Feykir - 20.05.2020, Blaðsíða 2
Nýlega las ég tvær bækur sem áttu það sameiginlegt að
vera spennusögur eftir íslenskar skáldkonur. Báðar voru
þetta ágætis sögur, vel skrifaðar,
spennandi og héldu mér vel við
efnið. En þótt ég væri að flestu
leyti mjög ánægð með þessar
sögur lét ég sama hlutinn pirra
mig í þeim báðum. Það var
„gamla konan“.
Í annarri sögunni fer lögreglan í
heimsókn til „gömlu konunnar“
sem er móðursystir líksins í
sögunni en það er fætt árið 1983.
Í sögunni kemur fram að móðursystirin er á sama aldri og
móðirin en hún hafði átt barn sitt frekar ung. Það segir
mér að „gamla konan“ sé ekki mikið eldri en sextug. Mig
minnir að inni hjá henni hafi verið gamalmennalykt, í það
minnsta bauð hún upp á voða gamaldags kaffibrauð!
Í hinni sögunni segir frá konu sem misst hefur son sinn.
Þó hvergi komi nákvæmlega fram hvað konan sé gömul né
hvað sonurinn var gamall þegar hann dó eða hve langt sé
síðan það gerðist fór ég ósjálfrátt að reikna út hvað konan
væri hugsanlega gömul. (Þó var ég ekki búin að lesa hina
söguna þá svo hún hafði ekki áhrif á þessa reikniáráttu
mína.) Ég komst að því að konan væri trúlega ekki eldri en
sextug, jafnvel yngri. Samt sem áður var hún svo agalega
gömul, bæði í orði og háttum og afskaplega þreytt og slitin
og mæðuleg.
Nú veit ég að í augum barna er sextugt fólk voða gamalt.
Skáldkonurnar tvær eru þó engir unglingar, önnur
rúmlega þrítug og hin að nálgast fimmtugt (og því rétt að
verða gömul kona!). En ég hélt samt að fólk þyrfti að vera
orðið örlítið eldra en sextugt til þess að rætt sé beinlínis
um það sem „gamla fólkið“. Vissulega er aldur afstæður,
árafjöldinn segir ekki allt og jafngamalt fólk er misellilegt
jafnt í útliti sem anda. En eftir því sem við eldumst
þurrkast aldursmunurinn út, við þroskumst og hættum að
horfa á fólk út frá árafjöldanum sem það hefur lifað.
En kannski er ástæðan fyrir þessum létta pirringi mínum
sú að ég nálgast óðfluga umræddan aldur og vil auðvitað
alls ekki viðurkenna að ég sé neitt svo voðalega gömul.
Fríða Eyjólfsdóttir
blaðamaður
LEIÐARI
Hvenær er kona gömul?
Ekki var ofveiðinni fyrir að fara í síðustu
viku en aðeins var landað 53.538 kílóum í
höfnum á Norðurlandi vestra þá vikuna. Á
Sauðárkróki lönduðu eingöngu
handfærabátar sem voru samanlagt með rétt
rúm 15 tonn og rúmum 38 tonnum var
landað á Skagaströnd. Hvorki barst afli á
land á Hofsósi né á Hvammstanga. /FE
Aflatölur 10. – 16. maí 2020 á Norðurlandi vestra
Lítil veiði í vikunni sem leið
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SAUÐÁRKRÓKUR
Badda SK 113 Handfæri 437
Blíðfari HU 52 Handfæri 456
Gammur II SK 120 Handfæri 834
Gjávík SK 20 Handfæri 2.056
Hafey SK 10 Handfæri 1.946
Hafsól SK 96 Handfæri 566
Kópur HU 118 Handfæri 284
Kristín SK 77 Handfæri 1.976
Loftur HU 717 Handfæri 443
Skvetta SK 7 Handfæri 999
Steini G SK 14 Handfæri 1.989
Vinur SK 22 Handfæri 2.335
Ösp SK 135 Handfæri 774
Alls á Sauðárkróki 15.095
SKAGASTRÖND
Alda HU 112 Handfæri 2.381
Blíðfari HU 52 Handfæri 1.402
Bogga í Vík Hu 6 Handfæri 626
Bragi Magg HU 70 Handfæri 810
Geiri HU 69 Handfæri 1.367
Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 1.454
Hafdís HU 85 Línutrekt 1.187
Hafrún HU 12 Dragnót 2.356
Hjalti HU 313 Handfæri 1.573
Hjördís HU 16 Handfæri 88
Hrund HU 15 Handfæri 2.094
Húni HU 62 Handfæri 819
Indriði Kristins BA 751 Lína 12.743
Kópur HU 118 Handfæri 743
Loftur HU 717 Handfæri 1.514
Onni HU 36 Dragnót 3.955
Sæunn HU 30 Handfæri 989
Viktor Sig HU 66 Handfæri 997
Víðir EA 423 Handfæri 1.345
Alls á Skagaströnd 38.443
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Auglýsingastjóri:
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Austur Húnavatnssýsla
Bíll eyðilagðist í eldi
Eldur kviknaði í bíl á Svínvetningabraut rétt við
bæinn Kagaðarhól sl. sunnudag. Lögregla og
slökkvilið fengu tilkynningu um eld í tengi-
tvinnbíl um klukkan hálf þrjú og var mikill
eldur og reykur í bílnum. Enginn slasaðist í
eldinum.
Húni.is greinir frá því að Ingvar Sigurðsson,
slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Austur-
Húnvetninga hafi sagt í samtali við Ríkisútvarpið
að bíllinn hafi verið alelda frá upphafi og út frá
honum barst eldur í sinu. Annar bíll hafi verið
upp við þann sem kviknaði í en honum var
forðað áður en eldurinn náði í hann. /PF
Örsláturhús að veruleika
Tilraunir með heimaslátrun í haust
Hópur áhugafólks um
lögleiðingu örsláturhúsa á
Íslandi átti fund með Kristjáni
Þór Júlíussyni, landbúnaða-
rráðherra, og starfsfólki
ráðuneytisins á dögunum þar
sem fram kom vilji hins
opinbera til að koma að
tilraunaverkefni heima-
slátrunar í haust.
Fram kemur á Facebook-
síðunni Við Styðjum Örslátur-
hús að fundurinn hafi verið
mjög fínn en endanlegt
skipulag liggur enn ekki fyrir.
„Við höfum lagt áherslu á að
sem flestir geti verið með og að
ekki séu gerðar stífar kröfur um
aðstöðu. Markmiðið er fyrst og
fremst að kanna hvort gæði
kjötsins séu ásættanleg og nýta
reynsluna til að aðlaga
regluverk varðandi heima-
slátrun þannig að bændur geti
selt beint til neytenda og þannig
aukið verðmætasköpun sína.
Kjöt af lömbum í tilrauna-
verkefninu verður ekki selt og
einungis miðað við að slátra
fáum lömbum hjá hverjum
bónda, með aðstoð vanra
slátrara ef óskað er eftir,“ skrifar
Þröstur Erlingsson, bóndi í
Birkihlíð í Skagafirði.
Í samtali við Feyki segir
Þröstur landbúnaðarráð-
herrann sjálfan vera áhuga-
saman um verkefnið og styðji
það heilshugar. Hann hvetur þá
bændur sem vilja taka þátt í
verkefninu að hafa samband
við sig á netfangið raggalara@
gmail.com, Guðnýju í
Breiðdalsbita gudnyhardar@
gmail.com eða Matthías í
Húsavík á Ströndum husavik@
simnet.is og láta vita af áhuga.
„Við gerum svo ráð fyrir því að
láta formlega vita af fyrir-
komulagi laust fyrir mánaða-
mót og þá geti bændur nýtt
fyrstu daga júní til að íhuga
frekar hvort þeir vilji taka þátt í
tilraunaverkefninu.“ /PF
Frá umdeildri heimaslátrun í Birkihlíð
haustið 2018. MYND: MATÍS.IS
Mikill eldur og reykur var í bílnum sem var tveggja ára
Mitsubishi Outlander. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
2 20/2020