Feykir


Feykir - 19.02.2020, Side 4

Feykir - 19.02.2020, Side 4
Sagt er frá því á vef Fisk Seafood að tveir starfsmenn í landvinnslu, þeir Matthías Angantýsson og Tryggvi Berg Jónsson, hafi ákveðið að leggja stígvélin á hilluna eftir áratuga starf fyrir félagið. Af því tilefni var boðið upp á köku og kaffi í matsal landvinnslunnar á Sauðárkróki. Þar var þeim færður þakklætisvottur fyrir vel unnin störf. Í fréttinni kemur fram að stjórn og starfsfólk FISK Seafood þakki þeim fyrir störfin og þeim óskað velfarnaðar í þeim verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. /ÓAB Matthías og Tryggvi leggja stígvélin á hilluna Sauðárkrókur Guðni Ólafsson verkstjóri, Tryggvi, Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri, Matthías og Ívar Örn Marteinsson verkstjóri. MYND: FISK.IS Vélstjórn, tæknilausnir og viðhald Dögun leitar að nýjum liðsmanni með góða tækniþekkingu og reynslu. Félagið starfrækir mjög tæknivædda vinnslu sem krefst þekkingar og útsjónarsemi við rekstur og umsjón. Um er að ræða fjölbreytt starf á sviði tækni, iðnstýringa, vélstjórnunar og viðhalds. Helstu verkefni: - Rekstur vélbúnaðar, tækja- og iðnstýrikerfa. - Umsjón með viðhaldi og viðhaldsverkefnum. - Frekari þróun og innleiðing á tæknilausnum. - Samskipti við birgja og þjónustuaðila, innlenda sem erlenda. - Allskonar reddingar og inngrip þegar þörf er á! Hæfniskröfur: - Menntun á sviði vélvirkjunar, vélstjórnar, rafvirkjunar eða sambærilegu. - Góð tölvukunnátta. Þekking og reynsla af iðnstýringum og slíkum lausnum. - Góð enskukunnátta. - Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. - Þjónustulund, jákvæðni og áhugi á framleiðslu eru æskilegir eiginleikar. - Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi. Upplýsingar gefur Óskar í síma 892-1586 eða Hilmar í síma 898-8370. Vinsamlegast sendið umsókn á oskar@dogun.is Dögun sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á rækju og starfrækir mjög fullkomna rækjuvinnslu á Sauðárkróki. Félagið hefur nýlokið við miklar endurbætur á framleiðslubúnaði með frekari tæknivæðingu, sjálfvirkni og möguleikum á aukinni vinnslu. Dögun hefur starfað samfleytt í 35 ár á traustum grunni. Stefna félagsins er að auka framleiðslu og sölu á næstu árum og vera áfram leiðandi Síðari umferð Söngva- keppninnar 2020 fór fram sl. laugardagskvöld en þá kepptu fimm lög um tvö síðustu sætin á úrslitakvöldið og möguleiki gefinn á einu aukalagi áfram. Feykir hefur ekki frétt af miklum tengingum flytjenda laganna við Norðurland vestra að þessu sinni, og þó – Nína Dagbjört Helgadóttir er barnabarn Stefáns heitins Jónssonar sem fæddist á Neðri-Svertingsstöðum í Miðfirði í Vestur Húnavatnssýslu. Söngkonan Rúna Stefáns er móðir Nínu og sungu þær saman lagið Ekkó eftir Þórhall Halldórsson og Sönnu Martinez en Þórhallur samdi íslenska textann ásamt Einari Bárðarsyni. Rúna var reyndar í bakraddasveitinni og fékk hlutverk þar fyrir tilviljun en ein bakraddasöngkvennanna verður ekki á landinu þegar undankeppnin fer fram og hleypur Rúna því í skarðið. Fór svo að Daði Freyr og Gagnamagnið komst áfram ásamt Ívu og Oculis Videre. Dómnefndin ákvað svo að nýta sér Eitt lag enn möguleikann og sendu Nínu og Ekkó einnig áfram í úrslitin sem fram fara 29. febrúar næstkomandi. /ÓAB Vestur-húnvetnskur vinkill á laginu Ekkó Söngvakeppni Sjónvarpsins Nína Dagbjört Helgadóttir. MYND AF NETINU Borun er lokið á fjórðu vinnsluholunni á Reykjum við Húnavelli vegna viðbótarvatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Verði árangur fullnægjandi mun það auka rekstraröryggi veitunnar til framtíðar, segir á heimasíðu RARIK. Að sögn Rósants Guðmundssonar, kynningarstjóra RARIK, gekk borun vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður og misjafnt veðurfar. „Það bera að þakka góðri vinnu þeirra sem að verkefninu koma,“ segir hann en borverktaki var Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. „Fyrstu vísbendingar gefa tilefni til bjartsýni en nú taka við prófanir á afkastagetu holunnar og mun þá endanlegur ávinningur koma í ljós,“ segir Rósant. /PF Vel tókst til með borun Reykir í Húnavatnshreppi MYND: RARIK.IS 4 07/2020

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.