Skólaskátinn - 01.12.1939, Page 9
SKÓLASKÁTINN
7
AÐFANGADAGSKYÖLD.
( S A G A )
Hann rann til og datt. — Allir bögglarnir
duttu af hjólinu. Bara að ekkert hafi nú
týnst. Hann taldi þá og leitaði betur. Nú
voru þeir allir. í’etta var nú meira veðrið,
— norðan stormur með krapahríð svo að
hann réði sér varla og þurfti eins mikið að
draga hjólið eins og að stíga það. Og
klukkan enn ekki nema fjögur. Steini hugs-
aði með skelfingu til þess, sem eftir var
dagsins. Ætli hann héldi það út, ef veðrið
ekki batnaði. Allir þurftu að fá sent heim
úr kjötbúðinni, og nú var aðfangadagur jóla
og aldrei meira að gera en þá, Hann þurfti
að fara margar ferðir í sum húsin, því allt-
af mundu frúrnar eftir einhverju, — hringdu
og báðu að sendk það. Éngum datt í hug,
hvað það var voðalegt iyrir lítinn sendil að
fara margar ferðir, í staðinn fyrir eina, í
þessu líka voða veðri. Verst af öllu var þó
að fara til heildsalans. »Vi]lan* hans stóð
nokkuð langt fyrir utan og ofan bæinn.
Og ef satt skal segja, var hann hálf myrk-
fælinn á leiðinni þangað. Veðrið var líka
verra þar upp frá, en niður í bænum, og
vont að rata, þegar dimmt var orðið. Hann
var nú búinn að fara fjórar ferðir þangað
í dag, svo að vonandi yrðu þær ekki
fleiri. —
Nú var það kjötbitinn bennar Sigríðar
gömlu. Hún liafði verið að skafa krapið af
tröppunum hjá sér, þegar hann var að fara
í búðina um morguninn og kallaði á hann
og bað hann að kaupa kjötbita fyrir 50 aura.
— Ætlaði að sjóða sér súpu til tilbreytingar,
af því að það voru nú jólin. ^Éú kemur með
hann bara einhverntíma, þegar þú átt ferð
hjá. fað verða líklega nokkrar ferðirnar þín-
ar dag, Steini minn*. Hún var alltaí svo
hlýleg og góð við hann, þessi gamla kona.
Hann barði á dyrnar, heyrði að hún kom
haltrandi fram ganginn. »Nú það ert þú,
góði minn. Komdu inn fyrir. Er þér ekki
ósköp kalt. Ég á hérna handa hér kakósopa,
það er ekki of mikið fyrir hlaupin«. Steini
varð ákaflega feginn. Engum öðrum hafði
dottið í hug að hlyuna svona að honum, og
það þó að hann hefði komið með stærri
sendingar en þetta. Hann skóf af sér snjóinn
og fór inn. Éað var lítil stofa með eldavél í
einu horninu. Rúm, kommóða, lítið borð og
fyrir framan það kofort með sessu á, auð-
sjáanlega ætlað til að sitja á þvf. Það var
líka eina sætið sem var sjáanlegt. Ein mynd
hékk á veggnum. Éað var stækkuð mynd af
ungum og glæsilegum manni. Líklega var
það maðurinn hennar. Hann var víst dáinn
fyrir löngu. Steini hafði heyrt að hann befði
verið skipstjóri á skipi. sem fórst rétt fyrir
jólin. — Dáið frá sjö börnum, —því elsta 13
ára. Dreng, sem varð sjómaður og drukkn-
aði fyrir nokkrum árum. Um hin vissi hann
ekkert. Éau voru að minnsta kosti ekki hér í
bænum. Á kommóðunni voru myndir af litl-
um börnum. ÍÉar var líka mynd af ungri
stúlku í hvítum kjól. Honum varð starsýnt á
myndina, Það var svo mikill ljómi yfir
andlitinu.
Nú kom kakóið og kringlur með því, og
gamla konan tók eftir, hvert hann horfði og
sagði að þetta væri mynd af sér, þegar hún
var 19 ára. »Ég hef hana þarna til að ég
gleymi ekki alveg þeim björtu dögum«.
Steini flýtti sér að di ekka og hresstist mikið,
Spurði konuna hvort hana vSntaði ekki eitt-
hvað, sem hann gæti keypt fyrir hana.
Hann kom auga á tóma kertastjaka og
spurði, hvort hún væri búin að kaupa kertí.
»Nei«, hún hafði nú ekki leyft sér svoleiðis
óþarfa undanfarin ár, því eftír að hún gat
ekki annað en prjónað leista, mátti enginn
eyri fara í óþarfa.
Hann hélt áfram að koma bögglunum til
skila, en var alltaf að hugsa um gömlu kon-
una. Hann hafði spurt, hvort henni leiddist
ekki að búa svona ein, en hún hafði svarað:
»Nei, ég er sátt við lífið«. — Hvað gat