Feykir


Feykir - 19.02.2020, Síða 12

Feykir - 19.02.2020, Síða 12
Norðurlandsmót í júdó Vel heppnað mót fór fram á Blönduósi Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 07 TBL 19. febrúar 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Þátttakendur á Norðurlandsmótinu í júdó um síðustu helgi. MYND: TINDASTÓLL.IS Norðurlandsmót í júdó var haldið á Blönduósi þann 8. febrúar síðastliðinn en alls mættu 35 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Tindastóli, Pardusi á Blönduósi og KA á Akureyri. Norðurlandsmót hafa verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og er þetta fimmti veturinn í röð sem það er haldið. Á heimasíðu Tindastóls segir að mótið sé samstarfsverkefni júdófélaganna þriggja á Norðurlandi þó að mest mæði á Blönduósingum sem bjóði upp á fyrsta flokks aðstöðu og haldi utan um skipulagið. Áður átti að halda mótið í byrjun nóvember 2019 en því varð að fresta. Mótið hófst á sameiginlegri upphitun keppenda og svo reið yngri hópurinn á vaðið þegar keppnin sjálf hófst rétt upp úr klukkan 11. Eins og venjulega stóðu Blöndu- ósingar sig frábærlega sem gestgjafar og eiga mikið hrós skilið fyrir sitt starf. Nánari frásögn af mótinu og úrslit má sjá á Tindastóll.is. /ÓAB www.skagafjordur.is Auglýsing um Skipulag í Sveitarfélaginu Skagafirði Deiliskipulag – Freyjugata 25 íbúðareitur Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 11. febrúar 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðareits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur fengið meðferð í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Stærð skipulagssvæðisins, sem er lóðin Freyjugata 25, er 6.760 m². Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni í fjölbýlishús með 11 íbúðum. Jafnframt að skipta lóðinni upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg. Deiliskipulagssvæðið/reiturinn afmarkast af Freyjugötu í vestri, Ránarstíg í suðri, Sæmundargötu í austri og af íbúðarhúsalóðum við Knarrarstíg í norðri. Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með fimmtudegi 20. febrúar 2020 til og með 3. apríl 2020. Þá verður deiliskipulagstillagan aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar https://www.skagafjordur.is/ is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagsmal/byggingafulltrui/ auglysingar-um-skipulagsmal. Athugasemdir eða ábendingar við deiliskipulagstillöguna skulu vera skriflegar. Þær skulu berast í síðasta lagi 3. apríl 2020 til skipulagsfulltrúa í Ráðhúsið Skagfirðingabraut 17-19 eða á netfangið: jobygg@skagafjordur.is. Sauðárkróki 13. febrúar 2020 Jón Örn Berndsen, Skipulagsfulltrúi Jóhannes Kári Bragason hefur verið ráðinn slökkvi- liðstjóri Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. mars nk. til eins árs vegna leyfis Péturs Arnarssonar slökkvi- liðsstjóra. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að Jóhannes Kári sé húsasmíðameistari og hafi lög- gildingu sem slökkviliðsmaður og verið starfandi hjá Brunavörnum Húnaþings vestra frá árinu 2002 til þessa dags. /PF Jóhannes Kári ráðinn slökkviliðsstjóri Húnaþing vestra Nýr slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra. MYND: HUNATHING.IS. Keraldið Einu sinni smíðaði ég kerald og lét ausa það við lind áður en það var gyrt, og lak ekki einum dropa. Þetta var á laugardags- kvöld. Á sunnudaginn kom fólk til kirkju. Þá gengu margir að keraldinu og undruðust að ekki lak. Þótti þeim svo mikils um vert að tveir dóu af undrun. Byljirnir Eitt sinn var ég úti staddur þegar slagbyljaveður var hið mesta sem ég man. Þá voru kýr reknar úr fjósi. En þá vildi svo til að einn bylinn rak á þegar fyrsta kýrin rak höfuðið út. Bylurinn tók af höfuðið við fjósstafinn. Í sama bili kom annar bylur og rak höfuðið aftur á kúna svo fast að ekki losnaði aftur. „Góður er sá brúni“ Einhverju sinni var ég á ferð og reið Brún mínum, þá voru þrumur í lofti og gekk skúrum . Ég sá einn mikinn skúr nálgast. Þá sló ég Brún, en setti áður mundlaug á lendina. Brúnn fór sprettinn til kvölds undan skúrnum. En þegar ég reið heim tröðina skullu fyrstu droparnir í mundlauginni og þá kölluðu englarnir í loftinu: „Góður er sá brúni!“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar Halldór biskup segir sögur Stórlygarar

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.