Feykir


Feykir - 23.09.2020, Blaðsíða 4

Feykir - 23.09.2020, Blaðsíða 4
AÐSENT | Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Hringrás sögunnar Í aðdraganda komandi keppnistímabils í Dominos deild karla í körfubolta hafa félagsskipti sterkra leikmanna milli tveggja Reykjavíkurliða verið áberandi. Misjöfn fjárhagsstaða félaganna er víst ástæða þessara félagaskipta. Umræðan verður oft óvægin þegar peningar og íþróttir eru annars vegar og stór orð látin falla. Undanfarin misseri hefur umræðan um körfuboltann á Króknum snúist mikið um það hvernig sterkir leikmenn séu lokkaðir Krókinn. Fólk lætur frá sér misgáfulegar athugasemdir á samfélags- miðlum og hefur greinar- höfundur á vefsíðunni karfan. is skrifað um Tinda$tól í annars skemmtilegum pistlum sín-um. Þessi umfjöllun er ekki ný af nálinni og ekki úr vegi að líta 30 ár aftur í tímann og skoða umfjöllun um öflugt lið Tindastóls keppnistímabilið 1990-91. Fyrir leiktímabilið 1990-91 gerðist körfuknattleiksdeild Tindastóls stórhuga. Til liðsins voru fegnir tveir Tékkó- slóvakar, Ivan Jonas og Milan Rosanik en sá síðarnefndi þjálfaði liðið. En stóru frétt- irnar það haustið var koma Péturs Guðmundssonar á Krókinn eftir að hafa spilað í NBA deildinni. Í liðinu, líkt og undanfarin tvo tímabil, var svo Valur Ingimundarson, einn besti leikmaður úrvals- deildarinnar. Tindastólsliðið hóf keppni í úrvalsdeildinni af krafti og sat á toppnum um jólin þar sem liðið hafði unnið ellefu leiki og aðeins tapað tveimur. Gott gengi Tindastóls virtist fara fyrir brjóstið á mörgum og sú umræða varð hávær í fjölmiðlum að Sauðkrækingar hefðu keypt þennan góða árangur fyrri hluta vetrar. Áður en Twitter og Facebook urðu miðlar fyrir misgáfulegar skoðanir fólks gat almenningur látið gamm- inn geysa í blöðunum. Nokkrar áhugaverðar greinar voru skrifaðar um Tindastól og gott gengi liðsins og verður hér vísað í tvær þeirra. Þá fyrri skrifaði Sigrún Jónsdóttir í Dagblaðið Vísi í október 1990 og segir að Tindastólsliðið væri búið að „kaupa sér titillinn“. Hún tekur fram að fjórir af bestu leikmönnum liðs- ins séu aðkeyptir atvinnumenn og Tindastóll hafi með þessu tekið upp atvinnu- mennsku í körfu- bolta að miklu leyti. Sigrún segir þennan metnað Króksara í körfu- boltanum bitna á andstæðingunum sem ekki geta lengur keppt við Stólana á jafnréttisgrundvelli. Tekur svo Sigrún djúpt í árina í lok greinar sinnar þegar hún lýsir því yfir að ef Tindastóll verði Íslandsmeistarar í lok leiktíðar verði fagnað með blendnum tilfinningum á Króknum með vísun í að titillinn yrði næst- um illa fenginn með þessari atvinnumennsku. Síðari greinin birtist í Morgunblaðinu í lok nóv- ember 1990 þar sem Tómas Tómasson skrifar í Velvakanda og gagnrýnir blaðið fyrir að gera Tindastól og KR hærra undir höfði í umfjöllun sinni. Heldur Tómas því fram að liðin hafi „úr meiri peningum að moða en hinar skotturnar í deildinni...“ Því til stuðnings fullyrðir hann að Pétri Guð- mundssyni séu borgaðar 150 þúsund krónur á meterinn auk þess að liðið sé með tvo útlendinga, en tekur ekki fram að annar þeirra sé þjálfari. Tómas segir ennfremur að gaman væri að sjá Tinda- stólsliðið ef það myndi ein- göngu tefla fram heima- mönnum. Virtust fjölmiðlar mjög áhugasamir um hvernig körfuknattleiksdeild Tinda- stóls væri rekin og hvaðan peningarnir kæmu. Í Íþrótta- blaði Morgunblaðsins var sagt í gamni haustið 1990 að körfuknattleiksdeild Tinda- stóls væri rekin á tveimur tékkum og einum víxli! Ekki verður hér mat lagt á rekstur körfuknattleiksdeild- ar Tindastóls né annarra deilda þá eða nú en hringrás sögunnar er skemmtileg. Ágúst Ingi Ágústsson sagnfræðingur Heimildir. Sigrún Jónsdóttir. ,,Búið að kaupa meistaratitilinn”. Dagblaðið Vísir, 12. október 1990. Tómas Tómasson. ,,KR- Tindastólsdeildin”. Morgunblaðið, 29. nóvember 1990. Það var greinilega þörf á nýjum leiðum til að auka eftirspurn eftir innan- landsflugi og við henni var brugðist. Ekki eru liðnir tíu dagar frá því að Loftbrú, verkefni sem samgöngu- og sveitastjórnarráðherra opnaði og nú hafa nærri 1.000 þúsund manns nýtt sér leiðina. Loftbrú er íslenska orðið yfir skosku leiðina sem Fram- sóknarflokkurinn kynnti fyrir síðustu kosningar og við skiluðum inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fór inn í sam- gönguáætlun við gerð hennar. Málið var síðan samþykkt á Alþingi og nú er orðið að veruleika. Það er mikið fagnaðarefni að okkur hafi tekist að uppfylla þetta loforð að fullu, en Framsókn hefur þurft að hoppa yfir ýmsar hindranir til að ná þessu baráttumáli í gegn. Aukin eftirspurn Markmið verkefnisins er að efla innanlandsflug og stuðla að betri tengingu landsins með uppbyggingu almenn- ingssamgangna. Á lands- byggðinni er oft skortur á aðgengi að mikilvægri þjón- ustu, en þeir sem búsettir eru langt utan höfuðborgarsvæð- isins þurfa oft að ferðast langan veg til að nýta sér þjónustu á höfuðborgarsvæð- inu sem er jafnvel bara í boði þar. Auka þarf aðgengi að þjónustu sem ekki er til staðar í heimabyggð t.a.m. fyrir konur sem eru að fara í sónar- skoðun og það hafa ekki allir aðgengi að tannlæknaþjónustu í heimabyggð svo fátt eitt sé nefnt, nemendur að sækja staðarlotur og fleiri ástæður þarf varla að nefna sem við þekkjum sem ferðumst á milli landshluta. Síðan verður leiðin styttri í leikhús okkar þjóð- arinnar því höfuðborgin er okkar allra, hér er því verið að stuðla að frekari jafnrétti fólks óháð búsetu og mikilvægt byggðarmál. Gert er ráð fyrir undan- tekningum fyrir skilyrði um búsetu á landsbyggðinni. Þær undantekningar gilda fyrir framhaldsskólanema af lands- byggðinni sem fært hefur lögheimili sitt tímabundið á höfuðborgarsvæðið vegna náms og börn sem eru með lögheimili á höfuðborgar- svæðinu en eiga foreldra eða forráðamenn sem hafa búsetu á landsbyggðinni. Unnið er að út- færslu á þessum undanþágum. Loftbrúin er mikilvæg leið til að rétta af þann að- stöðumun þeirra sem búa fjærst höfuðborginni en þurfa og vilja sækja þjónustu og menningu þang- að. Það þarf að lækka flug- fargjöld svo sá ferðamáti verði raunhæfur valkostur sem al- menningssamgöngumáti. Auk þess eflir þetta eftirspurn í flugi og þá er von um að fleiri ferðir verði aftur í boði á þeim leiðum sem eru inni. Umhverfisvænn ferðamáti Það eru nokkrir sem hafa rifið niður þessa hugmynd og bent á súru berin. Ein röddin hefur bent á að það sé verið að ýta undir óvistvænan ferðamáta. Til er félagshagfræðileg grein- ing á innanlandsflugi sem fram kom fyrir nokkrum árum. Þar kom fram að lofts- lagslegur ávinningur af innan- landsflugi gagnvart vegasam- göngum var umtalsverður og samkvæmt samanburði sem unninn var á vegum sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins var losun á hvern farþega í innanlandsflugi álíka mikil eða minni á leiðinni Reykjavík–Akureyri og losun á hvern farþega í meðalfólksbíl, með einum til ríflega tveimur, þetta var miðað við Fokker vélar en nýjar Bombardier- vélar í innanlandsflugi eyða 30% minna eldsneyti. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins AÐSENT | Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Við svífum um loftin blá Ivan Jonas, Milan Rosanik og Pétur Guðmundsson. MYND: ÍÞRÓTTABLAÐ DV MÁNUDAGINN 8. OKTÓBER 1990. 4 36/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.