Jólastjarnan - 01.12.1931, Síða 5
3
7.D. ' Jólastjarnan
P H I L L A. Finnur Kristinsson.
.1 U »t tt H H It «1II 1» U -
Trilla var tík í Laugardælum,^ þar sera afi minn átti lieima. Hún
/ar afar vitur og ætla eg að segja dálítið af henni. Það var eitt kvöld
seint um sumarið 1^25, að eg var liáttaður og var að sofna7 að eg keyrði,
að riðið var hart íýilað, og vissi ég, að það var Bjarni frændi minn, en
skildi þó sízt í því, að heyra hundgá og heyra hann nefna hvað eftir ann
að orðið Trilla. ÍCg hafði heyrt vinnumemiina egja, að þessi Trilla væri
voðagrimm og passaði veitingatiald fjuir einhvern Daníel, en seinna fékk
ég að vita, að þessi Laníei væri nú crðinn dyravörður í Stjórnarráðinu.
Daginn eftir og næstu daga þorði ég ekki aö koma nálægt henni. En svo
fór hræðslan að hverfa og ég að þora að koma nálægt henni, og loks vorum
við orðin heztu vinir. Svo komu mislingamir og þá lá ég. Morguninn eft-
ir að ég lagðist, var mér sagt, að hún væri búin að eignast 12 kvolpa
nndireins, og þegar ég kom á fætur, fór ég út til hennar. Hr skúrnum, se.
liún var í, var hægt að komast í hlööuna, án þess að fara ú.t. Afa mínum
fannst of kalt að láta hana vera í skúrnum, og lét því flytja hana út í
hlöðu. En um nóttina flutti hún alla hvolpana upp í skúrinn aftur. Dag-
inn eftir var öllum hvolpunum dpekkt, nema 2 voru látnir iifa. Það fannsl
mér voða leiðinlegt. Annar hvolpurirm var strax seldur, en hinn var lát—
inn vera heima, en hana varð svo grimmur, að pað varð að drepa hann. -
Trilla kunni að heilsa. Ef eijaliver gaf henni brauð og sagði: "Þakkaðu
fyrir þig”, Þá rétti hún fram hægri framlöppina.^Svo var það einn dag
sumarið eftir, að ég var úti við þjóðveginn að bíða eftir bíl, að ég sá
bíl koma og hékk eitthvert dýr aftan á. Mér sýndist það vera svín, en
svo stoppaði hann, og þá sá ég, að það var Trilla dauð. Hún hafði farið
undir bíl. Þegar ég sá þetta, var ég nærri farimi að gráta.
X X J X Guðmundur S. Karlsson.
IS tt IIII It II 1! IIII ------
Eg var í Hraungerði í Elóa. Það var borið hejr á tíu hestum. —
Eitt kvöld, þegar ég var að fara á milli, þá var klukkan 11 urn kvöldið.
Það átti að vera síðasta ferðin. Eg var þrjú kortér í ferðinni. Það var
orðið dimmt og ég sá varla veginn. Þegar ég var svo sem hálfnaður á leið
inni, þá var að byrja að koma rigning. Eg flýtti mér eins og ég gat. Eg
mátti ekki fara hart, þá gat slitnað aftanúr, en ég sá ekki á endann á
lestinni. Þegar ég kom út á engjar, var fólkið hætt aö binda og farið im
í tjald. M var komin þó nokkur rigning. Við létum upp á hestana í snat-
ri og héldum á stað heim. Húsbóndinn teymdi lestina, konan reið á hest-
inum, en ég gekk á eftir. Myrkrið var orðið svo mikið, að við vorum far-
in að villast. Samt komumst við heim, við vorum búin að vera 2 tíma á
leiðinni. Heyið var orðið svo blautt, að það var ekki hægt að láta það
í hlöðuna.
ELJÓTSHLÍÐABEERDIH.
ii ti n n u ti it u ii » ii tt n ti n »ttti ti
Guðmundur Hikulásson.
Eg var 11 ára og bar út Vísi. Einu sinni þegar ég kom heim frá
því að bera út, þá segir pabbi við mig, aö ég eigi að fá að fara með
þeim í skemmtiferð, og það verði farið á föstudaginn, en hann sagði mér
þetta á miðvikudag. Hlakkaði ég mikið til. Svo sagðist pabbi þurfa að
fara niður í bæ. Spurði ég þá hvort ég mætti koma með og var mér leyft
það. Erindið var þá að fá bíl til þess að fara með okkur. Loksins kom sá
dagur, að við áttum að fara, og fórum við klukkan 6 að morgni. Stoppuð-
um við ekki fyr en hjá Tryggvaskála og drukkum þar kaffi. Síðan héldum