Feykir - 23.09.2020, Blaðsíða 9
Ronaldo besti
leikmaður allra tíma
Luke Rae tekur á móti boltanum og undirbýr árás. MYND: ÓAB
[ ERLENDIR TUÐRUSPARKARAR ] oli@feykir.is
Luke Morgan Conrad Rae / frá Overton á Englandi / leikmaður Tindastóls
Á fótboltavellinum er erfiðast
að skora mörk. Það er
dýrmætt fyrir lið að hafa
leikmann í sínum röðum sem
er snjall að koma boltanum í
mark andstæðinganna.
Tindastóll nældi í einn svona
leikmann í byrjun sumars.
Luke Morgan Conrad Rae, 19
ára strák frá Overton, litlum
bæ á Englandi, hefur verið
iðinn við kolann. Foreldrar
hans eru Sheldon og Michelle
og hann á sjö systkini;
bræðurna Nathan og
McKenzie og systurnar Nicola,
Leoni, Chanel, Alicia og Bailey.
Luke er lipur, teknískur og
áræðinn á fótboltavellinum en
hann getur ýmist spilað stöðu
framherja eða kantmanns.
Hann er markahæstur í 3.
deildinni, búinn að skora 12
mörk í deild og tvö í Mjólkur-
bikarnum. Hann er alltaf
líklegur til að dúkka upp með
mikilvægt mark.
Luke segir að það hafi verið
frábært tækifæri fyrir sig að
koma til Íslands. Í fyrsta lagi til
að bæta möguleika sína á að
verða atvinnumaður í knatt-
spyrnu og í öðru lagi að öðlast
reynslu í lífinu með því að búa í
öðru landi og upplifa öðruvísi
menningu. „Áður en ég kom
hingað var ég að spila fótbolta í
Suðurdeildinni í Englandi sem
er eins konar 7. deild,“ segir Luke.
Hvernig var tími þinn í sóttkví
hér á Íslandi? Vikurnar tvær í
sóttkví voru ekki svo slæmar.
Ég var með tveimur strákum
sem komu hingað á sama tíma
þannig að okkur leiddist
sannarlega ekki. Sérstaklega
vegna þess ég naut þess að
vinna alla FIFA leikina gegn
þeim.
Luke segist hafa vitað af því
með töluverðum fyrirvara að
sá möguleiki væri fyrir hendi
að spila fótbolta með liði
Tindastóls á Íslandi. „En þetta
var skrítinn tími meðan beðið
var eftir staðfestingu. Það var í
raun ekkert 100% ákveðið fyrr
en nokkrum dögum áður en ég
var kominn í flug til Íslands.“
UPPÁHALDS SNAKKIÐ: Ef ég
má nefna drykki þá segi ég
appelsín.
LAG SUMARSINS: Ef ég ætti
að velja uppáhalds íslenskt
lag þá væri það annað hvort
Stjörnurnar eða Flýg.
SKRÍTNASTI MATURINN SEM ÞÚ
HEFUR BRAGÐAÐ Á ÍSLANDI:
Líklega hestur.
UPPÁHALDS FÓTBOLTALIÐIÐ
ÞITT: Borussia Dortmund.
stutta
spilið
Hvað hefur komið mest á óvart
síðan þú komst til Íslands? „Ég
er mest hissa á því hvað allt er
dýrt, hlutir eru að kosta tvöfalt
meira hér en úti í Bretlandi.“
Hvað finnst þér um íslensku 3.
deildina? „Deildin er alveg
ágæt, ég hef stundum haft
gaman að því að spila mikið á
skömmum tíma og sumir
leikirnir hafa verið harðir og
jafnir. Það eru nokkrir leik-
menn sem við höfum spilað
gegn sem hafa sýnt getu til að
spila í efstu deild.“
Hvernig er að vera í Tinda-
stólsliðinu? „Það er fínt að vera
hluti af liðinu. Þetta eru góðir
strákar sem ég er þakklátur
fyrir að hafa kynnst. Um leið
og ég kom hingað tóku þeir vel
á móti mér og mér líður eins og
heima hjá mér – þannig að það
segir mikið um liðið.“
Hver er uppáhalds liðsfélagi
þinn? „Ég myndi ekki segja að
ég eigi uppáhalds liðsfélaga,
leikmennirnir sem ég um-
gengst helst eru Tanner og
Micheal áður en hann fór aftur
til Bretlands. Einnig Hamish
sem er nýlega kominn hingað.
En ég get ekki sagt að ég eigi
einhvern uppáhalds liðsfélaga.“
Hvaða væntingar gerðirðu til
tímans á Íslandi? „Væntingarnar
með veru minni hér voru að
sanna mig þannig að ég fengi
tækifæri til að verða atvinnu-
maður. Það voru nokkur lið
sem sýndu mér áhuga snemma
á tímabilinu – og líka nú nýlega
– en ég hef svarað því að ég
muni vera hér til loka
tímabilsins. Þegar ég kom
hingað sagðist ég ætla að gera
allt sem ég gæti til að hjálpa
strákunum og Tindastólsliðinu
að komast upp um deild.
Markmið mitt áður en ég kom
hingað var að hjálpa liðinu að
komast upp og skora 20+ mörk
í öllum keppnum. Mér finnst
ég skulda strákunum að halda
tryggð við Tindastólsliðið
vegna alls sem þeir hafa gert
síðan ég kom hingað.“
Hvaða leikmaður hefur verið
þín fyrirmynd? „Ég hef alltaf
fengið innblástur frá Cristiano
Ronaldo, sérstaklega þegar
hann var hjá Manchester
United. Vinnusemi og sú mikla
ástundun sem hann leggur í
fótboltann er ótrúleg og það er
ekki bara hann sem knatt-
spyrnumaður heldur hann sem
íþróttamaður og manneskja.
Hann er besti leikmaður allra
tíma! Það þarf ekkert að ræða
það frekar.“
Hvað gerir þú hér á Sauðárkróki
fyrir utan að spila fótbolta? „Ég
vakna vanalega um kl. 7 til að
vera klár í vinnu kl. 8. Ég er
síðan að vinna til klukkan 16:30
og næ svo að hvíla mig í 30
mínútur áður en ég fer á
æfingu. Suma daga getum við
æft í einn og hálfan tíma og
suma daga getum við aðeins
æft í klukkutíma. Fyrir eða eftir
æfiingar þjálfa ég svo stundum
sjálfur í smá tíma. Eftir æfingu
fer ég svo heim og spila Call of
Duty með strákunum og sofna
svo.“
Hvað hefur verið erfiðast við að
vera hér eða er eitthvað fyndið
sem hefur komið fyrir þig? „Ég
myndi ekki segja að það hafi
komið eitthvað tímabil þar sem
mér hefur fundist erfitt að vera
hér. Ég man ekki heldur eftir
neinu sérstöku atviki sem er
fyndið en vanalega koma upp
fyndin atvik þar sem ég er ekki
alveg með á nótunum – eins og
að halda að það væri það hlýtt á
Íslandi að ég þyrfti ekki að hafa
með mér úlpu!“
Viltu vera
memm?
Það er bara gaman
að vera áskrifandi.
36/2020 9