Feykir - 03.06.2020, Blaðsíða 5
Knattspyrna | Mjólkurbikarinn
Það er snilld að fá fótboltann aftur
Þá er tuðrusparkið hafið á ný
og um næstu helgi verður
loks sparkað í bolta í fyrsta
alvöru keppnisleik sumarsins
hér á Norðurlandi vestra. Þá
vill einmitt svo skemmtilega
til að liðin tvö af svæðinu
mætast í 1. umferð Mjólkur-
bikarsins á gervigrasinu á
Króknum. Við erum semsagt
að tala um að lið Tindastóls
tekur á móti sameinuðu liði
Kormáks/Hvatar sunnu-
daginn 7. júní kl. 14:00.
Lið Tindastóls féll sem kunnugt
er úr 2. deildinni niður í þá
þriðju síðastliðið haust eftir
ansi erfitt sumar þar sem fátt
gekk upp. Kormákur/Hvöt fór
alla leið í undanúrslitin í 4.
deildinni, undir stjórn Bjarka
Más Árnasonar sem enn stýrir
K/H skútunni, en urðu að lúta í
gras gegn Hvergerðingum og
spila því enn í 4. deild.
„Það eru allir mjög spenntir!“
sagði James McDonough
þjálfari Tindastóls þegar Feykir
hafði samband við hann. „Við
höfum beðið mjög lengi eftir að
komast af stað og ég held að við
getum öll sagt að það sé snilld
að vera búin að fá fótboltann
aftur! Íslendingar hafa unnið
ótrúlegt starf í baráttunni við
COVID-19 til að gera þetta
mögulegt og mér finnst ég
mjög heppinn að vera hér að
undirbúa liðið fyrir næstu
helgi.
Við eigum von á spennandi
leik. Ég er viss um að
endurkoma knattspyrnunnar á
Íslandi og tækifærið til að hefja
tímabilið gegn nágrönnum
okkar þýði að það verði vel
mætt á völlinn og við munum
vera tilbúnir til að bjóða upp á
hörkuleik. Þjálfari þeirra,
Bjarki Már, vill að lið sitt spili
góðan fótbolta, líkt og ég,
þannig að ég er viss um að
þetta verður frábær leikur á að
horfa,“ segir Jay en ítarlegt og
fróðlegt viðtal við kappann
birtist á Feykir.is í gær.
Jay ásamt Tanner Sica leikmanni Tindastóls á vellinum síðasta haust.
MYND: JÓI SIGMARS
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Við óskum
sjómönnum
til hamingju með daginn
Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut Sími 455 6000 www.skagafjordur.is
Háeyri 1 Sauðárkróki
Sími 455 7930
Vísindagarðar
Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga | Sími 455 9200 www.tengillehf.is
Skagfirðingabraut 29 Sauðárkróki
Sími 453 6666
Kaupfélag Skagfirðinga Hofsósi Sími 455 4692
Sími 528 9000 www.rarik.is
HOFSÓSI
Borgarmýri 1 Sauðárkrókur Sími 453 5433
Eyrarvegi 20 550 Sauðárkróki Sími 455 4500 www.ks.is
www.fmis.is
Hesteyri 1 Sauðárkrókur Sími 453 5923 dogun@dogun.is
Skarðseyri 5 550 Sauðárkróki Sími 455 3000 www.steinull.is
VERKFRÆÐISTOFA
Aðalgötu 21 Sauðárkrókur Sími 453 5050
Hvernig nemandi varstu? Misjafn.
Hvað er eftirminnilegast frá
fermingardeginum? Plötuspilar-
inn sem ég fékk í fermingargjöf frá
mömmu og pabba.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú yrðir stór? Bóndi.
Hvert var uppáhalds leikfangið
þitt þegar þú varst krakki?
Prikhestur.
Besti ilmurinn? Góð sjávarlykt og
lykt af íslensku birki eftir rigningu.
Hvar og hvenær sástu núverandi
maka þinn fyrst? Bifröst.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú
fékkst bílprófið? Led Zeppelin.
Hvernig slakarðu á? Í sveitinni.
Hverju missirðu helst ekki af í
sjónvarpinu? Íþróttum.
Besta bíómyndin? Deer Hunter,
vel leikin og áhrifarík mynd.
Hvaða íþróttamanni hefurðu
mestar mætur á? Michael Jordan.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir
á þínu heimili? Ryksuga.
Hvert er snilldarverkið þitt í eld-
húsinu? Rjúpurnar á jólunum.
Hættulegasta helgarnammið?
Lakkrís.
Hvernig er eggið best? Linsoðið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari þínu? Leti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is
NAFN: Guðmundur Sveinsson.
ÁRGANGUR: 1960.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Giftur Auði Steingrímsdóttur og við eigum
Svein, Önnu Lóu og Svölu.
BÚSETA: Sauðárkrókur.
HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Sonur Sveins Guðmunds-
sonar hrossaræktanda og Ragnhildar G. Óskarsdóttur lista-
konu. Alinn upp á Króknum undir Nöfunum.
STARF / NÁM: Kjötiðnaðarmeistari, hrossaræktandi og sjómaður.
HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Vinna.
Gummi Sveins
fari annarra? Leti.
Uppáhalds málsháttur eða til-
vitnun? Heima er best.
Hver er elsta minningin sem þú
átt? Minningar um hesta.
Þú vaknar einn morgun í líkama
frægrar manneskju og þarft að
dúsa þar einn dag. Hver værirðu
til í að vera og hvað myndirðu
gera? Donald Trump, ég myndi
gera allt vitlaust.
Hvaða þremur persónum vild-
irðu bjóða í draumakvöldverð?
Börnunum mínum, ávísun á
skemmtilegt kvöld.
Ef þú gætir farið til baka í
tímann, hvert færirðu? Ég myndi
eyða einum degi á Furðuströndum
með Jóni Ósmann frænda mínum,
það yrði eflaust forvitnilegur dagur.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél
og réðir hvert hún færi, þá
færirðu... í sólina á Tenerife.
Bucket list spurningin: Nefndu
eitthvað þrennt sem þér finnst
þú mega til að gera áður en
þú gefur upp öndina: Fara á
Old Traffort, NBA leik og fara í
fallhlífarstökk.
Gummi með afastrákinn Hrafnketil. MYND ÚR EINKASAFNI.
6 21/2019
Skólahreysti
Grunnskóli Húnaþings vestra og
Varmahlíðarskóli stóðu sig vel
Ungmenni á Norðurlandi
vestra eru að jafnaði hraust
og því kemur það ekki á óvart
að tveir skólar af svæðinu
hafi staðið sig með prýði í
Skólahreysti þetta árið.
Grunnskóli Húnaþings vestra
varð í 4. sæti og Varmahlíðar-
skóli lenti í 7. sæti. Úrslita-
keppnin fór fram í Laugar-
dalshöll laugardaginn 31. maí
að viðstöddu margmenni er
átta skólar kepptu til úrslita.
Lindaskóli úr Kópavogi varði
titilinn síðan í fyrra, í öðru
sæti varð Heiðarskóli í
Reykjanesbæ og Árbæjarskóli
í því þriðja.
Grunnskólar á Norðurlandi
hafa að jafnaði staðið sig vel í
Skólahreysti. Varmahlíðarskóli
hefur t.a.m. komist ansi oft í
úrslitin og gerðu sér lítið fyrir
og unnu Norðurlandstitilinn í
ár. Eins og fyrr segir lentu þau í
7. sæti í lokakeppninni.
Grunnskóli Húnaþings vestra
lenti í 4. sæti að þessu sinni en
hefur sent lið til keppni á hverju
ári. Á Facebook-síðu Skóla-
hreystis kemur fram að Magnús
Eðvalds sé ofuríþróttakennari
sem sér um að koma
krökkunum í hreystina. Að
þessu sinni mætti dóttir hans til
leiks og má því ætla að hún sé
fædd sama ár og Skólahreysti
hóf göngu sína, eða árið 2005.
Skólahreysti hefur verið í
gangi frá árinu 2005 og var sett
á laggirnar með það að
leiðarljósi að hvetja grunn-
skólabörn til að taka þátt í
alhliða íþróttaupplifun þar sem
keppendur vinna að mestu
með eigin líkama í þrautunum.
Þeir sem vilja kynna sér málið
betur er bent á heimasíðu
keppninnar.
Feykir óskar skólunum og
krökkunum til hamingju með
þennan glæsilega árangur og
bíður spenntur eftir að fylgjast
með krökkunum keppa að ári
liðnu. /SHV
Keppendur Grunnskólans Húnaþings vestra ásamt Magnúsi Eðvalds. Mynd:
Facebooksíða Skólahreysti.
22/2020 5