Feykir


Feykir - 01.07.2020, Qupperneq 8

Feykir - 01.07.2020, Qupperneq 8
Grafarkirkja Helgistund í kvöldblíðu Grafarkirkja á Höfðaströnd er meðal elstu húsa á Íslandi en vitað er að Gísli Þorláksson Hólabiskup (1657-1684) mun hafa látið reisa Grafarkirkju eða a.m.k. gera á henni endurbætur á síðasta fjórðungi 17. aldar. Á vef Þjóðminjasafnsins segir að kirkjan sé að byggingarlagi fornfálegust þeirra íslensku torfkirkna sem varðveist hafa og hafi timburgrind hennar sérstöðu meðal torfkirkna. Grindin er með stafverki og kirkjan er í raun eina varðveitta stafkirkja landsins. Helgistund var í kirkjunni sl. sunnudagskvöld en hefð er fyrir því að messa þar einu sinni á sumri. Um 50 manns mættu til kirkju þar sem sr. Halla Rut Stefánsdóttir þjónaði og faðir hennar, Stefán R. Gísla- son, lék á harmóniku undir almennan safnaðarsöng. Að stundinni lokinni var boðið upp á kaffi og nutu kirkjugestir kvöldsins í veðurblíðunni. /FE Ert þú áskrif- andi? Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 26 TBL 1. júli 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Stórlygarar Þjóðsögur Jóns Árnasonar Jón tófusprengur segir sögur Kútmagarnir Eitt sinn réri ég undan Eyja- fjöllum og var á Raufarfelli. Einn sunnudags-morgun suðum við kútmaga og voru yfrið góðir. Ég vissi að konu minni þóttu heitir kútmagar mesta sælgæti. Þá datt mér í hug að færa henni nokkra upp úr suðunni. Ég tók Rauð minn, setti logandi kútmaga í mal minn og reið af stað. Rauður var ólúinn og fór geyst yfir. Þegar ég kom heim á hlaðið hjá mér í Eystrihrepp greip ég malinn og hljóp inn. Þá heyrði ég að enn kurraði suðan í kútmögunum og höfðu ekki kólnað meira en svo á leiðinni og er þó vegurinn yfir hálfa aðra þingmannaleið. Góður var sá rauði! /PF Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 18 TBL 6. maí 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Steinni n á melnum Eitt sinn var ég fyrirvinna hjá ekkju í Borgarfirði, Það var einn vetur að mikill svell- gaddur var á jörðu. Þá gerði di mviðri svo mikið að eng- u manni var ratandi. Hestar vor úti og var hjá þeim eitt trippi sem ég óttaðist að mundi drepast. Ég réðst út í veðrið og fann hestana. Brá ég bandi um háls trippinu og hélt heimleiðis með það, en vissi ekki hvað ég fór. Eitt sinn kom ég á svellbumbu og ætlaði þar mundi þó vera undir melur. Mér kom til hugar ef ég næði til melsins mundi ég þekkja hann; lagðist ég þá niður og tók að grafa svellið með hendinni. Ég herti mig og klóraði svellið þangað [til] ég kom handleggnum niður upp að öxl; þá fann ég þar hnefastein, tók hann upp og þekkti á hvaða mel hann átti að liggja. Fyrir þetta náði ég heim og varð það mér til lífs og trippinu. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Jón tófusprengur segir sögur Stórlygarar Það var blíðan sl. sunnudag á Norðurlandi vestra og margir notuðu tækifærið og viðruðu sig pínu- lítið. Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson tók sig til og gekk á Tindastól ásamt Ernu konu sinni og hundinum Hrappi en þau fóru upp að Einhyrningi syðri sem er í 795 metra hæð og útsýnið hreint magnað. Róbert og Erna eru bæði vant útivistarfólk en þau lögðu af stað að morgni og voru tvo og hálfan tíma í ferðinni. Leiðin er 6,3 kílómetrar fram og til baka. Róbert segir að leiðin sé vel stikuð. „Færðin var nokkuð góð en eins og oft á þessum tíma er ennþá smá drulla því jarðvegur á smá í land að þorna. Samt ekki það slæmt,“ tjáði Róbert Feyki. Hann var að sjálfsögðu með myndavélina með sér og tók að venju magnaðar myndir á göngunni sem hann gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta. /ÓAB Myndasyrpa frá Róberti Daníel Jónssyni Tjillað á toppi Tindastóls Grásleppuveiðar stöðvaðar Við sjávarsíðuna Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hefur undirritað reglugerð um stöðvun veiða á grásleppu á þessu fiskveiðiári. Ástæðan er að fyrirséð er að veiðarnar muni fljótlega nálgast ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um að heildarafli á þessu fiskveiðiári verði ekki meiri en 4.646 tonn. Frá þessu er greint á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins. Í reglugerðinni kemur fram að grásleppuveiðar verða bannaðar frá og með miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 3. maí sl. Hins vegar verði heimilt að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að 15 daga til þeirra sem stunduðu grásleppuveiðar árin 2018 eða 2019 á Breiðafirði, svæði 2, samkvæmt leyfum sem tóku gildi 20. maí þau ár eða síðar. Er þetta gert til að koma til móts við grásleppu- sjómenn sem stunda munu veiðar á þessu svæði en þær veiðar verða ekki heimilar fyrr en 20. maí nk. „Hafrannsóknastofnun gaf út 4.646 tonna ráðgjöf fyrir veiðar á grásleppu á þessu fiskveiðiári. Með þessari reglugerð er verið að tryggja að veiðarnar verði sem best í samræmi við vísindalega ráðgjöf og það er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi. Ekki síst til að tryggja að þær vottanir sem fyrir liggja tapist ekki,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í frétt á vef ráðuneytisins. /FE H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI!! Afgreiðsla Nýprents verður opin frá kl. 8 -12 í sumar. MYNDIR: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON Við höfnina á Skagaströnd. MYND:FE www.skagafjordur.is Laust starf verkefnastjóra á fjölskyldusviði Fjölskyldusvið óskar eftir að ráða verkefnastjóra. Starfið heyrir beint undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs en viðkomandi mun einnig vinna í nánu samstarfi við sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Helstu verkefni eru: Umsjón með gerð fjárhagsáætlunar (ásamt sviðsstjóra), rekstrareftirlit, fjárhagsgreiningar o.fl. Í starfinu felst einnig umsjón með ýmsum samskiptum, umsóknum, samningum, útreikningum og utanumhaldi á verkefnum, sem og önnur verkefni sem honum eru falin af sviðsstjóra. Leitað er eftir lausnamiðuðum og metnaðarfullum einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun/reynsla af félagsþjónustu eða fræðslumálum er kostur. Viðkomandi þarf að hafa mikla færni í helstu forritum, sérstaklega excel. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna undir álagi og í teymum. Nánari upplýsingar um starfið sem og menntunar- og hæfniskröfur má finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Einnig veitir Herdís Á Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, nánari upplýsingar í síma 455 6000 eða has@skagafjordur.is. Umsóknarfrestur er til og með 19. júlí 2020. Sótt er um starfið í íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá, afrit af prófskírteini ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkoamandi í starfið. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. MYNDIR: VILHJÁLMUR STEINGRÍMSSON MYND: KRISTÍN S. EINARSDÓTTIR

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.