Feykir - 03.06.2020, Blaðsíða 9
Birta frænka mín skoraði á mig að skrifa smá pistil
og færi ég henni litlar þakkir fyrir. Hún hringdi í mig
fyrir rúmum mánuði síðan þannig að ég hef haft
góðan tíma til að hugsa um hvað ég ætti að skrifa.
En samt skila ég þessum pistli tveim dögum of seint
og veit ekki enn um hvað hann á að vera.
Fram undan er sjómannadagurinn, hátíðisdagur
sjómanna. Sjómenn eru alvöru kappar sem vinna
vinnu sem ég myndi ekki endast lengi í. Að vísu er
ég ekkert sérstakur aðdáandi verka þeirra, nema þá
helst þeirra sem veiða harðfiskinn. Ég er hrifnari af
íslenska lambakjötinu og finnst að bóndadagurinn
ætti að verða sérstakur hátíðisdagur íslenskra bónda.
Já eða bænda. En þrátt fyrir litla hrifningu á fiski þá
óska ég sjómönnum innilega til hamingju með daginn
sinn.
Ég hef ekki tekið virkan þátt í hátíðarhöldum á
sjómannadaginn undanfarin ár fyrir utan eitt ár fyrir
um fimm árum síðan. Þá fórum við nokkrir félagar í
skemmtilega ferð á Skagaströnd og fögnuðum með
heimamönnum. Reyndar vorum við búnir að drekka
talsvert magn af ringulreiðar- og hugrekkisvökva
þannig að ekki þótti ráðlegt að hleypa okkur í sjóinn
en við fengum hins vegar að keppa í reiptogi við
heimamenn. Ég man nú ekki alveg hver vann en ég er
nú eiginlega viss um að það vorum við.
Í lokin skora ég á minn uppáhalds frænda, Tomma
Dan, sem er meistari í að gera stutta sögu langa, að
skrifa næsta pistil.
ÁSKORANDAPENNINN | palli@feykir.is
Sjómenn og bændur
VERKFRÆÐISTOFA
H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð
Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Sveitarfélagið
Skagaströnd
BLÖNDUÓSBÆR
Opnunartími
í sumar:
Frá og með 2. júní verður
opið sem hér segir:
Mánudaga - föstudaga
kl. 09:30 - 21:30
Laugardaga
kl. 10:00 - 19:00
Sunnudaga
kl. 11:00 - 19:00
Hofsósi
Við óskum
sjómönnum
til hamingju með daginn
Birkir Þór Þorbjörnsson Hvammstanga
VÉLAVERKSTÆÐI
LÖGREGLUSTJÓRINN Á
NORÐURLANDI VESTRA
22/2020 9