Feykir


Feykir - 06.05.2020, Side 3

Feykir - 06.05.2020, Side 3
Tónlist Ouse sótt 1,4 milljón sinnum á mánuði Íslenska tónlistarútgáfan Alda Music fékk á dögunum úthlutað 300 þúsund krónum úr Hljóðritasjóði til að gefa út EP plötu á íslensku með hinum skagfirska Ouse, eða Ásgeiri Braga Ægissyni. Alls bárust 117 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar og var um metfjölda umsókna að ræða en sótt var um styrki að upphæð 89.527.974 kr. Á heimasíðu menntamálaráðuneytisins kemur fram að samtals hafi verið veitt 18.000.000 kr. til 67 mismunandi hljóðritunarverkefna. Skipt- ast styrkveitingar þannig að 39 þeirra fara til ýmiss konar rokk-, hip-hop- og popp-verkefna, 22 styrkveitingar til samtímatónlistar, raftón- listar og annarrar tónlistar af ýmsum toga og sex jazzverkefni voru styrkt. Vinsældir Ásgeirs Braga á tónlistarrásum Alnetsins hafa verið með eindæmum en á Spotify má sjá að tónlist hans er sótt tæplega 1,4 milljón sinnum á mánuði og er hann með rúmlega 45 þúsund fylgjendur, á þeirri streymisveitu einni. „Já, ég er einmitt núna að vinna í enskri plötu en er búinn svona 90% að klára íslensku plötuna. Mig vantar bara nokkra íslenska artista til að vera með mér í þessum lögum. Lögin eru á íslensku og eru meira eða minna bara mjög svipuð lögunum mínum á ensku. Eini munurinn er sá að ég kann mikið flottari og skemmtilegri orð á íslensku, þannig að ef eitthvað er þá er textinn bara betri þannig,“ segir Ásgeir Bragi. Til stóð að Ouse kæmi fram á tónleikum í Bandaríkjunum í vor en vegna Covid ástands gat ekki orðið af því. „Já, það voru mörg plön hjá mér árið 2020. Spila á tónleikum, hitta artista og fólk frá stórum útgáfufyrirtækjum, en aðallega til að fara í túr með vini mínum, Powfu, sem núna er einn vinsælasti tónlistar- maður í heiminum. Þessi veira hefði ekki getað komið á verri tíma fyrir mig.“ /PF Ásgeir Bragi vinsæll á Spotify Hvammstangi Dýpka þarf höfnina Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra fyrir skömmu gerði Björn Bjarnason, rekstrarstjóri umhverfissvið, grein fyrir ástandi Hvammstangahafnar þar sem komið hafði í ljós að ráðast þurfi í dýpkunarfram- kvæmdir þar sem áburðar- skip tók niður í hafnar- mynninu í apríl. Í bókun ráðsins kemur fram að það telji afar mikilvægt að farið verði í dýpkunarfram- kvæmdir á árinu þar sem ljóst þykir að sandur heldur áfram að safnast í höfnina með þeim afleiðingum að mögulega verði hún ófær næsta vor fyrir stærri skip. Óskað verður eftir því við Vegagerðina að hún taki þátt í kostnaði við framkvæmdina vegna mikilvægis hafnarinnar fyrir flutninga inn á svæðið. Bendir byggðarráð á að reynslan sýni að dýpka þarf höfnina á tveggja til þriggja ára fresti og leggur því áherslu á að dýpkun hafnarinnar komist inn á samgönguáætlun sem og eðlilegt viðhald hafnarmann- virkja á Hvammstanga. /PF COVID-19 | Blönduósbær Samstaða allra mikilvæg Á heimasíðu Blönduósbæjar hvetur Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, íbúa að slaka ekki á, þó komið sé sumar, því mikilvægt sé að fylgja í einu og öllu leiðbeiningum stjórnvalda. Hann segir gott að finna fyrir þeirri samstöðu sem ríki í samfélaginu og minnist á að ekki hafi enn komið upp staðfest smit í A-Hún. „Starfið í Leikskólanum Barnabæ, mun frá og með 4. maí, verða að mestu eins og áður var en áhersla verður áfram á aukið hreinlæti og þrif, og minni umgangi um skólann og á milli deilda. Blönduskóli mun áfram verða með breytta starfsemi og verður það kynnt nánar í þessari viku. Gefnar verða út tilkynningar og leiðbeiningar beint frá skólunum þegar allar breytingar verða. Skrifstofa sveitarfélagsins er ennþá lokuð fyrir almennri afgreiðslu, en leitast er við að leiðbeina og svara öllum erindum í gegnum síma, eða með tölvupósti. Sjá á www.blonduos.is Á meðan þetta ástand varir þurfum við öll að standa saman og sýna samfélagslega ábyrgð í því hvernig við heftum frekari útbreiðslu á COVID-19. Við þurfum að huga sérstaklega að þeim íbúum sem eru veikir fyrir og leggja okkur fram um að aðstoða þá sem þess þurfa, bæði þeim sem eldri eru og búa einir, en eins þeim íbúum sem eru af erlendum uppruna. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum íbúum Blönduós- bæjar fyrir samheldnina og sérstak- lega þeim sem eru í framlínunni, hjá almannavörnum, í heilbrigðis- þjónustu og öðrum. Við munum fara í gegnum þetta saman, fylgja leiðbeiningum og fyrirmælum stjórnvalda og höfum í huga að þetta er tímabundið ástand þar sem samstaða okkar allra er mikilvæg,“ skrifar Valdimar á blonduos.is. /PF COVID-19 | Nýprent og Feykir breyta Styttri afgreiðslutími fyrirtækjanna Vegna Covid áhrifa og breyttra aðstæðna í þjóð- félaginu verða breytingar á starfsemi Nýprents og Feykis næstu þrjá mánuðina. Vegna minnkaðs starfshlut- falls starfsfólks verður af- greiðslutími styttur en opið verður milli klukkan 8 og 12 alla daga. Lesendur Feykis mega eiga von á örlítið minna blaði frá og með næsta útgáfudegi meðan á þessu stendur. Fólk er hvatt til þess að senda auglýsingar og til-búnar fréttatilkynningar á net-föngin nyprent@nyprent.is og/eða feykir@feykir.is. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið. /PF H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduóss. Skagfirðingabók 40 Skagfirðingabók ársins 2020 kom úr prentun í byrjun apríl sl. en vegna ástandsins í þjóðfélaginu var ákveðið að dreifa henni ekki fyrr en í haust, væntanlega í byrjun september, enda kemur ekki önnur bók frá félaginu á þessu ári. Við biðjum áskrifendur og velunnara bókarinnar að hafa biðlund og afsaka þessa töf sem til er orðin vegna óviðráðanlegra orsaka. 18/2020 3 Á Twitter birti Björgvin Ingi Ólafsson þetta athyglisverða graf en á því sést að Ásgeir Bragi, eða Ouse, er sjöundi vinsælasti íslenski listamaðurinn á Spotify, nær jafnfætis nafna sínum Ásgeiri Trausta. Ouse er á innfelldu myndinni.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.