Feykir


Feykir - 19.02.2020, Side 8

Feykir - 19.02.2020, Side 8
Þegar skoðuð eru viðhorf frá fyrri tíð, sést að nútíminn er að miklu leyti kominn í andstæðuna: Fyrr á tímum, frægt var það, fannst það engum miður, þegar Jökla-Kolbeinn kvað Kölska í sjóinn niður. Nú er uppi önnur trú, öll sem mæld í krónum. Keppst er við að kveða nú Kölska upp úr sjónum. Ekki er alltaf við hreinskiptið fólk að eiga og sumum virðist stundum annt um að koma illu af stað: Margir gefa svikul svör, sitthvað hugi slævir. Flýgur víða eitruð ör, oft hún markið hæfir. Oft virðist reynslan sýna að þeir menn sem eru latir fari sér hægar við borðhald en aðrir: Þannig skal málin meta, miðuð til gagns og þarfa. Sá sem er seinn að éta seinn verður eins til starfa. Fyrir nokkru fór óþægilegur verkur að angra mig í hægri stórutánni. Gekk svo í rúmar tvær vikur. Að lokum drattaðist ég til læknis. Var hann skjótur að finna hvað var að og dró úr tánni allstóra járnflís. Ekki veit ég hvaðan hún kom, en mér þóttu umskiptin góð og orti á leiðinni út: Læknirinn til líknar vís, líktist engum fálka. Tók úr mínum fæti flís en fann þar engan bjálka. Víst er að menn hafa haft sínar fylgjur á öllum tímum: Eiríkur rauði var litblindur lúði með lyndið af þráa strítt. Hann greindi það jafnan í grænasta skrúði sem greindist af öðrum hvítt. Orti til eins kunningja míns sem fór geyst að öllu og brotlenti með margt fram- takið fyrir bragðið: Í þér hneigðir eðlislægar eru stíft á hraðans för. Ef þú ferð þér heldur hægar hlýturðu miklu betri svör. Stundum verður manni það á að mislíka svo meðferð mála að orðbragðið verði eftir því: Saman rakkað læðingslið leiðir skakka mynd um svið. Í sig hakkar ómetið, orkupakkahelvítið! Og svo hrökk eftirfarandi vísa upp úr mér í haust er leið: Flæðir margt um mála svið með sinn flókna spuna, meðan Bretar berjast við Brussel-ófreskjuna. Oft er tiltölulega stutt gönguför meiri hressing en margur myndi ætla: Geng ég stundum inn að á, ekkert læt mig villa. Finn ég strauminn sterka þá stuðlaósinn fylla. Löngum er gott að hafa í huga að hver maður hefur sitt gildi – þrátt fyrir allt: Ég er kannski oft um of eggjar fús að brýna, en á þó til að yrkja lof um aðra en vini mína. Gömul speki kennir okkur að skoða og reyna á ævigöng- unni og halda því sem gott er: Höldum fast um tryggðataug trúar bestu kennda, þar til lífs um lengdarbaug leiðin tekur enda. Ritað 15. febrúar 2020 Rúnar Kristjánsson AÐSENT Lykkjuföll og lopatog HSN Sauðárkróki hefur fengið nýtt símanúmer : 432 4200 Lyfjasími : 432 4203 Vaktlæknir utan dagvinnutíma : 1700 Ef um neyðartilfelli er að ræða hringið í : 112 Karlakórinn Heimir heldur tónleika í Blönduósskirkju annað kvöld, 20. febrúar kl. 20:30 þar sem boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá, meðal annars þætti tileinkaða Stefáni Íslandi. Í lok næstu viku verða svo Eyfirðingar heimsóttir. „Það sem er framundan hjá okkur eru tónleikar á Blönduósi á fimmtudagskvöld svo verðum við í Laugaborg í Eyjafirði 28. febrúar. Þann 13. mars verðum við í Langholtskirkju á föstudagskvöldi og daginn eftir setjum við stefnuna á Vest- mannaeyjar, hvort sem það tekst eða ekki. Almættið verður að ráða því hvort verði fært eða ekki. Veðrið setur svip á alla skipulagningu þessa dagana og erfitt að plana nokkuð fram í tímann með færð að gera,“ segir nýkjörinn formaður kórsins, Atli Gunnar Arnórsson. Hann segir það árvisst að kórinn bregði undir sig betri fætinum í mars og haldi suður yfir heiðar og syngi þá yfirleitt í Reykjavík og svo annað hvort í Borgarfirði, Suðurnesjum eða á Suðurlandi. Hefur kórinn yfirleitt fengið góða aðsókn í þessum ferðalögum og tekist vel að sögn Atla. Hann segir að nú sé rykið dustað af dagskrá sem kórinn var með fyrir nokkrum árum um Stefán Íslandi. „Við ætlum að rifja hana upp og með okkur er mikill stórtenór, Þorgeir Andrésson, sem söng með okkur á sínum tíma í þessari dagskrá og lofar góðu.“ Atli segir að um 70 karlar séu á skrá hjá kórnum og með fjölmennasta móti. Margir ungir söngvarar eru þar á meðal og sumir enn í efstu bekkjum grunnskóla. „Það er eitthvað sem við erum afskaplega ánægðir með, hvernig til hefur tekist hjá okkur, að höfða til yngri manna annars lognast þetta út af með tímanum.“ /PF Rykið dustað af Stefáni Íslandi Karlakórinn Heimir á faraldsfæti Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is 8 07/2020

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.