Skólaskátinn - 01.12.1939, Blaðsíða 8

Skólaskátinn - 01.12.1939, Blaðsíða 8
6 SKÓLASKÁTINN Ferðin í Vaálaskö Laugardaginn 7. júní kl. 6,30 e. h. var lagt at stað í fyrstu hjóla-útilegu okkar skólaskátanna. Hjólin voru nýsmurð og allt gekk vel af stað, en við Gróðrastöðina fest- ist einn í keðjunni og stoppaði þar. Hann var þvf miður í svo góðum buxum að ekki mátti snúa áfram, eins og venja er, og því síður mátti skera á skálmina, heldur varð að losa á keðjunni og tók það nokkurn tíma, Ákveðið hafði verið að fara inn í Garðs- árdal, en þegar að afleggjaranum kom, sem liggur inn dalinn, þá íór að hera á ýmsum röddum, sem töluðu um hve gaman væri að vera í skóginum í svona góðu veðri. En fararstjóranum leyst ekki sem bezt á, að leg£3a á heiðina undir nóttina, þar sem sumir voru svo stuttir að þeir gátu ekki setið upp á sætinu á hjólunum. Eftir nokkr- ar bollaleggingar var þó ákveðið að fara eitthvað í áttina til skógarins, og tjalda þá, ef erfitt reyndist að komast yfir. Stuttu eft- ir að ákvörðunin var tekin, kom vörubíll á eftir okkur, sem ætlaði á næsta bæ, og við fengum hann til að fara með okkur upp á heiðarbrún fyrir lítið gjald. Fegar upp kom var aftur tekið til hjól- anna; en er halla tók niður á við fór þungi bakpokanna aö verka svo á hjólin, að vai- lega þurfti að fara. í einni beygjunni mætt- um við bíl, og varð það til þess að einn okkar þaut út af veginum, en meiddist þó ekkert. Fegar f skóginn kom og skógarvörðurinn fundinn eftir mikla leit, þá fékkst leyfi til að tjalda innan vissra takmarka, og þar fundum við tilvalinn tjaldstað í rjóðri einu, og var skógurinn á tvo vegu en lítill runni framan við tjöldin. Við girtum sfðan með hjólunum í skörðin, til varnar útilegumönn- um og villidýrum þessa frumskógar. Eftir leiki og störf kvöldsins var gengið til náða, og þurfti þá um ýmislegt að spjalla, isvo að klukkan var um 12 á miðnætti er svefninn fór að verka. Sváfum við nú vært þar til 2 óvættir komu gangandi á afturfót- unum, jörmuðu og hristu girðinguna. En þeir fóru fijótt aftur, og yfirbugaði svefninn þá brátt hræðslu okkar, og sólin var komin hátt á loft, er við vöknuðum aftur. Fá var árbíturinn hitaður, sem var kakó að vanda, og eftir máltíðina voru ílátinn þvegin og viðrað úr tjöldunum, Til hádegis voru svo frjálsar íþróttir, og voru þá margar fallegar myndir teknar. Einn vinnugefinn byrjaði einnig á >mublu- smíði«, en það endaði þannig, að smíðaá- höldin týndust, og var þeirra lengi Jeitað árangurslaust. Eftir miðdegismatinn var farið í eggjaleit- ir; og alls staðar voru fuglarnir að fljúga upp, en aðeins eitt hreiður fannst, Annars var deginum eytt að mestu við allskonar leiki, og að síðustu var farið í feluleik, sem þótti mjög skemmtilegur, því að stundum var gengið yfir suma, en undir aðra, þar sem menn földu sig uppi í trjánum og niðri í kjarrinu. Eftir kvöldmatinn voru tjöldin brotin sam- an og gengið frá öllu í bak og fyrir, síðan var lagt af, stað heim á leið. Erfitt þótti upp heiðina, og voru allir íegnir er sást ofan á Eyjafjörðinn. í krók- unum keyrðu tveir saman, en engar skemmd- ir urðu þó, hvorki á mönnum né málleys- ingjum. Fyrir neðan krókana var tjaldað, hitað kakó og nestið borðað, til að hressa mannskapinn við ettir erfiðið. Síðan lögðu þeir minni af stað, en 2 þeir stærstu tóku upp tjaldið og ætluðu sfðan að koma á eftir, en þá bilaði annað hjólið þeirra, og þrátt fyrir ýtrekaðar tilraunir okkar vélfróðustu manna komst það ekki í lag aftur. En það gat runnið undan brekkunni og notuðum við okkur það niður að sjónum, Þar fundum víð kaðal, sem við röktum og útbjuggum >trossu« til að draga hjólið. Var nú einn af þeim minni sectur á það, og kl. 1 aðfara- nótt mánudags komum við til bæjarins meö einn í slefi. Sveinn B/arnason.

x

Skólaskátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólaskátinn
https://timarit.is/publication/1638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.