Feykir - 25.03.2020, Blaðsíða 2
Undanfarna daga hef ég fylgst með fjölmiðlafundum þeirra
Viðars, Ölmu og Þórólfs þar sem upplýsingum varðandi
kórónuveirufaraldurinn er komið til skila á skýran og
hnitmiðaðan hátt. Eins og svo margir aðrir get ég ekki
annað en dáðst að þessu þríeyki sem af yfirvegun og stóískri
ró flytur okkur staðreyndir og
leiðbeinir fólki á þessum tímum
sem kannski eru þrátt fyrir allt
ekki alveg fordæmalausir en þó
þannig að núlifandi fólk man
ekki aðra slíka.
Mér finnst alveg með
ólíkindum hvað þetta fólk er búið
að standa sig vel og lætur engan
bilbug á sér finna þó verkefnin séu
ærin. Hvað eftir annað furða ég
mig á því hvað þau bregðast
kurteisislega og vel við misgáfulegum spurningum
fjölmiðlamanna sem mér þykir, oft á tíðum, spyrja bara til að
spyrja, oft að hlutum sem margoft hefur verið spurt um eða
hefur jafnvel komið fram í erindum manna rétt áður.
Gagnrýni er til góðs, allavega ef hún er sett fram á
málefnalegan hátt. Þessi þrjú fyrrnefndu hafa aldeilis fengið
sinn skerf af henni, það er óhætt að segja. Ég hafði engan
veginn gert mér grein fyrir hvað ég ætti, í hópi Fésbókarvina,
marga sóttvarnasérfræðinga, veirufræðinga, smitsjúkdóma-
fræðinga, faraldsfræðinga og hvað þetta nú allt saman heitir.
Ég ætlaði í fyrstu að slást í þeirra hóp, var að vísu ekki farin
að tjá mig opinberlega en hafði ákveðnar skoðanir á
„andvaraleysi“ sóttvarnalæknis. Mér hefur hins vegar
algjörlega snúist hugur og ég verð að segja að ég er þeirrar
skoðunar að við ættum að treysta þeim sem þekkingu hafa á
málunum.
Ég geri mér reyndar grein fyrir því að það er gjarnan hræðsla
sem knýr fólk áfram í gagnrýni sinni. Hræðslan við að
viðkvæmir ástvinir gætu tekið sóttina og óöryggið sem
hræðslunni fylgir. Þetta eru að sjálfsögðu alveg eðlileg
viðbrögð. En við skulum samt hafa það hugfast að í gegnum
tíðina hefur fræðsla alltaf skilað jákvæðari og betri árangri en
hræðsluáróður.
Ég get ekki látið hjá líða hér að hrósa starfsfólki grunn- og
leikskóla fyrir þeirra frábæru vinnu við að skipuleggja starf
skólanna alveg upp á nýtt eftir að samkomubann tók gildi.
Þar liggur svo sannarlega mikil vinna á bak við og ótal mörg
horn sem þarf að líta í. Ég hef hins vegar grun um að ekki hafi
allir áttað sig á því og stjórnendur hafi í sumum tilfellum
þurft að sitja undir óréttmætri gagnrýni.
Mér finnst að við ættum að hafa það hugfast að við
þurfum öll að hjálpst að við að gera þessa tíma sem
léttbærasta. Það gerum við með því að horfa bjartsýn fram á
veginn, aðstoða og hughreysta náungann þurfi hann á því að
halda og hrósa því sem vel er gert. Svo er líka bráðnauðsynlegt
að taka COVID-lausan tíma öðru hvoru eins og Víðir
Reynisson hvatti til á dögunum.
Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður
LEIÐARI
Fræðsla eða hræðsla
Lítill afli barst á land í höfnum landshlutans
í síðustu viku enda veðurfar ekki upp á
marga fiskana og auk þess lönduðu
togararnir Málmey og Drangey í
Grundarfirði að þessu sinni.
Grásleppuveiðar eru nú að hefjast og
lönduðu fjórir grásleppubátar á
Sauðárkróki rúmum ellefu tonnum. Á
Skagaströnd lönduðu tveir bátar tæpum 20
tonnum og á Hvammstanga landaði einn
bátur sem var með rúm 400 kíló. Heildarafli
vikunnar var aðeins 31.407 kíló. /FE
Aflatölur 15.– 21. mars 2020
Lítill afli á land á Norðurlandi vestra
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SAUÐÁRKRÓKUR
Fannar SK 11 Grásleppunet 2.484
Hafey SK 10 Grásleppunet 3.532
Kaldi SK 121 Grásleppunet 2.756
Steini G SK 14 Grásleppunet 2.437
Alls á Sauðárkróki 19.784
SKAGASTRÖND
Onni HU 36 Dragnót 18.639
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.145
Alls á Skagaströnd 11.209
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 414
Alls á Hvammstanga 414
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Auglýsingastjóri:
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Sameining sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
Ekki tímabært að ráðast í víðtækari
sameiningarviðræður
Á síðasta fundi sam-
einingarnefndar Austur-
Húnavatnssýslu var samþykkt
að bjóða öðrum sveitar-
félögum á Norðurlandi vestra,
þ.e. Akrahreppi, Húnaþingi
vestra og Sveitarfélaginu
Skagafirði, aðild að sam-
einingarviðræðunum og var
þeim sent erindi þess efnis.
Erindið var tekið fyrir á fundi
byggðarráðs Sveitarfélagsins
Skagafjarðar þann 11. mars sl. Í
fundargerð segir að þrátt fyrir að
byggðarráð Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar sé jákvætt fyrir frekari sam-
einingum sveitarfélaga á Norðu-
rlandi vestra telji það þó „að eðlileg
næstu skref af þess hálfu séu
viðræður um sameiningu sveitar-
félaganna í Skagafirði.“
Erindið var einnig lagt fram á fundi
hreppsnefndar Akrahrepps þann
4. mars sl. og var afgreiðslu þess
frestað til næsta fundar.
Húnaþing vestra fjallaði um
erindið á síðasta fundi sínum sem
haldinn var mánudaginn 16. mars
sl. Telur byggðarráðið eðlilegt að
áður en víðtækar og á margan hátt
flóknar sameiningar sveitarfélaga í
öllum landshlutanum komi til
umræðu verði reynt á sam-
einingarvilja þeirra sveitarfélaga í
landshlutanum sem eigi að baki
áratugalangt og náið samstarf
innan afmarkaðra svæða hans.
Því má ætla að ekki verði
breytingar á fjölda þeirra sveitar-
félaga sem að sameiningarvið-
ræðum standa, að svo komnu máli.
/FE
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Vonbrigði með synjun á styrk
Fyrr í þessum mánuði úthlutuðu Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi
Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra,
fjármunum til uppbyggingar innviða, náttúru-
verndar og annarra verkefna á ferðamanna-
stöðum árið 2020.
Til verkefna á Norðurlandi vestra var úthlutað 33,8
milljónum úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða
en aðrir landshlutar fengu umtalsvert meiri fjármuni
í sinn hlut. Á fundi Byggðaráðs Blönduósbæjar í
síðustu viku var svohljóðandi bókun samþykkt í
framhaldi af erindi frá Ferðamálastofu þar sem fram
kom synjun um styrk úr Framkvæmdasjóði ferða-
mannastaða.
„Byggðaráð Blönduósbæjar lýsir yfir miklum
vonbrigðum yfir því að umsókn sveitarfélagsins um
styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða skuli
synjað, sérstaklega með tilliti til þess að mikil þörf er
á uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu. Þá er
bent á það hróplega ósamræmi sem er í úthlutun
þessa árs, á milli landshluta, þar sem til Norðurlands
vestra kemur aðeins 34 milljónir af heildarfjárhæð
sem er rúmlega 500 milljónir.“
Var sveitarstjóra falið að óska eftir rökstuðningi
fyrir ákvörð-uninni, samkvæmt þeim leiðbeiningum
sem fram koma í erindinu. /FE
COVID-19 I Samkomubann
Sæluviku Skagfirðinga frestað
Vegna útbreiðslu COVID-19
veirunnar og tilmæla
Almannavarna ríkisins hefur
verið tekin sú ákvörðun að
fresta Sæluviku Skagfirðinga
sem fara átti fram vikuna 26.
apríl – 3. maí 2020.
Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar
kemur fram að til skoðunar er að
halda Sæluviku Skagfirðinga á
haustmánuðum eða þá mögulega
að færa til næsta árs. Verður
ákvörðun tilkynnt síðar.
„Sveitarfélagið Skagafjörður
biðlar til íbúa að fara að öllu með
gát og fylgja fyrirmælum
almannavarna. Við erum öll
almannavarnir,“ segir á
skagafjordur.is. /PF
2 12/2020