Alþýðubandalagsblaðið


Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Síða 16

Alþýðubandalagsblaðið - 20.12.1975, Síða 16
Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri hefur sent frá sér eftirtaldar bækur: ÁFRAM VEGINN, sagan um Stefán íslandi, skráð af Indriða G. Þorsteinssyni. Á bókarkápu segir: „Allir íslendingar vita, hver Stefán íslandi, óperu- söngvari er. En fáir kunna ævintýrið um hinn umkomu- lausa, skagfirska pilt, sem ruddi sér leið til frægðar og frama úti í hinum stóra heimi með hina silfurtæru rödd, sem hann fékk í vöggugjöf, að vega nesti. Hér rekur Indriði G. Þor steinsson þessa undraverðu sögu mannsins, sem varð einn ástsælasti listamaður þjóðar- innar. Hér kemur fjöldi manns við sögu, stíll Indriða er leikandi léttur og frásögn Stefáns fjör- ug og skemmtileg.“ Bókin er prýdd fjölda mynda frá ýmsum tímum í ævi Stefáns og aftast í bókinni er að finna nafnaskrá úr meginmáli henn- ar, auk skrár yfir hljómplötur, sem Stefán íslandi hefur sung- ið inn á, ýmist einn eða með öðrum frá því árið 1937. Aftan á titilsíðu bókarinnar er þess getið, að bókin sé sett úr Baskeville letri og prentuð á Fidelith Woodfree Chamoise pappír frá Belgíu. Er pappír þessi gulleitur og frá sjónar- hóli leikmannsins, heldur leið- inlegur varningur. Káputeikn- ingu gerði Kristján Kristjáns- son. Það er bara svona, skáldsaga eftir Guðnýju Sigurðardóttur og er það þriðja bók höfundar, sem auk ritstarfa vinnur við húsmóðurstörf í Rvík. Fyrsta bók hennar Dulin ör- lög, smásagnasafn, kom út hjá Almenna bókafélaginu árið 1969, en áður höfðu birst eftir hana smásögur í blöðum og tímaritum. Önnur bók hennar kom út árið 1973 hjá Bóka- forlagi Odds Björnssoar og er það skáldsaga, sem nefnist Töfrabrosið. Það er bara svona er nútíma skáldsaga og segir frá hjónum sem flytja úr rólegu plássi til Reykjavíkur. Lífið þar er þeim framandi og ýmis ævintýri ger- ast í fyrirmyndarblokkinni nr. 10 við D-götu. Leiðrétling í síðasta tölublaði AB-blaðsins misritaðist í fréttatilkynningu frá Espirantófélaginu að næsta alþjóðaþing Espirantóista yrði haldið í Reykjavík, en á að vera í Aþenu, en hér í Reykja- vík árið 1977. Guðný Sigurðardóttir er lip- ur stílisti og kryddar frásögn sína skemmtilegri kímni, sem hefur bók hennar langt yfir hinar svokölluðu „kéllinga- bækur.“ Leitarflugið eftir Ármann Kr. Einarsson, og er það 3. útgáfa bókarinnar. Er þetta fimmta bókin í sarn stæðum bókaflokki fyrir börn og unglinga um Árna og Rúnu í Hraunkoti og ævintýri þeirra. Ýmsar forvitnilegar persónur koma við sögu s. s. Búi brodd- göltur, Svarti-Pétur, Olli of- viti o. m. fl. Halldór Pétursson mynd- skreytir bókina af sinni al- kunnu snilld. VIÐ HLJÓÐFALL STARFS- INS, íjóð eftir Guðmund Þor- steinsson frá Lundi. Er hér á ferðinni ljóðabók, allmikil að vöxtum, og skiptist hún í fjóra flokka eftir efni, þ. e. í gamni og alvöru, Að baki sögunnar, Minni — tæki- færiskvæði og Alvara. Guðmundur Þorsteinsson er austfirðingur að ætt, en býr nú, sem „búlaus verkamaður í sveit“ í Sandvík skammt frá Nýhöfn á Sléttu. Steindór Steindórsson frá Hlöðum ritar formála að bók- inni og segir þar m. a. um kvæði Guðmundar: „Þau eru sterkur íslenskur vefnaður, unnin til að veita skjól og verndar heilbrigði þjóðarinnar í hugsun og hætti.“ Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi er nú á áttræðisaldri og hann yrkir í hefðbundnum stíl eftir ströngustu kröfum bragfræðinnar. Ennfremur hefur Bókafor- lag Odds Björnssonar sent frá Starfsmannaráð F. S. A. gengst fyrir málverkasýningu átta myndlistarmanna frá Akureyri. Sýning þessi er sett upp í stiga- göngum og setustofum stofnun arinnar. Starfsmannaráð bauð 10 myndlistarmönnum að taka sér tvær þýddar bækur, Bíla- borgina eftir Arthur Hailey og Hvítklæddar konur eftir Franlc G. Slaughter. Er hér um skáld- sögur að ræða og hefur Her- steinn Pálsson þýtt þær báðar. Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér bók eftir ungan höfund, Guðlaug Arason, og nefnist bókin Vindur, Vindur, vinur minn. Aðalpersóna bókarinnar, Eingill í Staung, er utangarðs- maður sem umhverfið stimplar fávita og á enga samleið með þátt í þessari sýningu og 8 myndlistarmenn sendu og sýna þarna um 40 myndir, og einnig er þarna á sýningunni rýateppi eftir Ragnheiði Valgarðsdóttur. Þeir myndlistarmenn, sem eiga þarna verk eru: Hallmundur öðrum, en býr samt yfir meiri heilindum í lífsskoðun en það samfélag ,sem útskúfar hon- um, og hann á sér trygga vini, þar sem eru vindurinn, fjaran og hafið. Sagan greinir frá til- raunum hans til að tengjast samfélaginu og margvíslegum árekstrum, sem af því hljótast. Vindur, vindur, vinur minn, er fyrsta skáldsaga Guðlaugs Arasonar. Guðlaugur er dal- víkingur að ætt og hefur stund- að sjó frá blautu barnsbeini. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1973 en hefur að undan- förnu dvalist í Kaupmanna- höfn við ritstörf. Kristinsson, Aðalsteinn Vest- mann, Öli G. Jóhannsson, Val- garður Stefánsson, Gísli Guð- mann, Guðmundur Ármann, Þorgeir Pálsson og Örn Ingi. Allar þessar myndir fær starfs- Frh. á bls. 10. Málverkasýning á F.8.A. RITST J ÓRN ARGREIN: Jól og kristni M. * W »lii -fVl' ny WtX »> * »1 MALGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS I NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Ritnefnd: Helgi Guðmundsson (ábm.), form., Sigurbjörn Halls- son, Steinar Þorsteinsson, Jón Daníelsson, Kristín Ólafsdóttir, Óttar Einarsson og Soffía Guðmundsdóttir. — Framkvæmdastj.: Jóhanna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn og afgreiðsla: Eiðsvalla- götu 18, sími: 2-18-75. — Pósthólf: 492. Þegar jólahelgin nálgast kemur meistarinn Jesús Kristur mönnum æ oftar í hug. Þá rifjast líka upp fyrir þeim, er þetta ritar, ræða sem hnyttinn maður hélt um boðskap Jesú og hófst hún á þessa leð: „Fyrir tvö þúsund árum kom Jesús Kristur fyrstur með þá kenningu, að menn ættu að elska náunga sinn eins og sjálfan sig, launa illt með góðu og sá sem ætti tvo kyrtla skyldi gefa náunga sínum, er engan ætti, annan þeirra.“ Síðan hefur ekkert gerst í málinu. Og þó — reyndar hefur ýmislegt gerst í málinu á þessum tvö þúsund árum. Sennilega hefur sú tilfinning, að allir menn væru jafnir og engan mætti órétti beita, aldrei átt meiri ítök í hugum manna vítt um veröld en nú, einkum meðal ungs fólks. Nú stefna tugir ríkja undir merkjum sósíalismans að því að afnema efnahagslegt misrétti, semsagt að framkvæma það boðorð Jesú sem fjallar um kyrtlana. Sú framkvæmd gengur misjafnlega og skrykkjótt, en hún er þó í gangi og er jafnframt alvarlegasta ógnun við ofurvald auðsins í kapitalistiskum löndum. Með þessum orðum er að sjálfsögðu ekki verið að segja það, að þeir stjórnmálaflokkar sem kenna sig við sósíalisma, séu einskonar arftakar um kristilegan boðskap. Hitt er aft- ur rétt og skylt að bera fram afdráttarlaust, að það er eng- inn skyldleiki til á milli kærleiksboðskapar Jesú Krists og þeirra afla sem viðhalda og styðja peningahyggju og auð- drottnun. Það er sennilega hámark pólitískrar hræsni þegar íhaldið reynir að skreyta sig með merkjum Krists og telur sig sérstakan vörð um kristilegar lífsskoðanir og hugsjónir. Eykon, Geir og Co eiga ekkert sameiginlegt með postul- unum nema einum þeirra. Það þarf hinsvegar ekki nema miðlungs hugmyndaflug til að sjá þá fyrir sér í þeim hópi sem gerði musterið að markaði og var rekinn þaðan öfugur út. Þeim væri því sæmst að láta heldur lítið fyrir sér fara þegar kristindóm ber á góma. — Það má svo almennt segja um jólahald okkar íslendinga, að heiðinn norrænn siður móti það mest. Til forna voru jól- in hátíð ljósanna og mun hafa verið fagnað með þeirri ljósa- dýrð sem menn gátu fyrir komið, og svo hressilegri tilbreyt- ingu í mat og drykk. Allt það tilstand með skrautglingur og jólagjafakeppni, sem alltaf er að aukast, mætti að mestu hverfa og yrði fáum eftirsjón að nema kaupsýslustétt. AB-blaðið óskar lesendum sínum friðsamlegra og gleði- legra jóla. Það vonar að allt það fólk, sem þrælar myrkr- anna á milli, til að sjá sér og sínum farborða, geti átt ein- læga gleði á heimili sínu án tilkostnaðar sem sökkvi því enn dýpra ofan í skuldafen og fjárhagsáhyggjur. Loks leyfir blaðið sér að bera fram þá ósk, að sagan um jólabarnið og boðskapur Jesú Krists megi þrátt fyrir allt ylja okkur í hjörtum og endurnæra drauminn um fegurra mannlíf, nýtt og betra samfélag. — A —

x

Alþýðubandalagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.