Feykir


Feykir - 25.03.2020, Qupperneq 4

Feykir - 25.03.2020, Qupperneq 4
Dominos-deildin | Tindastóll – ÍR 99–76 ÍR-ingar stóðu ekki í vegi Viðbrögð Golfklúbbs Skaga- fjarðar við Covid 19 hafa verið settar fram á heimasíðu klúbbsins gss.is en í stuttu máli falla formlegar 4 12/2020 starfsfólki um alla Evrópu. Það eru ansi margir tímar sem fara í þetta starf en það er einnig gríðarlega gefandi. Ég gegndi starfi varaforseta samtakanna í rúmlega ár og tók þá meira og meira yfir ýmis verkefni, þannig að ég hafði tíma til að aðlagast og kynnast starfinu og einnig þeim framtíðarmöguleikum sem, að mínu mati, hafa ekki verið nýttir nógu vel og sem ég vona að okkur takist að nýta betur á komandi árum. Osteópatía sem heilbrigðis- stétt er tiltölulega lítið þekkt og við erum mun færri en til dæmis sjúkraþjálfarar. Sem dæmi eru rétt um 165 fullmenntaðir osteópatar í Danmörku en næstum 20.000 sjúkraþálfarar. Það er ansi stór munur þar á, sem einnig speglast í hversu margir almennt þekkja til sjúkraþjálfara og hversu fáir til osteópata. Svona er staðan í flestum löndum Evrópu og það er því mikil vinna framundan sem felst í að kynna okkur betur fyrir almenningi sem heilbrigðisstétt og einnig að ná fullri löggildingu sem viðurkennd og löggilt heilbrigðisstétt í allri Evrópu. Hvernig er lífið í Kaupmanna- höfn á þessum skrítnu tímum COVID-19? Þetta er mikið reiðar- Arnheiður er sjúkraþjálfari í grunninn, lauk námi í osteó- patíu fyrir 15 árum síðan og meistaranámi í jákvæðri sál- fræði 2017. Hún rekur tvær stofur í Kaupmannahöfn ásamt vinkonu sinni, þar sem eru átta osteópatar starfandi. Arnheiður hefur búið í Danmörku meira og minna sl. 30 ár. Osteópatar greina og með- höndla ýmis vandamál í stoðkerfi líkamans, vöðvum, bandvef og liðum, með því að vega og meta hreyfanleika og virkni liðamóta, vöðva og bandvefs. Osteópatar starfa líkt og hnykkjarar og sjúkraþjálfarar og nota margs konar aðferðir, svo sem liðteygjur, vefja- og vöðvameðferð, æfingar og hnykkingar svo eitthvað sé nefnt. Osteópatafélag Íslands sótti um aðild að samtökunum sl. haust og er núna meðlimur að EFFO (European Federation & Forum for Osteopathy), sem og öll osteópatafélögin á Norðurlöndunum. Feykir hafði samband við Arnheiði og for- vitnaðist um hvernig forseta- starfið legðist í hana og sömu- leiðis áhrif COVID-19. Hvernig leggst forsetastarfið í þig og hvað þýðir það fyrir þig? Þetta er mjög svo spennandi en samtímis krefjandi verkefni, mikil ábyrgð og vinnuálag. Það eru reglulegir fundir og ráðstefnur um allan heim, fyrir utan dagleg símtöl og rafræna fundi. Opinberlega eru samtökin staðsett í Brussel, en við erum með samning við enska osteópatafélagið um ýmis verkefni og ritaraþjónustu fyrir samtökin. Ég verð að nefna það hér að námið í jákvæðri VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson Það er ekki á hverjum degi sem Króksari er kjörinn forseti í Evrópusamtökum en sú varð þó raunin nú í byrjun mars. Þá var Arnheiður Hanna Tómasdóttir, elsta dóttir Öllu og Tomma í Dögun, kjörin forseti Evrópusamtaka osteópata. Samtökin eru einu félagasamtök osteópata í Evrópu, með ríflega 25 þúsund meðlimi undir sínum hatti, og eru einskonar samvinnu- og hagsmunagrundvöllur fyrir öll evrópsk osteópatasamtök. sálfræði kemur einnig sterkt inn í öllum þessum samskiptum við samstarfsfólk mitt um allan heim. Fyrir mig persónulega þýðir starfið að ég get haft áhrif á og stuðlað að aukinni þekkingu almennings á sjálfu faginu og gert mitt til að aðstoða meðlimi okkar, sem eru að vinna að fullri löggildingu á okkar fagi (osteópatíu) sem viðurkenndri heilbrigðisstétt, um alla Evrópu. En við fengum einmitt fulla löggildingu á osteópatíu sem viðurkenndri heilbrigðisstétt hér í Danmörku í júlí 2018. Fyrir utan allt þetta praktíska, sem er mjög spennandi, þá verð ég líka að nefna að það er svakaleg samstaða hjá osteópatafélögunum í sam- tökunum. Allir vilja hjálpa til, ef hægt er að miðla reynslu af verkefnum sem og öðru sem hægt er að nýta á einhvern hátt. Það er hátt til lofts og enginn heldur að sér upplýsingum sem mögulega gætu nýst öðrum félögum í daglegu starfi. Hvers konar samtök eru þetta og eru meðlimir margir? EFFO eru semsagt samvinnu- og hags- munasamtök fyrir öll evrópsk osteópatasamtök og landssam- tök osteópata frá Kanada og Ísrael eru einnig meðlimir hjá okkur. Við erum eins konar regnhlífasamtök fyrir öll þessi landssamtök. Það eru yfir 25 þúsund meðlimir í EFFO, frá 24 löndum. Í hverju felast störf forseta í svona umsvifamiklum samtök- um? Forsetinn er andlit sam- takanna og stjórnarinnar út á við og eins og ég kom inn á hér fyrr þá eru reglulegir stjórnarfundir og ráðstefnur um allan heim sem ég þarf að sækja sem fulltrúi félagsins. Svo eru dagleg símtöl þar sem ég svara hinum ýmsu fyrirspurnum og rafrænir fundir með sam- Spjallað við Arnheiði Hönnu Tómasdóttur í Danmörku Króksari kjörinn f rse i Evrópusamtaka osteópata Arnheiður í Lissabon eftir að hafa tekið við formennsku á aðalfundi EFFO. AÐSEND MYND slag fyrir allt samfélagið hér í Danmörku. Það er svakalegt álag á öllu heilbrigðiskerfinu í heildina og þetta hefur þegar verið mikið högg fyrir allt atvinnu- og efnahagslíf og hefur víðtæk og mikil áhrif á Dani almennt. Allt heilbrigðiskerfið, sem og stjórnmálamennirnir – og konurnar, eru að mínu mati að standa sig svakalega vel. Það er verið að ganga frá um- fangsmikilli fjárhagslegri hjálp frá hinu opinbera við stærri sem minni fyrirtæki, sem og sjálfstæða atvinnurekendur. Mér finnst alveg ótrúlegt hversu vel er staðið að þessum aðgerðum hjá hinu opinbera og hef fulla trú á að allt sé og verði reynt og framkvæmt sem hægt er til að styðja við bakið á öllum sem þurfa á því að halda. Ég er mjög þakklát fyrir alla þessa samstöðu sem við erum að upplifa, allsstaðar í samfélaginu. Það eru margir að vinna sjálfboðavinnu, versla fyrir nágranna og hjálpa þeim sem ekki geta bjargað sér sjálfir. Hverju hefur veirustríðið breytt hjá þér í daglegu lífi og hvaða áhrif hefur þetta á störf þín sem forseta osteópata í Evrópu? Síminn hringir látlaust, bæði sjúklingar og meðlimir danska osteópatafélagins, en ég gegni einnig stöðu sem formaður danska osteópatafélagsins, sem og samstarfsmenn og meðlimir EFFO. Ég sit föst fyrir framan tölvuna og er í stöðugum sam- skiptum við meðlimi, bæði hér í Danmörku og um alla Evrópu, og geri hreinlega ekki annað. Við lokuðum okkar osteópatíu- stofum, í Frederiksberg og á Østerbro, sl. fimmtudag. Við erum átta osteópatar sem störfum þar og við verðum allavega með lokað fram til 30. mars. Eftir þann tíma verðum við að vega og meta hvort við getum mögulega réttlætt að meðhöndla sjúklinga út af smithættu. Ég vona að ástandið batni hratt svo þetta hafi ekki eins víðtæk áhrif og ég er því miður hrædd um. Hér er búist við að ástandið vari vel fram á sumar. Allir fundir eru því rafrænir og öllum ferðum náttúrlega aflýst. Ég átti að vera í London í byrjun vikunnar á fundum og í næstu viku í Aþenu en þessu var og er að sjálfsögðu öllu aflýst. Við rétt náðum að halda aðalfund EFFO í Lissabon í Portúgal í byrjun mars. Svo verðum við bara að sjá hvert horfir! Ég vona það besta, fyrir okkur hér í Danaveldi sem og heima á Krók, já og á landinu öllu. Er forseti EFFO kjörinn til eins árs í senn? Sem stjórnarmeðlimur EFFO er maður kjörinn inn í stjórn í þrjú ár í senn. Ég var kjörin í stjórn EFFO 2018. Fyrsta rúmlega hálfa árið sá ég um almannatengsl, svo gengdi ég starfi varaforseta þangað til núna í byrjun mars. Núna þarf ég að sýna mig og sanna næsta árið svo að meðlimum EFFO finnist ég verðskulda kosningu og forsetaembættið aftur að ári. Hvað heita stofurnar í Köben? Stofan okkar heitir Q klinik og er á Frederiks- berg og svo erum við med litla stofu í heilsuhúsi Family Zoo á Østerbro. Við sérhæfum okkur í meðhöndlun á konum, ófrískum konum sem og konum sem að hafa fætt, og ungabörnum. | Sjá nánar á > www.qklinik.dk Q

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.