Feykir - 20.05.2020, Blaðsíða 5
Hentum KR út
úr Bikarkeppninni
Gísli Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Tengils og oddviti
sjálfstæðismanna í Svf. Skagafirði,
átti glæstan feril í marki Tindastóls
á árum áður með viðkomu á
Skaganum með ÍA árið 1990. Þá er
Gísli skráður í Neista Hofsósi árið
1999 til 2001 en ferilinn endaði
kappinn í hinu goðsagnakennda
liði Drangeyjar á Sauðárkróki
2017.
Arsenal er uppáhaldslið Gísla í
enska boltanum, einfaldlega vegna
þess að Arsenal spilar fallegasta
boltann, „… þó að það sé ekki alltaf
til árangurs, er svo mikill fagurkeri
á allt!“ Gísli svarar hér spurningum
í Liðinu mínu í Feyki þó svo að
Covidástandið hafi brenglað ensku
deildina heilmikið en eins og flestir
vita hafa engir leikir farið fram í
langan tíma og ekki búið að klára
deildina enn.
Hvernig spáir þú gengi liðsins á
tímabilinu? -Alveg ljóst að árangur
er enginn eins og stefnir í hjá
flestum liðum vegna COVID-19.
Ertu sáttur við stöðu liðsins í
dag? -Já og nei.
Hefur þú einhvern tímann lent í
deilum vegna aðdáunar þinnar
á umræddu liði? -Ekki mikið. Það
hefur enginn getað mótmælt því að
Arsenal spilar flottan fótbolta.
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn
fyrr og síðar? -Það hlýtur að vera
markmaður og þá David Seaman.
Hann var þekktur fyrir síða taglið
og afar þykkt yfirvaraskegg.
Hefur þú farið á leik með liðinu
þínu? -Já nokkrum sinnum og
ógleymanlega ferð þegar við
unnum Manchester United og ég
var með Marteini Jóns í herbergi.
Það var ekki leiðinlegt!
Áttu einhvern hlut sem tengist
liðinu? -Forláta kaffikönnu sem ég
nota í vinnunni.
Hvernig gengur að ala aðra
fjölskyldumeðlimi upp í
stuðningi við liðið? -Nokkuð vel.
Tvö af þremur, og er að vinna í
afabörnunum.
Hefur þú einhvern tímann skipt
um uppáhalds félag? -Gleymdu
því!
Uppáhalds málsháttur? -Lífa lífinu
lifandi, ef það er málsháttur.
Einhver góð saga úr boltanum?
-Vá, þær eru margar en flestar
ekki birtingahæfar. En ein frá því í
„gamla“ daga þegar Bjarni Jó. var
að þjálfa Tindastól og við hentum
t.d. KR út úr Bikarkeppninni
og komumst í átta liða úrslit.
Guðbrandur Guðbrandsson, hinn
eini sanni, gerði samning við
dyggan stuðningsmann um að
hann fengi Whisky flösku fyrir hvern
leik sem hann skoraði í en hann
yrði að klára flöskuna áður en
hann fengi þá næstu. Eins og áður
sagði þá gekk vel þetta tímabilið
og Guðbrandur skoraði og skoraði
þannig að við þurfum nokkrir, ég,
Eyjólfur Sverris og Sverrir Sverris,
að taka að okkar að hjálpa
Guðbrandi við að klára flöskuna.
Hvað gerir maður ekki fyrir vini
sína? Þetta var oftast gert á
fimmtudagskvöldum og alltaf stóð
stuðningsmaðurinn við sitt þegar
Guðbrandur skoraði. Hef ekki verið
mikið fyrir Whisky síðan.
Einhver góður hrekkur sem þú
hefur framkvæmt? -Var voða lítið í
því að hrekkja, lét aðra um það.
Spurning frá Fannari Frey: -Er
þjálfaramappan týnd? Á ekki að
dusta rykið af henni og koma
Tindastól í fremstu röð?
Svar: Ef ekkert fer að breytast hjá
Tindastól þá er ljóst að dusta þarf
rykið af þjálfaramöppunni – Djók,
minn tími er búinn.
Hvern myndir þú vilja sjá svara
þessum spurningum? -Er ekki
best að halda þessu í fjölskyldunni
og Arsenal mönnum og þá hjá
Jóhanni Daða.
Hvaða spurningu viltu lauma að
viðkomandi? -Hvenær ætlar þú
að verða góður í fótbolta eins og
pabbi þinn?
Mynd tekin 2017 þegar þeir feðgar, Gísli og Jóhann Daði, spiluðu leik með Drangey í 4 deild. AÐSEND MYND
( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is
Gísli Sigurðsson / Arsenal
AÐSENT | Halla Signý Kristjánsdóttir
Varnir, vernd og viðspyrna er
yfirskrift á aðgerðaáætlun
stjórnvalda við þeirri stöðu
sem við stöndum frammi fyrir.
Það er mikilvægt hverju
samfélagi að halda uppi þéttu
og fjölbreyttu atvinnulífi. Það
er svo sannlega tími til að
virkja þann mikla mannauð
sem býr í landsmönnum. Við
höfum allt til staðar, viljann,
mannauðinn og tæknina.
Samgöngur fara batnandi og
með allt þetta að vopni náum
við viðspyrnu um allt land.
Við erum að stefna inn í þyngra
efnahagsástand með tilheyrandi
uppsögnum og samdrætti á
mörgum sviðum vegna
COVID-19. Þá hefst slagurinn
um að verja störfin. Verja og
halda þeim opinberu störfum
sem nú þegar eru á lands-
byggðinni. Þar þurfa allir að
leggjast á eitt. Það hefur því
miður verið raunin að fyrir eitt
starf sem glatast tekur það tíu
ár að fá annað til baka. Það
getur líka verið hluti af
hagræðingu að verja þau störf
sem fyrir eru og hluti af
viðspyrnunni að leggja enn
meiri áherslu á að skilgreina
störf án staðsetningar og dreifa
þeim sem best.
Störf án staðsetningar
Opinber störf á vegum ríkisins
eru rúm 20.000. Þá eru ekki
meðtalin þau störf sem eru á
vegum sveitarfélaga. Hér á landi
er skipting opinberra útgjalda
milli ríkis og sveitarfélaga
70/30. Það er því ljóst að
staðsetning ríkisstarfa skiptir
miklu máli og ætti það að vera
forgangsmál stjórnvalda að
dreifa þeim sem mest um
landið. Í stjórnarsáttmála
núverandi ríkisstjórnar er að
finna áherslu hennar um að
skilgreina störf og auglýsa þau
án staðsetningar eins og kostur
er. Auk þess styður samþykkt
byggðaáætlun við þetta
markmið. Með aukinni
samskiptatækni, háhraða-
fjarskiptatengingum um allt
land ásamt greiðum
samgöngum er nú hægt að
dreifa opinberum störfum sem
aldrei fyrr. Þeir tímar sem við
höfum gengið í gegnum á
undanförnum vikum hafa sýnt
að fjarvinna er ekki bara
draumsýn, heldur raun-
verulegur möguleiki. Störf án
staðsetningar geta verið jafn vel
unnin í Ármúla í Reykjavík og á
Hólmavík.
Halla Signý Kristjánsdóttir
þingmaður NV kjördæmis
Opinber störf á
landsbyggðinni
Hafðu samband!
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is
20/2020 5