Feykir


Feykir - 03.06.2020, Blaðsíða 2

Feykir - 03.06.2020, Blaðsíða 2
Það er sjómannadagur og lítill gutti arkar eftirvæntingafullur, að honum finnst óravegu frá Hólaveginum og út á Eyri, til að taka þátt í sjómannadeginum á Sauðárkróki. Þetta er fyrir þann tíma er öllum var skóflað upp í togara í sjómannadagssiglinguna og vandinn var að velja í hvaða bát ætti að fara. Sá vandi var svo sem ekki stór hjá mér því ég þekkti örlítið til eins bátsins, Sóleyjar SK 8, þar sem Stebbi Páls, pabbi besta vinar míns réði ríkjum. Eins og Magnús Jónsson segir í skemmtilegu viðtali í Feyki vikunnar var þetta hátíðleg stund þar sem sjómenn og landkrabbar skemmtu sér saman, fyrst í siglingu fyrir utan höfnina og svo í hefðbundnum leikjum á eftir. Mest þótti mér skemmtilegast að sjá menn detta í sjóinn í reiptoginu, ekki síst ef þeir voru sjáanlega hreifir af víni, og að sjálfsögðu var farið í fjöruna og reynt að bleyta sig aðeins. Mér fannst það alla vega tilheyra að koma ekki þurr heim. Einhverjar breytingar voru svo gerðar á fram- kvæmdinni á Króknum því hátíðahöldin færðust um tíma inn í bæ. Reipi strengt bakka á milli í sundlauginni og þar tókust hinir hraustustu sjómenn á og drógu andstæðinga sína út í laugina. Man ekki hvort það var í sama skiptið en á íþróttavellinum reyndu sjómenn með sér í pokahlaupi, netabætingu og að reka nagla í spýtur. Það var ekki eins gaman. Vantaði nándina og það að fá að taka þátt. Nú er sjómannadagurinn framundan en því miður með þeim Covid-hætti sem við þekkjum eftir veturinn, lítið eða ekkert um að vera. Það er ekki gaman en þannig er ástandið, allir eru almannavarnir og passa að veiran nái sér ekki á strik á ný. Það er ávinningurinn sem við viljum, að lífið komist í samt lag á ný. Það er ekki sjálfgefið. Gerum sjómannadaginn eftirminnilegan að ári. Kæru sjómenn nær og fjær, til hamingju með sjó- mannadaginn, næsta sunnudag. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Til hamingju sjómenn Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Átta ný störf verða til á Sauðárkróki Átak á sviði brunamála Síðastliðinn fimmtudag var haldinn kynningarfundur í höfuðstöðvum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) við Ártorg 1 á Sauðárkróki þar sem kynntar voru fyrirhugaðar breytingar á bruna- og eiturefnavörnum á Íslandi. Þar með munu bætast við um átta ný stöðugildi á sviði bruna- eftirlits og brunavarna hjá HMS á Sauðárkróki. „Við getum ekki komið í veg fyrir allt brunatjón en við getum fækkað tilfellum og stuðlað að því að þau verði ekki of dýru verði keypt fyrir samfélagið allt. Við viljum, og eigum, að stórefla brunavarnir. Einn liður í því er að fjölga þeim sem að sinna eftirliti með að lögum og reglum sé framfylgt á öllum stigum, allt frá byggingum mannvirkja til þjálfunar slökkviliða, rann- sókna á orsökum og fræðslu til almennings. Það hyggjumst við gera með eflingu bruna- varna sem heyra undir hina nýju og öflugu stofnun sem við erum í hér í dag í Húsnæðis- og mannvirkja-stofnun,“ sagði Ásmundur Einar í ávarpi sínu á fundinum. Hann sagðist vonast til þess að í þessari viku yrði auglýst störf í starfsstöð HMS á Sauðárkróki sem lúta bæði að almennum eftirlitsstörfum og stjórnendastöðum. „Það mun þurfa fólk með háskóla- menntun, verkfræðimenntun og annað sem þarf til þess að halda utan um þessa nýju starfsstöð og þau verkefni, sem við erum að fara að hefja saman sem samfélag, að hefja átak í brunavörnum á næstu árum,“ sagði Ásmundur. /PF Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti breytingar sem fyrirhugaðar eru hjá HMS. MYND: PF Nánari upplýsingar á www.fnv.is eða í síma 455 8000 Brautskráning og skólaslit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verða föstudaginn 5. júní kl. 13:00 í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Vegna fjöldatakmarkana á samkomur er aðeins hægt að bjóða tveimur aðstandendum með hverjum brautskráningarnema. Hlekkur á streymi frá athöfninni verður birtur á heimasíðu skólans www.fnv.is. Skólameistari Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra KK restaurant hlaut viðurkenningu Icelandic Lamb Award of Excellence Veitingastaðurinn KK restaurant (Kaffi Krókur) á Sauðárkróki fékk Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningu sl. fimmtudag við hátíðlega athöfn, en það er markaðsstofan Icelandic Lamb sem dómnefnd þótti það ánægjulegt að heiðra þetta metnaðarfulla veitingahús í miðju héraði lambakjöts-framleiðslu á Íslandi og var því sérstaklega fagnað að hráefnin séu sótt heim í hérað og notkun upprunamerkinga á matseðli metnaðarfull. Eliza Reid, forsetafrú, ávarpaði samkomuna og veitti viðurkenningarnar, sem í ár var skipt í þrjá flokka en með þeirri skiptingu var tryggt að flóra íslenskra veitingahúsa endurspeglist í hópi viður-kenningahafa. Flokkarnir þrír voru Sælkeraveitingastaðir (fine dining), Bistro og Götumatur (casual dining). Í ár sátu Sæmundur Kristjáns-son, Guðbjörg Gissurardóttir og Pétur Stefán Ingi Svansson, matreiðslumaður, og Tómas Árdal, eigandi KK restaurant, taka við viðurkenningu úr höndum Péturs Sæmundssonar, fulltrúa dómnefndar og frú Elizu Reid forsetafrúar. AÐSEND MYND Snæbjörnsson í dómnefnd, en hún lagði mat á markaðs- og kynningarefni staðanna, þátttöku þeirra í samstarfsverkefninu, nálgun þeirra að lambakjöti, og hráefnaval. /PF Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 2 22/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.