Feykir - 20.05.2020, Blaðsíða 8
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
20
TBL
20. maí 2020 40. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Í fardögum
Hólmfríður Magnús-
dóttir, ekkja frá Hrafnsá,
stofnaði nýbýli að
Miðhúsagerði í
Óslandshlíð.
Um vorið
Séra Hannes Jónsson tók við Glaumbæjarbrauði, sem
honum hafði verið veitt 17. júni 1849, er séra Halldór
Jónsson fór byggðum að Hofi í Vopnafirði.
Í síðustu viku maí
Sigfús Ólafsson frá Villinganesi, ,,fáræðingur einn“,
lagði upp á Öxnadalsheiði, en kom ekki fram. Hans var
leitað af mörgum, en fannst ekki fyrr en um haustið í
ársprænu í Öxnadal, að sumra sögn, aðrir ætla, að líkið
hafi fundizt á Öxnadalsheiði og verið klæðlítið, ,,og var
margrætt um.“ /PF
Skagfirskur annáll
Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947
1850
Það yljar örugglega mörgum Hofsósingnum um
hjartaræturnar þegar bláu bekkirnir eru settir
upp í brekkunni sem liggur niður í gamla
þorpskjarnann og á malarkambinum neðan við
gömlu byggðina því bekkirnir eru ákveðið tákn
þess að nú sé vorið komið. Eflaust koma bekkirnir
mörgum aðkomumanninum til að reka upp stór
augu því áberandi gylltir krossar prýða þá enda er
hér um að ræða gömlu kirkjubekkina úr
Hofsósskirkju.
Það var fyrir nokkrum árum að sóknarnefnd
Hofsósskirkju ákvað að bjóða gömlu bekkina úr
kirkjunni til sölu eftir að þeir höfði staðið ónotaðir í
geymslu í nokkur ár. Meðal þeirra sem festu sér
bekki voru hjónin Björgvin Guðmundsson og
Margrét Pétursdóttir og Steinn Guðmundsson og
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir en faðir þeirra bræðra
var einn þeirra sem sáu um smíði bekkjanna á sínum
tíma. Bekkjunum komu þau svo fyrir á áðurgreindum
stöðum þar sem vegfarendur geta tyllt sér og notið
náttúrunnar. Á bekkjunum eru skilti sem tilgreina
hverjir fóstri þá og er þeim sem leið eiga um boðið að
fá sér sæti á kirkjubekknum. Á haustin fara svo
bekkirnir í geymslu og fá aðhlynningu áður en þeir
eru settir aftur út að vori, tilbúnir að gleðja augað og
veita ánægjustundir. /FE
Kirkjubekkirnir á Hofsósi
Bláu bekkirnir boða vor
www.skagafjordur.is
Sumaropnun frá 1. júní – 25. ágúst
Mánudagar kl. 15:00-21:00
Miðvikudagar kl. 15:00-21:00
Fimmtudagar kl. 15:00-21:00
Föstudagar kl. 15:00-21:00
Laugardagar kl. 12:00-17:00
Sunnudagar kl. 12:00-17:00
Vetraropnun frá 26. ágúst – 30. maí
Þriðjudagar kl. 18:00-20:30
Föstudaga kl. 19:30-22:00
Laugardaga kl. 13:00-16:00
Sundlaugin á Sólgörðum
– Rekstraraðili óskast
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir aðila
til að reka Sundlaugina á Sólgörðum í Fljótum
frá 22. júní 2020 til 31. desember 2023.
Rekstraraðili skal skv. nánara samkomulagi annast alla umsjón og ábyrgð á starfsemi
sundlaugarinnar, þ.m.t. allt starfsmannahald, baðvörslu, afgreiðslu, þrif, auglýsingar, innkaup á
rekstrarvörum, t.d. hreinlætisvörum eins og klór og annað sem rekstrinum tengist.
Rekstraraðili skal ábyrgjast að starfsmenn er annast sundlaugarvörslu hafi lokið námskeiðinu
Skyndihjálp og björgun fyrir starfsfólk sundstaða. Æskilegt er að starfsmenn hafi náð 20 ára
aldri og geti uppfyllt skilyrði um reglur og öryggi á sundstöðum.
Rekstraraðili skuldbindur sig til að hafa Sundlaugina á Sólgörðum
opna fyrir almenningi að lágmarki sem hér segir:
Rekstraraðili skuldbindur sig til að fylgja gildandi gjaldskrá
Sveitarfélagsins Skagafjarðar hverju sinni hvað gjaldtöku
fyrir afnot almennings að sundlauginni varðar.
Umsóknum um „Rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum“ skal skila
fyrir miðvikudaginn 3. júní nk. á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar,
Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkrókur eða á netfangið
skagafjordur@skagafjordur.is.
Umsóknum skal fylgja greinargerð um áform og mögulegt rekstrarfyrirkomulag sem
og samantekt um umsækjanda, m.a. fyrri störf, reynslu af rekstri og starfsmannahaldi.
Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Gröndal frístundastjóri í síma
455-6000 eða á netfangið valdi@skagafjordur.is.
Sveitarfélagið Skagafjörður áskilur sér rétt til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Bræðurnir á bekknum í brekkunni.
Bekkirnir eru bæjarprýði.
Bræðurnir Steinn og Björgvin Guðmundssynir sitja hér saman á kirkjubekknum sem stendur á malarkambinum. Myndir: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir