Feykir


Feykir - 06.05.2020, Side 8

Feykir - 06.05.2020, Side 8
sjálf oft mjög dómhörð á eigin verk og ég held að andleysið komi ekki síður til af því að við rökkum sjálf okkur niður í höfðinu – en ekki er það sérlega uppörvandi. Einhvern tímann var ég andlaus og ákvað að líta í gömul dagblöð og rakst þá á auglýsingu sem ég ákvað að nota sem innblástur eða stökkpall eins og það er einnig stundum nefnt. Textann, sem er núna orðinn dálítið gamall, valdi ég úr skissubókinni til birtingar vegna tengingarinnar við fuglana, sem birtast hver á fætur öðrum þessa dagana og heiðra okkur með nærveru sinni og hljóðum. Að lokum vil ég hvetja aðrar skapandi manneskjur til þess að gera tilraunir, leyfa sér að skapa og vera án þess að hugsa um útkomuna. Hrafnar Undirritaður borgar 50 aura fyrir hvern skotinn hrafn til 1. maí í vor. Borgunin greiðist við afhendingu nefjanna (efri skoltsins). Heyrt hef ég að margir fuglar haldi tryggð við maka sinn ævilangt, til að mynda álftir, eins og allir vita en þar að auki hrafnar, æðarfuglar (sérstaklega kollan), krían (sem verður tryggari með árunum) og margir sjófuglar svo sem lundinn, teistan og fýllinn. Tjaldurinn stofnar einnig til langtíma hjúskapar. Og fálkinn, sem sumum þykir vargur fyrir að leggja sér rjúpuna systur sína sér til munns, hann er tryggur og stofnar einungis til nýs ástarsambands falli maki hans frá. Eins eru spóinn og sandlóan einkvænisfuglar og meira að segja konungur íslensku fuglanna, haförninn. En hvað um það. Í fyrravetur var hrafnapar alltaf að slæpast í kringum húsið og ég fór að gefa þeim alla matarafganga sem féllu til á heimilinu. Þau voru fljót að átta sig á því að hjá mér gætu þau fengið að éta og innan skamms voru þau farin að venja komur sínar til mín á hverjum degi. Ekki leið á löngu þar til þau voru farin að láta vita af sér, væru þau svöng, með því að krunka hvort í kapp við annað uppi á ljósastaur við húsið og þá flýtti ég mér út og gaf þeim ætan bita. Þetta gekk meira að segja svo langt að ég var bæði farin að elda ofan í þau auk þess sem ég sagði upp vinnunni minni, sem var vaktavinna, til þess að geta staðið mína plikt við hrafnana. Þáverandi kærastinn minn varð á endanum svo þreyttur á þessum hrafnagangi og spurði mig hversu langt ég ætlaði að ganga, hvort ég ætlaði einfaldlega að helga líf mitt hröfnunum. Hann sagði að ef þessu færi ekki að linna þá myndi hann fara frá mér. Þú um það, sagði ég, því ég vissi að hrafnarnir myndu halda tryggð við mig, þó hann gerði það ekki. - - - - - - Ég skora á frænda minn, Birki Þór Þorbjörnsson, að skrifa næsta pistil. Sá er fuglinn verstur er í sjálfs sín hreiður skítur ÁSKORANDAPENNINN | palli@feykir.is Við öll sem sinnum listsköpun þekkjum það að vera andlaus, þegar sköpunarkrafturinn kraumar innra með okkur en kemst einhverra hluta vegna ekki upp á yfirborðið. Í ritlist er þetta oft einnig nefnt ritstífla. Margt getur haft áhrif en yfirleitt er ástæðan sú að maður er að vinna fullan vinnudag og sinnir listsköpun í hjáverkum og er þar af leiðandi oft nokkuð þreyttur þegar maður sest við vinnuborðið í lok dags. Hin ástæðan er gjarnan sú að maður leiðir hugann of mikið að lokaútkomunni og leyfir sér ekki að vinna í óheftu flæði og tilraunastarfsemi. Ég hef reynt að venja mig af hinu síðarnefnda með allskyns aðferðum, aðallega með því að reyna að skrifa eitthvað örlítið á hverjum degi, án þess að ritskoða, skamma mig og líta á skrifin sem endanlega útkomu eða eitthvað sem ætti að vera birtingarhæft heldur leyfa textanum að vera skissur. Við erum nefnilega Birta Þórhallsdóttir. AÐSEND MYND Birta Þórhallsdóttir Húnaþingi vestra Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Guðmundur Arnfinnsson sem er höfundur að fyrstu limrunni að þessu sinni. Valdi ei barnanna bestur og breyskari en nokkur prestur, stundar á fundum með fjörugum sprundum annað en ljóðalestur. Þá passar þessi vísa Ingólfs Ómars vel við það ástand sem ríkt hefur í vetur. Fjúkið blæs um freðinn völl frostið læsir tönnum. Giljadrögin eru öll undir breiðum fönnum. Ekki þóttu á tímabili nein tíðindi þótt fréttir bærust af ýmsum munum sem væru á ferli í rokinu. Eftir að hafa heyrt eina slíka frétt, orti Friðrik Steingrímsson svo: Á Suðurlandi í svarta byl sjá má verkun slíka, að rútur fjúka frá og til og farþegarnir líka. Einn af ágætum hagyrðingum, Óttar Einarsson, þurfti einhverju sinni að skipta um ljósaperu í baðherbergi sínu. Eitthvað mun hafa verið skortur á þeim nauðsynjum á búinu og bjargaðist málið með litaðri peru. Næst þegar bóndi þurfti á snyrtinguna varð þessi vísa til: Öllum hlutum aftur fer af mér bogar svitinn. Tittlingurinn á mér er orðinn blár á litinn. Önnur vísa kemur hér eftir Óttar og er hún gerð er hann var í gleðskaparferð með gömlum skólafélögum. Fann hann að hendur hans skulfu er hann var að ná úr meðalaglösum töflum sem hann þurfti nauðsynlega að taka. Af því ég er orðinn skar enn þótt reyki og drekki, taka verð ég töflurnar til að deyja ekki. Sá ágæti hagyrðingur og vísnaáhuga- maður, Ingi Steinar Gunnlaugsson, heyrði vísu Óttars og sendi frá sér svofellda hvatningu: Vínið hrærir vísna streng veikir áhlaup sóttar. Því skal brýna dáðadreng drekktu meira Óttar. Minnir að það hafi verið í lok mars sem útvarpið sagði þau stórtíðindi að vegna erfiðleika og einhvers konar sameiningar við annan miðil kæmi blaðið ekki út næstu daga. Svo mun einnig hafa verið uppi á teningi haustið 2003 þegar Kristján Stefánsson, frá Gilhaga, orti svo ágæta limru um stöðu mála: Á Fróni var þraut að þreyja og það má víst ennþá segja, Raufarhöfn blæðir. Reykjavík græðir en þó er DV að deyja. Vísnaþáttur 759 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Aldrei get ég rifjað upp næstu vísu öðru vísi en dást að þeirri hógværð sem þar er á ferð. Voru tildrög hennar þau að bóndinn, Gísli J. Gíslason, vann oft í vegavinnu á vorin til þess að drýgja tekjur búsins. Svo var eitt vor að Gísli Gottskálksson í Sólheimagerði, þá verkstjóri í vegagerð, tjáði nafna sínum að nú væri enga vinnu að hafa og varð þá vísan til. Lokuð sund og læstar dyr, ljóst má grunda svarið. Það hefur stundum blásið byr betur en undanfarið. Einhverju sinni er hávær umræða hafði staðið um erfiðleika fuglabænda vegna salmonellusmits skeði það að miklar aurskriður féllu í nánd við bæinn Svein- bjarnargerði í Eyjafirði. Af þeim tíðindum spurðum mun Hákon Aðalsteinsson hafa ort svo: Salmonellan sækir á sigrar brátt að fullu. Meira að segja fjöllin fá feikilega drullu. Það mun hafa verið að loknu ársþingi LÍÚ sem Hjálmar Freysteinsson orti svo: Mér þykir Drottinn miskunnlátur og magnaður. Nú er þrjátíu og þriggja ára grátur þagnaður. Minnir að þessi limra sé einnig eftir Hjálmar: Þegar Vilborg eignaðist vin var sem hið sterkara kyn gerði hana svera hún sagði það vera samlegðaráhrifin. Geta lesendur sagt mér hver er höfundur að eftirfarandi vísu? Gengin leið er góðs á mis gegnum neyðarhreysi. Ég þó skreiðist áleiðis oft í reiðileysi. Ekki veit maður hverju við jarðarbörn megum eiga von á í veðurfari nú á vordögum, mörg illa hvekkt eftir þennan andstyggilega vetur. Hressum okkur samt næst við þessa eftir Hring Jóhannesson, frá Haga í Aðaldal. Nú er bjart um vík og vog vermir sólin rekka. Gott er að vera ungur og eiga nóg að drekka. Reynslunni ríkari vitum við að fáu er að treysta og endum þá á þessari ágætu vísu Jóns Ingvars: Veðurfarið okkar á engu nýju lumar. Nú er Esjan orðin grá enda komið sumar. Veriði þar með sæl að sinni. /Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 8 18/2020

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.