Feykir


Feykir - 23.09.2020, Blaðsíða 11

Feykir - 23.09.2020, Blaðsíða 11
EFTIRRÉTTUR Oreo ostakaka með vanillubúðingi 1 Royal vanillubúðingur 240 ml mjólk 1 tsk. vanilludropar 300 ml rjómi 1 dós sýrður rjómi 125 g flórsykur 2 pakkar Oreo kex Aðferð: Hellið vanillubúðingnum, mjólk og vanilludropum í skál og hrærið vel og setjið inn í ísskáp í 5-10 mínútur. Flórsykri og sýrðum rjóma hrært saman í annarri skál. Rjóminn þeyttur og öllu blandað saman. Myljið Oreo kexið og setjið helminginn í botninn á mótinu og hellið búðingnum yfir, stráið síðan restinni af kexinu yfir allt. Gott að láta standa í kæli í smá tíma áður en kakan er borin fram. Verði ykkur að góðu! Inga og Jón skora á Rögnu Fanney og Viktor Guðmunds að koma með gómsætar uppskriftir. KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Gangur Sudoku Krossgáta Feykir spyr... Hvað er best við haustið? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Bústaðarhelgi með félögunum er alltaf byrjunin á góðu hausti.“ Stefán Úlfur Árnason Tilvitnun vikunnar Njóttu þess smáa í lífinu því einn daginn þegar þú lítur um öxl áttarðu þig kannski á því að það var það sem skipti mestu máli. - Robert Breault „Það er eitthvað svo mikill sjarmi yfir haustinu og margt sem heillar mig t.d. fallegu haustlitirnir, rökkrið, kertaljós og kósý.“ Guðrún Olga Baldvinsdóttir „Haustlitir og smalamennskur.“ Áskell Heiðar Ásgeirsson „Besta að komast i rútínu með liðið og sjálfan sig.“ Gyða Mjöll Níelsdóttir Waage Einfaldar og þægilegar uppskriftir Þau Inga Skagfjörð Helgadóttir og Jón Gunnar Helgason eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni en þau búa á Sauðárkróki. Inga er fædd og uppalinn á Króknum og vinnur sem sjúkraliði á dvalarheimili HSN en Jón Gunnar er heimavinnandi húsfaðir og smiður. Þau eiga fjögur börn og þrjá unglinga og þá er gott að matreiða einfalda og þægilega rétti sem öllum á heimilinu þykja góðir. FORRÉTTUR Ostabrauðstangir 1 pizzadeig, (heimatilbúið eða keypt sem passar i skúffu) 200 g rifinn ostur 200 g rjómaostur með graslauk og lauk 4 msk. olía 3-4 hvítlauksgeirar 1/2 tsk. salt 1 tsk. oregano Aðferð: Ofninn hitaður í 200°C með blæstri. Pizzadeigið sett á ofnplötu. Salt, oregano, olía og pressaður hvítlaukur sett í skál. Rjómaostinum smurt á helm- inginn af deiginu og rifnum osti dreift yfir. Brjótið deigið svo saman og skerið í lengjur og snúið upp á þær. Raðað í ofnskúffu. Brauðstangirnar penslaðar með hvítlauksolíunni og bakaðar í ofni í 8-10 mín. AÐALRÉTTUR Ofnbakaður fiskur með papriku og chilli 900 g þorskur 1 stk. rauð paprika 3 stk. hvítlauksgeirar 200 g rjómaostur með grillaðri papriku og chilli 500 ml rjómi. rifinn ostur salt og pipar ólifuolia Aðferð: Hitið ofninn i 180°C. Fisknum raðað i eldfast mót. Skerið papriku, rífið niður hvítlaukinn og steikið upp úr olíu þar til mýkist og bætið þá við rjóma og rjóma- ostinum. Hrærið þar til rjóma- osturinn er bráðnaður. Sósunni hellt yfir fiskinn og rifinn ostur settur yfir. Setjið inn í ofn í um 30 mínutur. Borið fram með hrísgrjónum, brauðstöngunum og salati. ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Inga Skagfjörð og Jón Gunnar á Sauðárkróki matreiða Inga og Jón Gunnar. AÐSEND MYND LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Hörku gangnamaður hér á ferð. 36/2020 11 FEYKIFÍN AFÞREYING Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Um fjórðungur af rúmlega 1.200 tegundum núlifandi leðurblaka lifa á ávöxtum, fræjum eða safa úr blómum, skv. því sem fram kemur á Vísindavefnum. Þessar ávaxtaætur eru hlutfallslega algengastar þar sem gróðurfar er gisið svo sem á eyðimerkursvæðum. Ótrúlegt, en kannski satt, þá snúa leðurblökur alltaf til vinstri þegar þær fljúga út úr hellum sínum. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Oft hann standa upp úr sést. Í honum fólk á rölti. Ómissandi undir hest. Eins á stökki og tölti.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.