Feykir


Feykir - 20.05.2020, Blaðsíða 4

Feykir - 20.05.2020, Blaðsíða 4
Ákvað að byrja að prjóna þegar von væri á ömmugulli suma til að sitja við sauma- og prjónaskap. Mér gekk ekkert of vel að hekla og prjóna því ég prjónaði og heklaði of fast, nánast hnýtti garnið, þannig að móðir mín hjálpaði mér með stykkin, mig minnir að hún hafi til dæmis rakið hekluðu pottaleppana upp þar sem ég komst ekkert áfram með þá og svo heklað þá að mestu leyti. En hún mamma, Halla Sigríður Rögnvaldsdóttir hárgreiðslumeistari, er mikil hannyrðakona, það leikur allt í höndunum á henni og það eru ófá stykkin sem við afkomendur hennar eigum eftir hana. Eins var amma mín, Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir (1928-2019), snillingur í höndunum og svo langamma mín, Hólmfríður Helgadóttir saumakona (1900-2000). Síðust en ekki síst var Sigga amma (1907-1985), eða Sigga Garðars eins og hún var kölluð. Hún var saumakona og seldi föt í versluninni Garðarshólma sem hún rak með Garðari afa í Kirkjuklaufinni. Eftir að hafa lært grunn- aðferðirnar í prjóni og hekli hjá Bíbí gerði ég lítið sem ekkert í höndunum fyrir utan peysu sem ég prjónaði á litlu systur mína hana Sigríði Ingibjörgu þegar hún var þriggja eða fjögurra ára gömul. Peysan var bara vel heppnuð, með ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) frida@feykir.is Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir frá Sauðárkróki Dóra Ingibjörg með ömmubarnið, Viktoríu Rún. MYNDIR ÚR EINKASAFNI. Það er brottfluttur Sauð- krækingur, Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir, sem segir lesendum frá því sem hún hefur verið að gera í höndunum í handavinnu- þættinum að þessu sinni. Þrátt fyrir að Dóra sé komin af miklum hannyrðakonum segist hún lítið hafa fengist við handavinnu lengi vel en fréttir af tilvonandi ömmubarni urðu til þess að hún tók upp þráðinn á ný og hefur verið býsna afkastamikil síðustu mánuð- ina. Gefum Dóru orðið. Ég var svo heppin að fá kennslu í hannyrðum hjá henni Friðbjörgu Vilhjálms- dóttur, eða Bíbí eins og hún er kölluð. Við lærðum meðal annars að hekla, prjóna, sauma út og vélsaum. Eitt af fyrstu stykkjunum sem við gerðum hjá Bíbí voru handavinnupokar, mjög skemmtilegt að gera þá og dýrmætt að eiga þá í dag. Í dag nota ég pokann fyrir þvottaklemmur. Ég fann alltaf svolítið til með þeim kennurum sem völdust til að kenna okkur krökkunum í árgangi 1972 því annað eins samansafn af snillingum (villingum) hefur ekki verið saman í bekk fyrr né síðar! Sérstaklega hlýtur að hafa verið erfitt fyrir Bíbí að fá Peysa á Emmu, stóru systur nýja barnabarnssins. Hnýtt blómahengi. mynsturbekk og allt. Svo fékkst ég ekkert við handavinnu næstu 30 árin. Ég hugsaði oft hvað það væri nú leiðinlegt að ég, með allar þessar flottu handverkskonur á undan mér, væri ekki að nýta mér kunnáttu þeirra og leikni til að fá leiðbeiningar til upprifjunar í prjóni og hekli. Ég var búin að segja það margoft (eftir að hafa verið spurð ótal sinnum) að ég myndi byrja að prjóna þegar von væri á ömmugulli. Þegar ég fékk svo fréttirnar síðasta sumar að von væri á barnabarni var ég þegar byrjuð að gera prjónaprufur. Dóra amma mín lést á Dvalarheimilinu í byrjun júní í fyrra og mér fannst við hæfi að byrja að prjóna á meðan ég sat hjá henni þegar hún lá banaleguna. Þar sem ég bý á höfuð- borgarsvæðinu var ekki hægt að skjótast til mömmu til að fá leiðbeiningar svo ég skráði mig á prjónanámskeið og prjónaði fyrsta stykkið mitt eftir öll þessi ár, það var peysa handa stóru systur nýja barnabarnsins. Eftir það hef ég prjónað fleiri peysur, til dæmis á barnabarn sem býr á Akureyri, og eins peysu á yngri dóttur mína. Eftir að ég var byrjuð að prjóna langaði mig líka til þess að rifja upp heklið og dreif mig á námskeið. Ég byrjaði á því að hekla tvö ungbarnateppi handa þá ófæddu barninu. Ég er svo byrjuð á teppi handa stóru systur. Einnig er ég að dunda mér við að hekla kúruteppi með kanínu (Amigurumi), búin að hekla slefsmekk og snudduband. Mér finnst mjög skemmtilegt að hekla, það er einhvern veginn auðveldara svona á meðan maður er byrjandi í þessu öllu. Ég er ekki enn farin að reyna að hekla dúka en það kemur kannski að því. Ég rifjaði einnig upp Macrame hnýtingar sem ég hafði lært af mömmu þegar ég var mjög ung og er búin að hnýta nokkur stykki. Ég er með nokkur verk- efni í gangi núna, fyrrnefnt heklteppi, prjónaða ung- barnasamfellu, peysu á eldri dótturina og ein- hyrningapeysu sem pöntuð var af ömmustelpunni á Akureyri og svo eru peysur á strákana mína í vinnslu og peysur á önnur barnabörn eru á teikniborðinu, barnabörnin eru orðin alls átta svo ég mun hafa nóg að gera. Ég vil tilnefna frænku mína hana Regínu Jónu Gunnars- dóttur til þess að sýna ykkur handverkið sitt. Heklaður slefsmekkur og snudduband. Prjónuð húfa. Handavinnupokinn (nú klemmupoki) frá því í barnaskóla. Ungbarnasamfella á prjónunum Viktoría Rún með teppið sitt. 4 20/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.