Feykir - 25.03.2020, Side 6
fjórar uppástungur verið
samþykktar:
1. Að venja börn snemma við
starfsemi, sér í lagi heyvinnu
frá því að þau væru 10 ára,
þegar kringumstæður leyfa.
2. Að láta ekki óþvegna ull í
kaupstaðinn á haustin.
3. Að koma vefstólum upp á
þeim bæjum er enn væru
vefstólalausir og kenna kven-
fólki vefnað öllu fremur en
karlmönnum, svo þeir gætu
farið á sjó eins og áður var tíska.
4. Að hver kona kæmi til næsta
fundar með eitthvert það verk,
er hún hefði best unnið milli
funda svo aðrar geti lært það af
henni, ef það álitist þess vert.
Þá voru nokkur framfaramál
rakin sem samþykkt var að
koma til leiðar, m.a. að láta
kenna öllum börnum að skrifa
og reikna, sem til þess væru
fær. Þá var ákveðið að stofna
sjóð til að kaupa fyrir einhverja
þarflega vinnuvél og var strax
skotið saman 15 ríkisdölum.
Líknarmálin í forgrunni
Eins og segir í inngangi
greinarinnar settist undir-
ritaður með formanni félagsins,
Ásbjörgu Valgarðsdóttur, sem
kjörin var í embættið árið 2012,
og Ingibjörgu Jóhannesdóttur í
Ketu sem starfað hefur í mörg
ár sem formaður og gegndi
öðrum embættum í stjórn
Margt og mikið hefur verið
ritað um hina merku sögu
Kvenfélags Rípurhrepps, þess
fyrsta sem stofnað var á Íslandi
7. júlí 1869 en ekki er ætlunin
að fara djúpt í þá sögu hér. En
ekki er þó hægt að sleppa því að
minnast örlítið á upphafið og
nokkur framfaramál sem
félagið beitti sér fyrir.
Á heimasíðu Svf. Skaga-
fjarðar má finna eftirfarandi
texta: „Stofnfundur fór fram að
Ási í Hegranesi. Sigurlaug
Gunnarsdóttir, Ási, var
aðalhvatamaður fyrir stofnun
félagsins. Henni til stuðnings
voru þær Steinunn Theodóra
Guðmundsdóttir og Ingibjörg
Eggertsdóttir, báðar búsettar að
Ríp. Talið er að 19 konur hafi
verið á stofnfundinum.
Stefnuskráin var aukin á
aðalfundi árið 1871. Þá var
stofnaður sjóður til kaupa á
þarflegri vinnuvél. Með
frjálsum framlögum safnaðist
þó nokkuð af peningi og var
síðar fest kaup á prjónavél sem
notuð var á félagasvæðinu um
VIÐTAL
Páll Friðriksson
árabil. Talið er að það sé þriðja
prjónavélin sem kom til
landsins. Kvenfélag Rípur-
hrepps beitti sér fyrir stofnun
kvennaskóla og hóf hann
göngu sína að Ási. Sigurlaug
var ein af fyrstu kennurum
skólans.
Þá hlúði félagið að kirkju- og
trúmálum og gaf muni til
kirkjuskreytinga, altaristöflu
o.fl. Það dofnaði yfir
starfseminni og á árunum
1930-1950 var hún nær engin.
Þann 18. mars 1951 var félagið
endurvakið á fundi að Hamri.
Félagar hins endurreista félags
voru 14 og stýrði Ingibjörg
Jóhannsdóttir, forstöðukona
Húsmæðraskólans að Löngu-
mýri fundinum. Ólöf Guð-
mundsdóttir var kosin
formaður í stjórn, Anna
Sigurjónsdóttir ritari og
Ragnheiður Konráðsdóttir
gjaldkeri. Sama ár (1951) gekk
félagið í Samband skagfirskra
kvenna.“
Hlúð að framfaramálum
Í Norðanfara 10. nóvember
1869 stendur m.a.:
„Í ritlingnum „Nokkur orð um
hreinlæti“ sem er gefin út á
kostnað útlendrar tignarkonu,
stingur höfundurinn uppá, að
konur í hverri sveit taki sig
saman um, hvort þær mundu
eigi með samtökum geta stutt
að ýmsu sem miðaði til að bæta
hreinlæti í þeirra sveit, þó það
sje nýlunda hjer á landi, að
konur stofni fjelög. Þessi
uppástunga vakti oss flestar
konur í Rípurhrepp í Skagafirði,
að eiga fund með oss að Ási í
Hegranesi 7. þ.m. Aðal-
umræðuefni þessa fundar var:
1, um hreinlæti, og hvað mest
væri ábótavant hjá oss í því
tilliti í baðstofu, í búri, í eldhúsi,
í bæjardyrum og úti fyrir þeim
og kringum bæinn, og hvernig
bezt yrði ráðin bót á því.
2, var rætt um bágindin, og
hvað hjer væri enn ónotað, er
hafa mætti til manneldis, og
sömuleiðis hvort eigi mundi
mega taka upp hyggilegri
tilhögun á því sem notað hefur
verið.
3, var rætt um að minnka
óþarfakaup á þessu sumri.
Af umtali voru varð oss enn
ljósara, að margt gæti farið
Skagfirðingar hafa löngum verið í fararbroddi í hinum ýmsum menningar- og framfaramálum eins og sagan
geymir svo vel. Ekki verður um neina upptalningu hér að ræða fyrir utan eitt félag sem fagnar miklum
tímamótum þessi misserin, Kvenfélag Rípurhrepps, þess elsta á Íslandi en 150 ár eru liðin síðan það var stofnað.
Tíðindamaður Feykis settist niður með Ásbjörgu Valgarðsdóttur, formanni félagsins, og Ingibjörgu
Jóhannesdóttur, fyrrverandi formanni, og forvitnaðist um starfsemina, bæði fyrr og nú.
betur hjá oss en fer, í þeim
greinum, er hjer voru nefndar,
og varð sú niðurstaðan, að vjer
skyldum eptir fremsta megni
leitast við að hrinda því í lag,
sem oss fanst brýnust nauðsyn
til, svo sem um haganlegri
meðferð á öllu sem til
manneldis lýtur, eins og nú er
árferði háttað.“
Og í niðurlagi greinarinnar
kemur þetta fram:
„Vjer erum líka fæstar
menntaðar sveitakonurnar, og
þurfum því fremur að læra hver
af annari; enda eru líka í
flestum sveitum til þær konur,
sem taka öðrum fram yfir
höfuð, og geta því kennt; en það
er og allopt, að mörg kona sem
lítið kveður að, kann sumt
betur en hinar, og getur sagt
þeim til í því.
Ritað í júlím. 1869,
Ein af fundarkonunum.“
Í Norðanfara 28. október 1871
er svo önnur grein frá
kvenfélagskonum þar sem
frekar er skýrt frá starfseminni
frá stofnun félagsins og má sjá
að á fundi 9. júlí árið áður hafi
Ingibjörg Jóhannesdóttir, fv. formaður Kvenfélags Rípurhrepps og Ásbjörg Valgarðsdóttir, núverandi formaður, settust niður með blaðamanni Feykis og rifjuðu ýmislegt upp um elsta kvenfélag landsins sem stendur nú
á tímamótum. Mynd: PF. Aðrar myndir eru aðsendar.
Kvenfélag Rípurhrepps á tímamótum
Öflugt og kraftmikið félag fagnar
150 ára afmæli
6 12/2020