Feykir - 19.02.2020, Page 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Ból
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Feykir spyr Sóldísir
Hefur þú fylgst
með Söngvakeppni
sjónvarpsins 2020
og ef svo er, hvaða lag
(flytjandi) finnst þér
að ætti að vinna?
UMSJÓN : frida@feykir.is
„Ég sá seinni þáttinn og finnst
Iva og Oculis Videre mjög flott.
Sérstakt lag sem sker sig úr og
ekki skemmir að flytjandinn
er upprunalega frá Hollandi
þar sem keppnin fer fram og
gæti kannski sótt einhver stig
þangað. Dimma og Daði
koma svo næst á eftir.“
Guðný Axelsdóttir
Finna skal út eitt orð úr
línunum fjórum.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Inngrónar táneglur eru nokkuð algengt vandamál þar
sem horn eða hlið tánaglar vex inn í mjúka vefinn og
veldur bólgu og eymslum. Algengasta ástæðan eru
þröngir skór sem þrýsta á táneglurnar og tær. Ótrúlegt,
en kannski satt, þá eru inngrónar táneglur arfgengar.
Klassísk
sunnudagsmáltíð
Auður Ingimundardóttir og Rúnar Aðalbjörn Pétursson búa í Hólabæ í
Langadal ásamt syni sínum, Pétri Inga. Þar reka þau kúa- og sauðfjárbú
ásamt því að Auður sækir vinnu á Blönduós. Íslenska lambakjötið er í
uppáhaldi hjá fjölskyldunni og því er vel við hæfi að uppskrift af
klassískri sunnudagsmáltíð verði fyrir valinu.
Tilvitnun vikunnar
AÐALRÉTTUR
Sunnudagslæri
Lambalæri
olía
Best á lambið krydd
Aðferð: Sett í ofn í steikarpotti við
130° í 3½ - 4 klukkustundir. Gott
að láta lærið standa í 20-30 mínútur
í pottinum áður en það er borið
fram með tilheyrandi meðlæti.
Sveppaostasósa:
1 bakki sveppir
olía/smjör
1 villisveppaostur
1 piparostur
rjómi
2-3 tsk. nautakraftur
(eða 1-1½ teningur)
Aðferð: Þessi sósa klikkar seint
með lambalærinu. Skerið niður
sveppi og steikið í potti með smá
smjöri/olíu. Rífið ostana út í
pottinn og setjið dass af rjóma. Því
næst er nautakraftinum bætt við og
jafnvel aðeins meiri rjóma eftir
smekk.
EFTIRRÉTTUR
Kókosbolludraumur
1 marengsbotn, mulinn niður
4 kókosbollur
½ lítri rjómi
vínber
jarðarber
bláber
súkkulaði, t.d. Daim (má sleppa)
Aðferð: Byrjið á því að mylja
marengsbotn í eldfast mót.
Rjóminn þeyttur og
kókosbollunum blandað saman
við rjómann og smurt yfir
marengsinn. Skreytið með berjum.
Okkur finnst best að setja vínber,
jarðaber og bláber og svo er mjög
gott að setja pínu súkkulaði yfir, t.d.
Daim.
Verði ykkur að góðu!
Við skorum á Huldu Birnu
Vignisdóttur til að vera næsta
matgæðing Feykis því hún er
frábær kokkur! „Já aðeins. Almyrkvi
með Dimmu.“
Klara Helgadóttir
„Ég hlustaði bæði kvöldin en
hef ekki fylgst grannt með
þessu. Ég held með Ivu en finnst
trúlegt að Dimma fari út.“
Sigurbjörg Guðjónsdóttir
„Já það hef ég gert. Ég held með
Dimmu með lagið Almyrkva
og vona að það vinni.“
Margrét Árnadóttir
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is
Auður og Rúnar í Hólabæ matreiða
Auður, Rúnar og Pétur Ingi sonur þeirra. MYND: ÚR EINKASAFNI
Hægeldað lambalæri er vinsæll sunnudagsmatur hjá landanum. MYND: AÐSEND
Strákur er eina efnið sem hægt er að gera mann úr.
- Höfundur ókunnur
07/2020 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Víða er ég við kirkju kennt.
Komnu á mið í sjóinn hent.
Syndugum er svefninn vær.
Sauðamjólk var lýðum kær.