Skólaskátinn - 01.12.1939, Side 6

Skólaskátinn - 01.12.1939, Side 6
4 SKÓLASKÁTÍNN urþrengslin og svefninn Nú var eldaður og étinn einn af þessum góðu hafragrautum, og síðan pakkað saman og haldið af stað heim á leið. Við fórum rólega og stoppuðum þar sem okkur þótti sérstaklega fallegt, og laust fyrir hádegi komum við að Laugaskóla. jÞar var ákveðinn viðkomustaður, því að einn félagi okkar var ráðinn sem aðal »fylli- rafturinn* við bindindissamkomu vínhatara, sem stóð yfir að Laugum þennan dag. Tjöldum var því slegið upp stutt frá skólan um, og þar eldaður aðal-matur dagsins og étinn, síðan var eldaður næsti matur o. s. frv. — Þann dag varð enginn verulega svangur- Kl. 6 e. h. var lagt af stað frá Laugum heim á leið aftur. Þá vaf öll aðalhátíð stað- arins afstaðin og farið að rigna all blautri rigningu, sem hélst það sem eftir var ferð- arinnar, KL tæplega 9 um kvöldið komum við tif Akureyrar og hver fór heim til sín velvak- andi og f góðu skapi, en allir raddlausir og rámir. Það var lélegur söngurinn síðasta sprettinn, Að síðustu vil ég þakka bílstióranum, Valdi- mar Jónssyni, fyrir sérstaklega skemmtilega framkomu í þessari ferð. Hans Jörgenson. KAKÓBRALLIÐ í LAUFÁSI. (Ferðasögubrot úr hvítasunnuútilegunni). Eftir gönguferðina vorum við orðnir svang ir og þyrstir, og því farnir að vonast eftir einhverri næringu, þegar fyrirliðinn loksins kallaði til okkar og spurði hverjir það væru, sem vildu búa til kakóið. Lað kom vatn í munninn á okkur og margar hendur voru á lofti, því að flestir vilja vera við matreiðsluna, þegar farið er að minnka í maganum. »Fið þarna, Haf- steinn og þú þarna flitli snáði á svörtu föt- unum, þið eruð ágætir »kokkar«, Hann átti vist við mig, og við Hafsleinn hlupum í gamla torfbæinn þar stutt frá, því að þar var eldhúsið okkar. Við kveiktum nú á »prímusnum*, og ég sagði Hafsteini að ná í vatn, liann væri mátulega sterkur til þess, Að vörmu spori kom Hafsteinn með vatn- ið, við helltum því í pottinn okkar blessað- an og lögðum hann svo á »prímusinn«. Fegar vatnið var farið að sjóða, hrærðum við kakóið hægt og hægt út í potdnn, bætt- um sykri í eftir þörfum og helltum svona á að gizka einum lítra að mjólk út í það, því að nú þurfti að búa til gott hvítasunnukakó. Fegar kakóið var orðiö gott að okkar dómi löbbuðum við af stað með það til hinna, sein voru orðnir »rangeygðir« eftir sop- anum. Við bárum pottinn á milli okkar og fór- um örhægt. En vegna þess að við gleymd- um að slökkva á prímusnum, snérum við aftur til þess að gera það og skildum pott- iun eftir í bæjardyrunum á meðan. En af einhverjum klaufaskap, rak ég fótinn í stein- inn, sem hélt opinni hurðinni, svo að hurðin skall á pottinn okkar og kakóið skvettist úr honum í allar áttir, Fað var nú ekki laust við að ég fengi skammir hjá Hafsteini, því að hann er nú vanur að láta það fjúka þegar færi gefst. En þegar því var lokið kom okkur saman um að bæta köldu vatni í pottinn, láta einn bolla af kakói og annan at sykri þar út í og halda svo áfram með ’það til hinna. Reyndar var það ekki vel heitt á eftir. En þetta blessaðist samt allt, og kakóið var drukkið með góðri lyst uppi í hlíðinni hjá Laufási, og hláturinn heyrðist víst inn að Akureyri, Hörður Helgason, 13 ára.

x

Skólaskátinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólaskátinn
https://timarit.is/publication/1638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.