Feykir - 02.12.2020, Qupperneq 3
Blönduósbær óskar eftir að ráða starfsmann í starf launafull-
trúa á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða 100% starf,
eða eftir nánara samkomulagi, og er vinnutími frá 8:00 – 16:00.
Launafulltrúi sér um launavinnslu sveitarfélagsins ásamt öðrum
almennum skrifstofustörfum.
Helstu verkefni:
• Launavinnsla fyrir alla starfsmenn sveitarfélagsins, ásamt tengdum félögum
• Utanumhald með fræðslu og starfsþróun starfsmanna sveitarfélagsins
• Samskipti við kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga
• Önnur almenn og sérhæfð skrifstofustörf á skrifstofu
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af störfum launafulltrúa eða af mannauðsmálum æskileg
• Jákvæðni, skipulagshæfni og færni í mannlegum samskiptum
• Þekking á skjalastýringarkerfum (ONE) eða sambærilegu æskileg
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við
viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til þess að sækja
um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara
samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóri
og skal senda skriflega umsókn með kynningarbréfi og ferilskrá (CV)
á netfangið: valdimar@blonduos.is
fyrir 12. desember nk.
Launafulltrúi óskast
á skrifstofu
Blönduósbæjar
N
Ý
P
R
EN
T
eh
f.
/
1
12
02
0
Hnjúkabyggð 33 I 540 Blönduósi I Sími 455 4700
Blönduósbær
www.blonduos . i s
Feyki í jólapakkann!
Það er frábær hugmynd að gefa áskrift að Feyki í jólagjöf, fullan af
vikulegum fréttum, fróðleik og skemmtun af Norðurlandi vestra.
Gjöfin sem heldur áfram að gefa
Kynntu þér málið og
vertu með Feyki – fjörmegin í lífinu!
Hafðu samband við Nýprent
í síma 455 7171 og kynntu þér málið. BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS
Appelsínuguli liturinn
birtist aftur - til að minna
okkur á baráttuna gegn
kynbundnu ofbeldi í
heiminum, við erum hluti
af honum. Liturinn birtist
25. nóvember, á degi
Sameinuðu þjóðanna um
útrýmingu ofbeldis gegn
konum og logar til 10.
desember sem er dagur
mannréttinda Sameinuðu
þjóðanna og jafnframt
alþjóðlegur dagur
Soroptimista.
Þetta eru 16 dagar
16 dagar sem gefa okkur
öllum tækifæri til að rjúfa
þögnina varðandi ofbeldi.
16 dagar sem gefur okkur
tækifæri til að efla vitundar-
vakningu gegn kynbundnu
ofbeldi.
Ofbeldi gegn konum er
aldrei einkamál heldur sam-
félagslegt mein sem hefur
áhrif á milljónir kvenna um
allan heim og á tímum
COVID-19 hefur vandamál-
ið vaxið – alls staðar - líka
hér á litla Íslandi. Notum
roðagyllta litinn til þess að
minna okkur á að ENGINN
hefur leyfi til að beita aðra
manneskju ofbeldi. ENGINN
hefur leyfi til að meiða aðra
mannveru af ásetningi.
Það er vakning í gangi að
fræða okkur um hvað er
ofbeldi, hvernig birtist það –
til þess að við getum komið
auga á það, oft er það falið en
með því að læra að þekkja
einkennin getum við brugð-
ist við.
Soroptimistar hvetja alla
til að taka höndum saman
um að binda enda á ofbeldi
gegn konum, sem eru út-
breiddustu, lífsseigustu og
mest skemmandi mannrétt-
indabrot í heiminum í dag.
Ef þú býrð við ofbeldi,
hringdu. Ef þú hefur grun
um ofbeldi, hringdu í lög-
regluna. Þú gætir verið að
bjarga lífi.
Lögreglan 112
Stöndum saman og pössum
upp hvert annað. Stöndum
saman gegn ofbeldi.
/Soroptimistaklúbbur
Skagafjarðar
AÐSENT | Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar
Roðagyllum heiminn
– átak Soroptimista gegn
kynbundnu ofbeldi
Maður ársins á Norðurlandi vestra
Auglýst eftir tilnefningum
Líkt og undanfarin ár leitar
Feykir til lesenda með
tilnefningar um mann ársins á
Norðurlandi vestra. Sigurður
Hansen á Kringlumýri var
kjörinn maður ársins fyrir árið
2019 en nú er komið að því að
finna verðugan aðila til að taka
við nafnbótinni Maður ársins á
Norðurlandi vestra 2020.
Tilnefningum skal koma til
Feykis á netfangið feykir@feykir.
is í síðasta lagi fyrir miðnætti
sunnudagskvöldið 13. desem-
ber. Tilgreina skal fullt nafn,
gera stutta grein fyrir viðkom-
andi einstaklingi og rökstyðja
valið á einhvern hátt. /PF
Sigurður Hansen var maður ársins
2019 á Norðurlandi vestra. MYND: PF
Ráðstafanir vegna mikilla kal- og girðingatjóna
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, hefur tryggt aukið
fjármagn til Bjargráðasjóðs vegna óvenju
mikilla kal- og girðingatjóna síðasta vetur.
Veitt verður 500 milljónum aukalega í
sjóðinn á árinu 2020.
Fjárhagsaðstoð sjóðsins felst í veitingu styrkja
sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni í
samræmi við fjárhag og stöðu sjóðsins. Á vef
stjórnarráðsins segir að með aukinni fjárveit-
ingu verðir sjóðurinn betur í stakk búinn til að
styðja við bændur sem lentu í tjóni vegna
óveðursins í desember 2019 og almennrar
vetrarhörku síðasta vetur. /PF
Bjargráðasjóður fær hálfan milljarð
46/2020 3