Feykir


Feykir - 02.12.2020, Page 10

Feykir - 02.12.2020, Page 10
„Ég er alin upp á Flateyri við Önundarfjörð og flutti til Skaga- strandar um vorið 1994 ásamt manni mínum, Guðmundi Finnbogasyni, og þremur börnum. Ég starfa við félags- starfið á Skagaströnd og sinni gæslu við sundkennslu þegar hún er í gangi. Ég er mikið fyrir hannyrðir og prjóna mikið á barnabörnin, þau eru orðin sex að tölu. Ef ég byrja á einni peysu þá enda ég með að klára sex peysur,“ segir Ásthildur Gunnlaugsdóttir sem segir lesendum frá því hvað hún er með á prjónunum. Hve lengi hefur þú stund- að hannyrðir? „Frá því í barnaskóla, á Flateyri var mjög góð handa- vinnukennsla. Þar unnum við með leður, við lærðum að vefa á vefstól, kennsla í að prjóna og sauma út, hannyrðir hafa fylgt mér alla ævi. Hvaða handavinna þykir þér skemmtilegust? „Mér finnst nú flest handavinna skemmti-leg, get ekki gert upp á milli, enda er handavinna mjög fjöl-breytt og gefandi. Ég er í Bútasaumsklúbbnum Bútós sem hefur gefið mér mikið í gegnum tíðina.“ Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? „Ég er að prjóna lopapeysu fyrir eitt barnabarnið og einnig ungbarnapeysu, ásamt því að hekla prufur fyrir félagsstarfið.“ Hvar fékkstu hugmyndina? „Ég skoða mikið af uppskriftum og geri ýmis sýnishorn fyrir konurnar í félagstarfinu Hannyrðir hafa fylgt mér alla ævi ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) klara@nyprent.is Ásthildur Gunnlaugsdóttir á Skagaströnd Jólasokkar fyrir barnabörnin. „Leðurveski sem ég gerði á Flateyri,“ segir Ásthildur. Sett sem Ásthildur gerði fyrir yngsta barnabarnið. Liverpool – peysan. Bútasaumsrúmteppi. Jólatrésdúkar fyrir börnin.Lopapeysur á barnabörnin. í saumi, prjóni og hekli og þá dettur maður niður á eitthvað áhugavert og þá er ekki aftur snúið. Til dæmis sá ég munstur á lopapeysu með Liverpool merkinu og prjónaði eina í afmælisgjöf, en það tók tíma.“ Hvaða handverk, sem þú hefur unnið, ert þú ánægðust með? „Það sem ég er að gera í hvert sinn, ætli bútasaums- teppið standi ekki upp úr.“ Eitthvað sem þú vilt bæta við? „Það er mjög róandi og gott að slaka á þegar ég er að prjóna eða gera aðra handavinnu, þá er gott að hlusta á útvarpið eða á sögur. “ - - - - - - Ásthildur skorar á Sigríði Bjarka- dóttur á Blönduósi að taka við. 10 46/2020

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.