Feykir


Feykir - 05.02.2020, Blaðsíða 6

Feykir - 05.02.2020, Blaðsíða 6
afþreyingu ferðafólks og land- búnaðartengda ferðaþjónustu samhliða því sem hún stundaði mastersnám í ferðamála- og afþreyingarfræðum. Hún var einnig að temja sín eigin hross og ala upp börn en sonurinn, Vignir, fæddist árið 2005. Það sama ár keyptu þau jörð í Ás- garði í Viðvíkursveit, byggðu sér hús og fluttu þangað 2008. Á þessum tíma var ferða- málafræðin orðin fjarnám og segist Hlín hafa saknað þess að vera ekki meira í mannlegum samskiptum í stað þess að sinna nemendum í gegnum tölvur. „Þá ákvað ég að fara í BS nám í reiðmennsku og reiðkennslu á Hólum og einbeita mér að hestamennsku og það var mjög góð ákvörðun. Það var bara frábært nám sem ég lauk 2013.“ Kynntist jóga í gegnum knapaþjálfun Það var svo í gegnum knapa- þjálfun sem Hlín fékk áhugann á jóga. „Þá var ég aðeins búin að fikta við jóga fyrir mig sjálfa, og fannst það mjög gott, en í gegnum þessa kennslu sá ég árangur hjá nemendum og þá áttaði ég mig á því að ég myndi vilja læra eitthvað meira um þetta. Þegar ég var fertug og ekki alveg svona sátt við lífið og tilveruna á þeirri stundu ákvað ég að fara í jóganám. Eins og með Íslandshestamennskuna, þá vildi ég ekki læra það annars staðar en í upprunanum og því ákvað ég að gera það á Indlandi,“ segir Hlín sem lét ekki sitja við orðin tóm og fór að leita fyrir sér. Hana hafði lengi dreymt um að dvelja við strönd og fann skóla við ströndina á sunnanverðu Indlandi. Hins vegar var skólinn ekki starf- ræktur þar þá mánuði sem Hlín komst í frí, í september og október þegar monsúmtímabilið er og lítið spennandi að vera þar á þeim tíma. En þess í stað var skólahaldið í Nepal þar sem veðrið er þægilegra þessa mánuði og fékk námið þar góð meðmæli. En hvernig viðbrögð skyldi þessi ákvörðun hafa fengið? Hlín segir að vissulega hafi ferðalagið vaxið mörgum í Hlín Christiane Mainka Jó- hannesdóttir er fædd og upp- alin í Elversberg, litlum bæ í Suðvestur-Þýskalandi, ekki langt frá borginni Saarbrücken. Snemma varð hún gagntekin af íslenska hestinum en á svæðinu þar sem hún bjó var talsvert um íslenska hesta. Ellefu ára gömul kynntist hún gömlum hjónum sem áttu íslenska hesta og segist Hlín hafa orðið eins konar heimasæta á bænum því hún hafi dvalið þar öllum lausum stundum. „Þá var mér strax ljóst að ég mundi fara til landsins sem þessi hestur er upprunninn í og það var frekar snemma stefnan hjá mér,“ segir Hlín Það var svo sumarið 1995 þegar Hlín var 19 ára sem hún kom fyrst til Íslands í sumarfríinu, svona til að prófa hvernig henni líkaði landið. „Og það var bara eins og heilaþvottur, ég vann hjá hestaferðafyrirtæki, rétt hjá Flúðum í Hrunamannahreppi, fór á Gullfoss-Geysi, bara strax á öðrum degi, og ég fór Kjöl tvisvar með stóði og bara náði ekki niður til jarðar aftur. Svo það var alveg ljóst að ég mundi vilja koma hingað aftur. Mig langaði alltaf að verða kennari og svo langaði mig náttúrulega að vinna við hesta en það var bara fjarlægur draumur í Þýskalandi, allir kennarar voru þá atvinnulausir og varðandi hestana, ef þú ert ekki með eitthvert bakland í VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Það er óhætt að segja að miklar andstæður togist á í lífi konunnar sem er viðmælandi Feykis að þessu sinni. Ung heillaðist hún af íslenska hestinum sem dró hana frá heimalandi hennar í fámennið á Íslandi. Síðar á ævinni kynntist hún jóga og lagði þá land undir fót til upprunalands þess, hinum megin á hnettinum, til hins litskrúðuga og þéttbýla Indlands. Nú býr hún á Hofsósi ásamt börnum sínum tveimur og starfar sem reiðkennari, er í hlutastarfi við Háskólann á Hólum, rekur reiðskóla fyrir ferðamenn á sumrin en nýtir þau tækifæri sem gefast til að sækja Indland heim. Hlín Mainka, hestakona og jógakennari hestamennsku, foreldra eða frændfólk eða eitthvað, þá er þetta voðalega erfitt. Þannig að ég hugsaði, kannski er bara fínt að fara til Íslands, stefna á að fara í Hóla og sjá svo til hvað setur. Ég hafði ekki nein sérstök framtíðarplön í Þýskalandi og ég var með heimþrá til Íslands eftir að ég kom hingað fyrst.“ Svo Hlín kom til Íslands þar sem hún kynntist fljótlega fyrrverandi sambýlismanni sínum, Sveini. Fyrsta árið tók hún í að læra íslensku, vann í hesthúsahverfi og við að passa yngri systkini Sveins. Veturinn 1997-98 fór Hlín í Hólaskóla og tók tamningapróf en svo lá leiðin aftur suður þar sem hún lærði fyrst líffræði og síðan þýsku í Háskólanum og vann alltaf fyrir sér í hestamennsku meðan á náminu stóð. Svo lá leið þeirra til Svíþjóðar einn vetur þar sem frumburðurinn, Anna, kom í heiminn árið 2003 og um sumarið fluttu þau í Hóla. Þegar Hlín kom hingað norður bauðst henni vinna í ferðamálafræðinni á Hólum, sem þá var diplómanám, og fór að kenna þar um afþreyingu í ferðaþjónustu. „Ég var búin að vinna mikið í hestaferðum svo þeim fannst fínt að nýta mig í það. Þennan vetur fórum við að skipuleggja BA námið í ferðamálafræði með öflugum hópi og ég lærði mikið af þeim um skipulag námsbrautar.“ Eftir að BA námið hófst hélt Hlín áfram að kenna um augum, ekki síst móður hennar sem ekki er mikið gefin fyrir að fara að heiman. Hún var líka sjálf svolítið smeik við þetta ferðalag því þó það að ferðast um Evrópu sé ekki mikið mál þá hafi þessar slóðir verið mjög framandi. „Svo ég hringdi í Anup sem rekur rafting fyrirtæki hérna í firðinum og grennslaðist fyrir um þennan stað í Nepal. Í ljós kom að hann dvelur í sömu götu á hverju hausti og var einmitt að fara þangað þegar eitt námskeiðið var að byrja. Hann bauð mér að verða samferða sér út og við bókuðum okkur í flug saman. Ég ferðaðist með honum til Nepal og kynntist fjölskyldunni hans í Katmandú og skoðaði borgina í einn dag. Daginn eftir fórum við til Pokara sem er 180 km frá Kantmandú og tók ferðin níu klukkutíma í bíl. Anup skilaði mér í skólann, alveg í hendurnar á indverska kennaragenginu þarna,“ segir Hlín. Nú tók við mikið og krefj- andi nám sem í það heila voru 200 klukkutímar og tekur það einn mánuð. „Þetta var mjög Hlín að útskrifast í Rishikesh úr 300 tíma námi. AÐSENDAR MYNDIR „Ísland er ávana- bindandi en það er Indland líka...“ 6 05/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.