Feykir


Feykir - 25.03.2020, Blaðsíða 1

Feykir - 25.03.2020, Blaðsíða 1
12 TBL 25. mars 2020 40. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 10 Skólastarf á tímum COVID-19 Allir spila úr þeim spilum sem á hendi eru BLS. 4 Spjallað við Króksarann Arnheiði Hönnu Tómasdóttur Kjörin forseti Evrópusamtaka osteópata Kvenfélag Rípurhrepps á tímamótum Öflugt og kraftmikið félag fagnar 150 ára afmæli Bjóðum alhliða lagnahreinsun á sérútbúnum bíl Losum stíflur úr salernum, niðurföllum, frárennslislögnum, regnvatns- og skólplögnum. Hreinsum trjárætur úr lögnum. Myndum lagnir sé þess óskað og og afhendum verkkaupa á minnislykil. Sjáum um tæmingar á rotþróm. Bíll okkar er einnig útbúinn til hreinsunar á sandföngum, fitu- og olíugildrum. Holræsa- og stífluþjónusta Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 • Oddagata 18 • 545 Skagaströnd • terra.is • nordvesturland@terra.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Meirapróf - Vinnuvélanámskeið Ökunám - Endurmenntun Birgir Örn Hreinsson Ökukennari S: 892-1790 bigh@simnet.isHÁEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4400 www.facebook.com/velavalehf www.facebook.com/velavalehf & 453 88 88 velaval@velaval.is Kórónaveiran heldur áfram að gera usla á landinu en þegar þetta er skrifað, um miðjan dag á þriðjudegi 24. mars, hafa alls 10.658 sýni verið tekin og af þeim verið staðfest 648 smit á Íslandi. Af þeim sem greinst hafa með Covid-19 á landinu eru tvö látin. Á vefsíðunni covid.is er hægt að finna ýmsar upplýsingar um faraldurinn sem uppfærðar eru daglega. Auk þeirrar tölfræði sem að ofan greinir eru 592 Íslendingar í einangrun, ellefu á sjúkrahúsi en 56 er batnað. Í sóttkví eru alls 8.205 en 1.594 hafa lokið sóttkví. Á Höfuðborgarsvæðinu eru 509 staðfest smit, 30 á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi en aðeins eitt á Austurlandi sem og á Vestfjörðum. Á Norðurlandi eystra eru átta smitaðir, fjórir á Vesturlandi og sjö eru óstaðsett. Á Norðurland vestra eru 14 smitaðir, allir í Húnaþingi vestra og 396 eru í sóttkví í landshlutanum. Í gær tóku gildi reglur er takmarka samkomur enn frekar en áður á landinu vegna hraðari útbreiðslu Covid-19. Viðburðir þar sem fólk kemur saman eru takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Við öll mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Takmörkun á skólahaldi helst óbreytt, a.m.k. um sinn. Úrvinnslusóttkví í Húnaþingi Vegna grunsemda um víðtækt smit í Húnaþingi vestra var gripið til hertra sóttvarnaraðgerða frá og með laugardeginum 21. mars þar sem allir íbúar sveitarfélagsins sæta úr- vinnslusóttkví. Í henni felst að einungis einn aðili af hverju heimili getur í hvert sinn yfirgefið heimilið til að afla aðfanga. Úrvinnslusóttkvíin gildir ekki um lífsnauðsynlega starfsemi, s.s. hjúkrunarheimili, sjúkrahús og dreifingu og verslun með matvæli og eldsneyti. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að 25 sýni hafi verið tekin sl. mánudag og voru níu þeirra jákvæð, flest tengjast smitum sem komin voru áður en nokkur er verið að rekja. 19 sýni fóru í gærmorgun til greiningar og niðurstöður væntanlegar í dag og má þá búast við að tölur um smitaða eða þá sem eru í sóttkví breytist. Áfallateymi hefur verið virkjað og geðteymi hjá heilsugæslu í sveitarfélaginu. Grunur um smit á Skagaströnd Í gær var greint frá því á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd að upp væri kominn grunur um Covid-19 smit í skólanum og því var tekin sú ákvörðun að færa kennslu alfarið yfir í fjarkennslu frá og með deginum í dag, 25. mars. Mun það fyrirkomulag vara á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatöku. „Við biðjum ykkur um að sýna stillingu þar sem enn er ekkert staðfest smit á Skagaströnd og er um varúðaráðstafanir að ræða,“ segir í færslu skólans. /PF Tölur smitaðra hækka en að sama skapi líka þeirra sem batnar veikin COVID-19 herðir tökin á Norðurlandi vestra Miklar varúðarráðstafanir eru hvarvetna í hávegum hafðar á Norðurlandi vestra líkt og annars staðar á landinu. Margar stofnanir og fyrirtæki hafa lokað eða þjónusta fólk á Netinu ef hægt er að koma því við. Þær verslanir sem enn eru opnar reyna eftir megni að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og hvetja viðskiptavini sína til að fara varlega líkt og hér sést. MYND: PF Birkihlíð Kjötvinnsla býður upp á persónulega þjónustu í ljósi aðstæðna. Afhendum pantanir upp að dyrum í Skagafirði og á Blönduósi. Eigum flest af nauti og lambi. Verðlistinn er inni á Facebook síðunni Birkihlíð Kjötvinnsla. Pantanir í SMS skilaboðum í síma 690 5528 eða í Facebook skilaboðum. Þröstur Erlingsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.