Feykir


Feykir - 03.06.2020, Blaðsíða 11

Feykir - 03.06.2020, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Finna skal karlmannsnafn úr hverri línu. Svör neðst á síðunni. Ótrúlegt en kannski satt... Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að því 5% fólks og er algengari hjá konum en körlum, eftir því sem fram kemur á Vísindavefnum. Verkjaköstin byrja yfirleitt í æsku eða á yngri árum og sjaldan eftir 35 ára aldur. Ótrúlegt, en kannski satt, þá jókst mígreni um 60% í Bandaríkjunum árið 1980. Helgi Sæmundur Guðmundsson og Kolfinna Kristínardóttir á Sauðárkróki eru matgæðingar þessarar viku. Þau fluttu á Krókinn í fyrra, á heimaslóðir Helga Sæmundar, þar sem hann starfar í 1238 ásamt því að vera í tónlist og framleiðslu á efni fyrir samfélagsmiðla. Kolfinna er í fæðingarorlofi út sumarið en starfaði sem yfirfreyja hjá Wow Air áður en það fór í gjaldþrot og nýtti svo fæðingarorlofið í að klára mastersnám í Hagnýtri menningarmiðlum við Háskóla Íslands. „Við erum miklir matgæðingar og held ég úti instagraminu Eldhúsið, lágkolventa matarblogginu www.icelandketo.com og nýjasta verkefnið var stafræn matarhátíð í Skagafirði, www.matarhatid.com,“ segir Kolfinna. „Okkur finnst ótrúlega gaman að prufa alls konar uppskriftir, þróa þær og gera að okkar. „Hér koma tvær uppskriftir, beikonusultu-smjördeigskoddar og hægeldað lamba tacos. Beikonsultuna geri ég yfirleitt sem pinnamat fyrir partý og slær alltaf í gegn. Lamba tacoið er innblásið af lambavefjunni í Gránu, sem er geggjuð!“ Kolfinna og Helgi Sæmundur matreiða Tilvitnun vikunnar "Frelsi er ekki háð staðsetningu. Það er ástand." - Abdu´l Bahá RÉTTUR 1 Smjördeigs koddar fylltir með trönuberja- beikonsultu og Brie osti 1 pakki af Wewalka smjördeigi 1 Brie ostur 1 egg fersk steinselja til að skreyta með Beikonsulta með trönuberjum: 200 g beikon ½ rauðlaukur 25 g smjör 50 g púðursykur 1 msk. hlynsýróp 2 msk. sterkt (soðið) kaffi 60 g þurrkuð trönuber Aðferð: Skerið beikonið mjög smátt og steikið á pönnu, þegar það er byrjað að brúnast er smátt söxuðum rauðlauk bætt út í og hitinn lækkaður. Látið laukinn og beikonið malla þangað til það er orðið brúnt og mjúkt (beikonið á ekki að verða stökkt). Bætið púðursykrinum, smjörinu, sýrópinu og kaffinu út í, passið að hafa hitann ennþá lágan svo sykurinn brenni ekki. Látið malla á mjög lágum hita í um 30 mínútur, hrærið og bætið svo þurrkuðum trönuberjum við. Feykir spyr... Hvernig ætlar þú að halda upp á sjó- mannadaginn í ár? Spurt á Facebook UMSJÓN : SHV „Maður fer sennilega á hótel og fær sér eitthvað sérstaklega gott að borða.“ Ingi Björgvin Kristjánsson „Ætli ég verði ekki bara að vinna eins og vanalega.“ Viggó Jónsson „Ég ætla að vera heima með flestum afleggjurunum mínum. Þeim fjölgar alltaf stöðugt.“ Snorri Snorrason „Vegna Covid verður dagurinn með breyttu sniði. Ætli við skellum okkur ekki bara í útilegu þetta árið.“ Viktor Guðmundsson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Skellur ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is Beikonusultusmjör- deigskoddar og hægeldað lamba taco Smjördeigið er skorið í jafna ferninga, u.þ.b. 2x2cm. Á annan hvern ferning er sett örlítill biti af Brie ostinum og smá af beikonsultunni (passa að setja ekki of mikið því þá lekur allt út), svo er settur ferningur af deiginu yfir og endunum þrýst saman með fingrunum (ef notaður er gaffall kemur ekki sama fallega áferðin á deigið). Að lokum eru ferningarnir penslaðir með eggi. Bakist í 10 mínútur á 200°C. Tekið út og Brie osti og beikonsultu bætt ofan á hvern „kodda”, sett svo aftur inn í ofn í u.þ.b. 3 mínútur (þangað til osturinn er bráðinn). Að lokum er smá steinselju bætt ofan á hvern kodda. (Auðvitað má svo einfalda þessa uppskrift með því að gera lengju eða hring eða slíkt.) RÉTTUR 2 Hægeldað lamba tacos með vískí sósu Lambabógur sem hefur náð stofuhita er settur í stóran pott og soðnu vatni hellt yfir hann (þannig að hann sé alveg á bólakafi í pottinum), bætið kjötkrafti út í vatnið. Lokið er sett á pottinn og inn í ofn á 50°C í a.m.k. 12 klst. Leyfið kjötinu að kólna alveg áður en það er rifið niður, hægt er að gera það með tveimur göfflum eða í höndunum. Vískí piparsósa: 1½ l lambasoð 5 hvítlauksgeirar 4 msk. púðursykur 2 dl sýróp klípa af smjöri Vískí eftir smekk (mæli með u.þ.b. 1 bolla) salt og pipar Aðferð: Steikið kraminn hvítlauk upp úr olíu þar til hann mýkist. Hellið soðinu út í pottinn og sjóðið niður í um 15-20 mín. Bætið þá restinni af hráefnunum við og sjóðið þar til sósan byrjar að þykkna. Bætið svo rifna kjötinu út í pottinn og leyfið því að blandast vel saman. Berið fram með ferskum plómum, fetaost mulningi (eða gráðost) og fersku salati. Berið fram ofan á litlum hveiti tortillum (ég legg litla skál ofan á tortillur og sker meðfram, fæ u.þ.b. 3 stk. úr einni stórri). Verði ykkur að góðu! Við erum í skemmtilegum matarklúbb og skorum á vinapar okkar, Jón Gest Atlason og Hönnu Maríu Gylfadóttur. Helgi Sæmundur og Kolfinna matgæðingar vikunnar MYND: ÚR EINKASAFNI 22/2020 11 Vísnagáta Hurð að stöfum hrundið er. Hrút minn glapti flæðisker. Grátt lék klaki gróinn völl. Glímulistin brást mér öll.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.