Feykir


Feykir - 02.12.2020, Síða 2

Feykir - 02.12.2020, Síða 2
Mannskepnan er undarlegt dýr, svo ekki sé fastar kveðið að orði. Í gegnum tíðina hafa samfélög mótast af þeim sem mestu forystuhæfileikana hafa eða alla vega verið með völdin hverju sinni. Sumt hefur tekist vel annað miður og jafnvel margt sem hefur orðið algjört fíaskó. Þeir sem stjórna, eða vilja fara með völdin, beita ýmsum með- ulum annað hvort þvingunum í krafti andlegs afls eða annarra yfirburða s.s. eins og nauðungar eða hervalds. Þetta sjáum við í öllum heimildum fyrri tíða og margar sögur til. Margir leiðtogar hafa reynt að stjórna, eða kannski frekar leiðbeina, öðrum með því að reyna að vera sjálfir fyrirmyndir. Þetta þekkja flestir þar sem foreldrar beita þessari aðferð á börn sín með ágætum árangri. „Gerðu eins og ég segi (en ekki eins og ég geri)“, gæti sú aðferð heitið því flestir, ef ekki allir foreldrar, eru meinbreyskir og geta sjaldnast haldið eigin hollráð. Hver hefur ekki heyrt af foreldri sínu gera eitthvað sem það hefur áður varað viðkomandi við. Margar sögur fara af prestum fortíðarinnar predika yfir söfnuði sínum og vara við alls kyns saurlifnaði og djöfulgangi en voru sjálfir bersyndugir. Leiðtogar öreiga lifðu í vellystingum kommúnismans meðan lýðurinn svalt og enn má sjá slíkt í heimi nútímans. Pólitíkusar setja lög en fara ekki endilega eftir þeim sjálfir og jafnvel sjálfur páfinn var staðinn að því að læka mynd af berrassaði konu á samfélagsmiðlunum um daginn. Nú nú. Hér á Íslandi hafa menn verið ótrúlega duglegir á samfélagsmiðlum að benda á Hlýði-Víði sem greind- ist með kórónuveiruna á dögunum. Hann hefur verið óþreytandi við að kenna okkur réttu tökin á sóttvörnum og umgengni við annað fólk á fordæmalausum tímum. Eftir að hafa heyrt hann vara fólk við hinum ýmsu aðstæð- um varð maður hissa að sjá að hann féll á eigin bragði. Mér finnst reyndar algjör óþarfi af landsmönnum að úthúða Víði en þetta sýnir bara hvað við erum ófullkomin. Ófullkomin við að halda eigin boðskap og hinir að veita stuðning. Ég er einn af þeim ófullkomnu og hef sjaldan getað haldið nokkru prinsippi sem ég set mér eða að ég fari eftir því sem ég ráðlegg öðrum. En ég vil samt biðja fólk að sýna smá biðlund. Þetta er alveg að koma. Höldum áfram að hlýða Víði og klárum þennan veirufjanda innan reglumarka þríeykisins frábæra og útbúum minnisstæð jól. Í framtíðinni munu þau líklega verða með þeim minnisstæðustu. Góðar stundir. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Gerðu eins og ég segi Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum COVID-19 | Tillögur sóttvarnalæknis Óbreyttar sóttvarnaráð- stafanir til 9. desember Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til miðvikudagsins 9. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðu- neytinu segir að þetta sé gert í samræmi við tillögu sóttvarna- læknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga. Í minnisblaði sóttvarnalækn- is, frá 29. nóvember, var gert ráð fyrir því að hægt yrði að ráðast í varfærnar tilslakanir á gildandi sóttvarnalögum 2. desember og kynntar voru ákveðnar hug- myndir þar að lútandi fyrir ráð- herra fyrir viku. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að sóttvarna- læknir hafi þó sett fyrirvara um að hann áskildi sér rétt til að endurskoða tillögur sínar um tilslakanir ef þróun faraldursins myndi breytast enda kemur fram hjá sóttvarnalækni að undanfarið hafi orðið breyt- ingar á faraldrinum. Upp hafi komið hópsýkingar og smitum fjölgað og svo virðist sem fjöldi þeirra sem greinast utan sótt- kvíar stefni í línulegan vöxt og hugsanlegan veldisvöxt, sbr. minnisblað sóttvarnalæknis. „Tillaga hans er sú að engar breytingar verði gerðar á gild- andi sóttvarnaráðsstöfunum, þ.e. takmörkunum á samkomum og skólastarfi næstu eina til tvær vikur. Við endurskoðun sótt- varnaráðstafana sem hefjast þegar í stað, verður meðal annars horft til þess hvort tilefni sé til að gera tilslakanir á landsbyggð- inni umfram höfuðborgarsvæð- ið í samræmi við hugleiðingar COVID-19 | Dagatal á aðventu Jóladagatölin sem fólk notar til að telja niður dagana fram að jólum eru af ýmsum toga. Kirkjan í Skagafirði ákvað að færa kirkjustarfið til fólksins með hjálp tækninnar og hafa útbúið skagfirskt jóladagatal þar sem „einn gluggi birtist á tölvuskjá“ á Facebooksíðu Kirkjunnar í Skagafirði hverjum degi síðustu vikurnar fyrir jól. Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar kirkjan.is eru þessu verkefni gerð góð skil og segir þar að svo heppilega vilji til að í Skagafirði séu kirkjurnar 24 talsins og að Kirkjan kemur til fólksins sóttvarnalæknis í meðfylgjandi minnisblaði, dags. 30. nóv.“ Sem fyrr segir felur ákvörðun ráðherra í sér óbreyttar sótt- varnaráðstafanir til og með 9. desember. Á upplýsingafundi almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra sl. mánudagsmorgun kom fram að nú væri hægt að nálgast ráð- leggingar um það hvernig heppilegt væri að haga málum yfir hátíðarnar á Covid.is. Þar benti Rögnvaldur Ólafsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, fólki á að búa sér til nokkurs konar jólakúlu og raða í hana því fólki sem hver og einn ætlar að hitta yfir hátíðarnar. Miða þurfi samt við tíu manns sem er sá fjöldi sem fjöldatakmörkun yfirvalda notar nú sem meginreglu. Þór- ólfur Guðnason, sóttvarnalækn- ir, hvatti fólk til að forðast alla hópamyndun fyrir jól. Sam- kvæmt viðmiðunarreglum um heimboð og veitingar um jól og áramót ætti fólk m.a. að forðast söng og hávært tal, sérstaklega innandyra. /PF AFLATÖLUR | Dagana 15. – 28. nóvember 2020 á Norðurlandi vestra Drangey SK 2 aflahæsti togarinn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Elfa HU 191 Handfæri 190 Hafrún HU 12 Dragnót 4.306 Kristinn HU 812 Landbeitt lína 66.718 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfisknet 202 Stakkhamar SH 220 Lína 25.820 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 11.797 Viktoría HU 10 Handfæri 235 Alls á Skagaströnd 169.311 HOFSÓS Þorgrímur SK 27 Landbeitt lína 1.927 Alls á Hofsósi 1.927 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 3.632 Sjöfn SH 707 IGPL 13.730 Alls á Hvammstanga 17.362 SAUÐÁRKRÓKUR Bárður SH 81 Dragnót 17.160 Drangey SK 2 Botnvarpa 321.053 Jóhanna Gísladóttir Lína 185.700 Kaldi SK 121 Þorskfisknet 1.168 Málmey SK 1 Botnvarpa 305.049 Már SK 90 Handfæri 1.299 Onni HU 36 Dragnót 17.953 Skvetta SK 7 Handfæri 224 Viðey RE 50 Botnvarpa 200.111 Alls á Sauðárkróki 1.049.717 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 29.331 Auður HU 94 Landbeitt lína 6.904 Bergur Sterki HU 17 Lína 16.851 Bragi Magg HU 70 Línutrekt 3.618 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 3.339 Síðustu tvær vikurnar var landað tæpum1050 tonnum á Sauðárkróki og voru bæði Drangey SK 2 og Málmey SK1 með yfir 300 tonn hvor. 170 tonn bárust á Skagaströnd og var Kristinn SH 812 aflahæstur þeirra báta sem þar lögðu upp með tæp 67 tonn. Tveir bátar lögðu upp á Hvammstanga, rúm 17 tonn, og einn bátur landaði á Hofsósi 1927 kg. Heildarafli síðustu tvær vikurnar á Norðurlandi vestra var 1.238.317 kíló. /SG Barðskirkja í Fljótum. SKJÁSKOT fólki sé boðið inn fyrir dyr til að taka þátt í stuttum bæna- stundum í skagfirskum kirkjum sem eru fallegar og margar hverjar gamlar. Að sögn Sigríðar Gunnars- dóttur, sóknarprest á Sauðár- króki, var fyrsti glugginn opn- aður sl. sunnudag, þann fyrsta í aðventu, með kveðjum úr Flugumýrarkirkju með tónum frá Vorvindum glöðum. Nýr gluggi opnast á hverjum degi á Facebook-síðu kirkjunnar í Skagafirði. /PF 2 46/2020

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.