Jólastjarnan - 01.12.1931, Side 6
4 - Jólastjarnan
i *- • • • _• ua. t +> • t # í t-i.4-.-ri í í *í-.' f v M f
7. D.
■við áfram og stoppuðuin ekki fyr en við vorum komin austur í Pljótshlíf
Var kl. þá orðin 12. Tókum við þá til snœðings, og þegar við vorum búii
að því, fórum við að skoða okkur um og tólcum við margar myndir. Svo fó:
um við á leið lieim að Málakoti. Sáum við þá mjög einkennilegan foss; st
heitir G-Tuggafoss, og tókurn við myndir af honum. Svo héldum við áfram.
Þegar við komum að Múlakoti; undraðist ég mest yf*ir því, hvað trén voru
stór. Svo drukkum við kaffi og skemmtum okkur svo margt. Kl. 7 lögðum v
af stað heim.
KETTIHNIR OG- APINN. Gu:nar Jónsson endursagði.
H'» II !f IIII H 1181 TM> !MT W 'ltff -----------------------------
Tveir kettir stálu osthita, en gátu ekki komið sér samah um;
hvernig þeir ættu að skifta honum. Þeir fóru því til apa og báöu hann
að skera úr málinu. ^Hann setti upp gleraugu og snýtti sér, síðan tók har
ostinn, braut hann í tvo parta misstóra og lagði á metaskálar. En er han
sá, að þeir voru misþungir, beit hann af stærri bitanum stórt stykki.
Við það varð hinn bitinn þyngri og fór hann þá eins með hann, og þannig
fór hann með þá á víxl, til þess að jafna metin, eins og hann komst að
orði, þangað til hvor biti var ekki orðinn staerri en lítill munnbiti up.,
í kött. Eöttunum fór nú ekki að lítast á blikuna, og kváðust ánægðir me^
það, sem eftir væri. (?Hei, nei,” mælti apinn, "það sem eftir er ber mér
£ skiftalaun.” Síðan tók hann báða bitana, sem eftir voru, og át þá.
JÓLASAGA. Eákon Sumarliðason.
tVif n U tV ff if ti n T1 'it n 1? WiT ----------------------
öll börn hlakka til jólanna, er mér óhætt að segja. Þá er
kveikt á jólatré og gefin kerti og margt fleira. Þá fáum við frí í skól-
anum fram yfir nýjár. Stofurnar eru skreyttar. Stundum eru leikin leik-
rit o. m. fl.; sem við skemmtum okkur við. A jólunum er sagt, að jóla-
sveinarnir komi með poka á bakinu og gefi börnunum. I sveitinni er farii
í ferð fyrir jólin, að kaupa ýmislegt, og koma með hangiðkjöt í staðinr
Þar er alltaf borðað han^iðkjöt á jólunum í stórum stíl, sem var geymt
og rennt smátt og smátt í. Um jólin er spilað og gert margt fleira sér
til gamans.
SAGAN AP PÉTRI LITLA.
Tnt»ti n 0 nn » u n »innrivn
Halldór G. Gíslason.
Það var rétt fyrir jólin, að drengur, sem hét Pétur, gekk á
götunni rétt hjá tjörninni. Hann var að hugsa um það; hvort hann rnundi
fá föt á jólunum. En hann vissi; að mamma hans gat ekki gefið honum föt.
Allt í einu varð honum litið út á Tjörnina. Þar sá hann son kaupmannsin--
ganga á ísnum. Allt í einu brotnaði ísinn og drengurinn fór í kaf. Rétt
á eftir skaut höfðinu é honum upp úr vatninu og svo fór hann að kalla á
hjálp^ Pétur hljóp út á Tjörnina, enn hann þorði ekki alveg að drengnum
af því þar var ísinn svo þunnur. Allt í einu datt honum ráð í hug. Hann
fór ofan í vasa sinn og tók upp úr honurn snærisspotta og kastaði honum
til drengsins. Hann tók í spottann og Pétri tókst að draga hann upp úr.
Pétur fór með drenginn heim til kaupmannsins, drengurinn fór inn; en P.
hélt heim á leið. Þegar hann var kominn spölkorn frá húsinu, var kallað
á hann. Pétur leit við; og þá sá hann; að kaupœaðurinn stóð í dyrunum.
Hann gekk til P. o^ þakkaði honurn fyrir að hafa bjargað syni sínum; og
svo fór hann ofan í vasa sinn og tók þar upp veski; úttroðið af seðlum,
og rétti Pétri 100 kr. seðil. P. þakkaði homim fyrir og hélt heim á leið
glaður í huga; af því nú vissi hann; að hann mundi fá ný föt á jólunum.