSON | TEKIÐ AF HUNI.IS Kakalaskáli tilnefndur til verðlauna Eyrarrósin 2020 Eyrarrósarlistinn 2020 var opinberaður í gær og er Kakalaskáli í Skagafirði eitt þriggja verkefna sem hafa formlega verið tilnefnd til verðlauna í ár. Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu en hún er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningar- verkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Sex verkefni voru valin á Eyrarrósarlistann í ár en þrjú þeirra hlutu formlega tilnefningu til verðlaunanna og eiga þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósina 2020. Þau eru: Kakalaskáli í Skagafirði, Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Skjaldborg – hátíð ísl- enskra heimildamynda á Patreksfirði. Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 14. febrúar næstkomandi á Seyðisfirði, heimabæ handhafa Eyrarrósarinnar 2019; listahátíðarinnar List í ljósi. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin./PF Eitt verka í Kakalaskála. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.