Feykir - 02.12.2020, Síða 5
Það var fyrir tveimur árum
að það skaut upp í huga
mér að líklegast myndi
alvöru mótorhjól henta
mér betur en rafskutlan
sem ég keypti ári áður.
Rafskutlan er ekki gerð
fyrir meiri þunga en 120
kg og mældist ég langt
þar fyrir ofan og þar sem
ég á ekki bíl og hef lítinn
áhuga á slíku farartæki
bættist þyngd innkaupa
við yfirþyngdina sem
hjólinu var ætlað
að bera.
Ég hef allatíð verið maður
skjótra ákvarðana og var
búinn að kaupa mér Honda
Shadow mótorhjól 750 cc
áður en mánuður var liðinn
frá ákvörðunartöku og það
án þess að skoða hjólið, en
það hafði ég alltaf gert með
þá bíla sem ég hef átt, enda
hef ég ekkert vit á slíkum
tækjum og því ástæðulaust
að skoða þau áður.
Nú hafði framtíðin hjá
mér breyst, nýr lífstíll og
aðeins tvö ár í sjötugt og
hafði aldrei áður keyrt eða
setið slíkt tæki. Næsta
vor var svo hafist handa
með hléum og próf tekið
í nóvember 2019 með
óaðfinnanlegum akstri um
öngstræti Sauðárkróks,
loksins gat ég farið á hjólið
mitt með próf upp á vasann
og ný framtíðarplön.
Ég tók strax ákvörðun að
hliðarvindar íslenskra hola
og þvottabretta væri ekki
framtíðarplanið mitt á
þessum ævintýraferðum
mínum svo ég keypti mér
ferð með Norrænu aðra
leiðina, ákveðinn í því
að fagna starfslokum og
jafnframt 70 ára afmælinu
á ferð um alvöru vegakerfi
og öllum afkomendum
boðið að fagna með mér
í borginni fögru þar sem
móðir mín heitin fæddist
og ólst upp í hörmungum
stríðsins og eymd
eftirstríðsáranna uns hún
flutti 21 árs til Íslands.
Borgin sem hefur allatíð
heillað mig og ég hef
heimsótt oftar en ég hef
tölu á útnefndi Karl IV
keisari hana „Glories of
the Roman Empire“ einu
borgina utan Ítalíu, hinar
ÁSKORENDAPENNINN | palli@feykir.is
Guðmundur Paul Scheel Jónsson Blönduósi
Smá ferðasaga mótorhjólaáhugamanns
Guðmundur Paul Scheel. MYND AÐSEND
fjórar voru Feneyjar, Róm,
Pisa og Flórens, og það ekki
að ástæðulausu.
Þegar leið að brottfarardegi
ákvað ég að fara leiðina
á Seyðisfjörð á tveimur
dögum en skipti svo um
skoðun því mig vantaði
æfingu í langakstri og því
var ákveðið að fara í einum
„rykk“ alla leið á Seyðisfjörð
sem var minna mál en ég
hélt að það yrði og eftir
sex klukkutíma leið var ég
kominn á Egilsstaði og gisti
þar og fór svo árla morguns
á Seyðisfjörð.
Um borð var okkur
kúrekum þjóðveganna
ætlað að festa hjólin
okkar við mjög þröngar
aðstæður og þá kynntist
ég fyrst „bræðralagi“
mótorhjólamanna sem
tóku að sér að festa hjólið
tryggilega, hafa sjálfsagt
vorkennt gamla kallinum
sem kunni ekki með slík
bönd að fara, og þegar
komið var til Hirtshals var
búið að gera það klárt.
Fyrsti áfangi ferðarinnar
var að baki og framundan
akstur um vegi þar sem
vindurinn var bara í fangið
og stefnt á heimsókn til
bróður míns sem búsettur
er í Danmörku, Covid hafði
nú sett mark sitt á ferðina
og hafði sendiráðið upplýst
mig að ég mætti hvergi
stöðva innan ríkismarka
Þórhildar drottningar,
auðvitað hunsaði ég það
og átti svo sem ekki von
á eftirköstum, sem ekki
kom til.
Næsti áfangi var svo sjálft
móðurlandið. Ég hafði
tekið þá ákvörðun að fara
frekar hliðarvegi bæði
vegna þess að ég hafði
ekki farið um þau svæði á
Eystrasaltsströndinni og líka
vildi ég ekki vera í langri
röð flutningabíla þar sem
ég hafði ekki farið hraðar
en 120 og hafði reyndar
ekki áhuga á hraðakstri.
Það átti eftir að koma mér
í koll því bæði villtist ég
þrátt fyrir GPS og einnig að
líklega hefði ég ekki runnið
til í beygju á rennblautum
og hálum veginum þar sem
reynsluleysið mitt varð til
þess að ég bremsaði á
framhjólinu í beygjunni. En
sem betur fer fór ekki illa og
með hjálp var hjólinu komið
upp aftur og ferðalagið hélt
áfram.
Eftir sex tíma akstur var
ég kominn á hótelið „mitt“
en þar hef ég alltaf gist sl.
tíu skipti, og alltaf sama
herbergið. Frábært hótel
þar sem ég er orðinn einn
af fjölskyldunni og ekki
skemmir að herbergi með
ríflegum morgunverði er á
35 evrur.
Í ferðasögunni er aðeins
stiklað á stóru, ekki
minnst á afmælið sem
fór forgörðum vegna
ferðatakmarkana, ekki
minnst á að heimferðin
breyttist með 3ja tíma
fyrirvara þar sem ég
þurfti að taka lest til
Kaupmannahafnar og fljúga
þaðan í stað þess að fljúga
frá Hamborg.
Nú býður mótorhjólið eftir
mér í Lübeck að ég komi
að vori og þá alkominn ef
Guð lofar.
- - - - - -
Ég skora á Gunnar S.
Sigurðsson, smið á
Blönduósi, að taka við
pennanum.
hingad ä land a vorinn þä hann flygur til nordursins
og aptur ä haust med ungumm synumm þä hann
flýgur i sudrid, ä vorinn er hann hier veiddur
med Eggiahylke edur kierfi; þvi vex hann ecki ür
triänumm sem sagt hefur verid. Enn þau helsinganef
(sokóllud) sem siäst ütkoma ür þeim feitu siöhroktu
triám; eru ei annad enn sä triesmiügandi Madkur;
sem i þeim verdur ad þvilykri skielpøddu; lýkri
hrüdur kalli; og vex älldrei meira; enn hün siest ä
trianumm.
Tryggvi Gunnarsson ritaði svo árið 1901 í Dýra-
vininn:
Þegar ég var unglingur í Þingeyjarsýslu, heyrði ég að
menn voru að þrátta um það, hvort helsinginn væri
steggi grágæsarinnar. Sumir þeirra sögðu að það
gæti ekki verið, því að aldrei sæist helsingi hjá gæs,
þegar hún lægi á eggjum. En hinir voru miklu fleiri,
sem héldu þeirri skoðun fram, að allir helsingjar
væru steggjar, því að aldrei fyndust helsingjahreiður
hér á landi ...
Annað, sem hér mætti nefna til fróðleiks, er, að
kona ein, fædd árið 1917, segir, og miðar við Skaga-
fjarðarsýslu:
Stundum var notaður stór vængur, t.d. af helsingja,
til að sópa með.
Og karlmaður, fæddur 1919, er með þetta úr Eyja-
fjarðar- og Skagafjarðarsýslu:
Til vorvinnu fór fólk oftast á fætur um kl. 7–8. Víða
fékk það einhvern bita áður en það fór til vinnu,
stundum eitthvað heitt, svo sem grasate. Væri farið
eitthvað frá bænum til vinnu hafði fólk gjarnan með
sér bita. Þessi biti var oftast kallaður „litliskattur“
og var ekki gefinn nema að vorinu og um sláttinn.
Í Skagafirði a.m.k. og kannski eitthvað í Eyjafirði
var þessi skattur miðaður við ferðir helsingjanna.
Venjulega var það vinnufólkið sem uppgötvaði ferðir
helsingjanna fyrst að vorinu er þeir voru á leið hér
yfir til varpstöðva sinna í heimskautalöndunum.
Þá kom það að máli við húsbændur sína og sagði
að helsingjarnir hefðu flogið yfir og sungið í sífellu:
„Skattinn á, skattinn á.“ Engin húsfreyja sem hafði
ráð á dirfðist að fresta því að gefa fólki litlaskattinn
eftir að það sannaðist að helsingjarnir höfðu mælt
svo fyrir. Á haustin voru það svo húsbændur sem
fyrst höfðu orð á því að helsingjar væru komnir því
þá var sagt að þeir syngju: „Skattinn af, skattinn
af.“ Þá var hætt við að gefa litlaskattinn og þorði
enginn að mögla undan því. Það að meira var farið
eftir komu helsingjanna í Skagafirði en Eyjafirði
mun stafa af því að ferðir þeirra liggja miklu meira
um Skagafjörð. Eftir fráfærur var litliskatturinn
venjulega sauðaskyr með undanrennu út á og
var borðaður um kl. 9. Skatturinn var venjulega
borðaður um kl. 10 til hálf ellefu. Hann var gjarnan
bygggrjónahræringur eða rúghræringur (hrært
saman skyri og rúggraut) með slátri og undanrennu
út á. Á stöku bæ var svo gefið hádegiskaffi um kl. 12
þegar leið fram yfir aldamótin. Með þessu kaffi var
ekki brauð nema sérstaklega stæði á. Einn bolli var
ætlaður hverjum manni og lítill kandísmoli með.
Fólki var fært hádegiskaffið til vinnu sinnar, einnig
var það gert með skattinn nema fólk væri að vinna
rétt við bæinn.
Útlönd
Um erlenda þjóðtrú vísast í framannefnt, þar sem
við á. Annað virðist ekki hafa loðað við helsingj-
ann.
46/2020 5