Skólaskátinn - 01.12.1939, Side 4
2
SKÓLASKÁTINN
MÝVATNSFÖRíN.
Föitudagínn 16. júní lögðum við af stað í
Mývatnsför 12 skátar og barnaskólastulkur
undir forystu frk. Sigríðar Skaftadóttur kenn-
ara 15 að tölu.
Lagt var af stað kl. 8,30 um kvöldið og
var þá rigning og þungbúið veður. Kl. 11,15
komum við að Laugaskóla í Reykjadal, og
vegna rigningarinnar báðum við þar um
húsrúm til að sofa í og fengum þar eina
kennslustofu til umráða og 2 leikfimidýnur
til að sofa á um nóttina. Við fengum svo
að hita kakó í eldhúsinu og drukkum það í
stofunni og borðuðum nesti okkar með, áð
ur en lagst var til kvíldar.
Næsta morgun var sama dimmviðrið og
því óhugur í fiestum, en þó var allt undir-
búið til áframhalds ferðarinnar. Og meðan
nokkrir útvaldir þvoðu gólfið og undirbjuggu
burtförina, fóru flestir aðrir í laugina á með-
an, sér til skemmtunar og heilsubótar. Kl. 10
f. h. var lagt af stað frá Laugum, og tek
ég það fram, að næturgreiðann fengum við
ekki að borga.
Fegar komið var upp á Laxárdalsheiði
fór að rofa til, og komið ágætis veður er
til Mývatns var kon:ið. Farið var úr bíln-
um við Laxá, þar sem hun rennur við veg-
inn og skógivaxnir hólmar hennar blasa við.
En ekki var þó stanzað lengi, því við
fengum brátt ali óþægilega heimsókn að
flestum þótti, en það voru þúsundir mý-
flugna, er vildu kynnast okkur og sýna
okkur blíðuatlot sín. En flokkurinn virtist
ekki skilja kurteisi þeirra Og fagnaðarlæti,
því að stúlkurnar fussuðu og sveiuðu og
breiddu slæður sínar fyrir andlitið, og ein-
staka forsjáll inýflugnahatari hafði haft með
sér silkisokk, er hann dróg yfir höfuðið, og
gat hann þá brosað í laumi að hinum,
Síðán var haldið áfram og keyrt í róleg-
heitum meðfram vatninu, framhjá Álftagerði,
Skútustöðum, Garði og Kálfaströnd, og keppst
við að dásama fegurð landsins og breyti-
leikann á þessart leið. Glatt var á hjallai
og hrifningin svo mikil yfir góða veðrinu
og landslaginu, að þeir bílveiku 'gleymdu
alveg raunum sínum. Og er ein stúlsan
ætlaði einu sinni að hrópa upp yfir sig af
hrifningu, kom í staðinn fyrir upphrópunar-
orðið bílveikisgusa út um munninn, er hæfði
bílstjórann beint í bakið, og þótti það lag-
lega af sér vikið. Hann stöðvaði bílinn og
hleypti sjálfum sér út, og þá við öll á eftir,.
til að samgleðjast honum yfir sendingunni.
Jakkinn var síðan settur í hreinsun og af-
pressaðar þarna við vatnið, og þegar hann
var orðinn hreinn og þur og tilbúinn að
taka á móti öðru skoti, var haldið af stað
aftur, í skóginum milli Voga og Re}rkja-
hlíðar var stoppað til að elda matinn, og
var hann eldaður á 2 prímusum í grænni
lautu með skógi allt í kring. Logn var og
hiti og því ekki tjaldað. Eldamennskan gekk
hægt. Eldað var kjötbollur með kartöflum
og rabarbaragrautur á eftir, Kl. 2,30 e. h.
voru bollurnar og kartöflurnar borðaðar, og
út á var haft bráðið smjör og ósoðnar mý-
flugur, sem smökkuðust misjafnlega. Sumum
þóttu þær of sætar, en aðrir smjöttuðu gríð-
arlega.
En allt ( einu duttu stórir regndropar of-
an á okkur, og varð það til þess að ö!lu
var í snatri pakkað á bílinn, þar á meðal
rabarbaragrautnum og ákveðið að geyma
hann betra næðis.
Síðan var haldið af stað beinustu línu tit
brennisteinsnámauna. Á leiðinni fórum við
upp á einn hæsta hnjúkinn við »Námuskarð-
ið< og horfðum yfir hina undurfögru Mý-
vatnssveit, sem blasti við í vestri og breiddi
sig út eins og landakort framundan okkur.
Fegar yfir skarðið kom tók við nýtt lands-
lag, Mývatnsöræfin, sem heilluðu okkur með
fegurð sinni engu siður en Mývatnssveitin
sjálf.
Rétt við skarðið eru hinir vellandi brenni-
vTfcs* óla.