Strandapósturinn - 01.10.2001, Blaðsíða 125
þess uppi á loftinu, hefði það haft dómgreind til að uppdaga
það. Það má því kallast mikil rnildi að dýr þetta skyldi ekki vera
aðsúgsmeira en það reyndist vera. Var öllum léttir að því að vita
alla heila og óskemmda eftir þessa óvæntu og dularfullu heim-
sókn. Ottinn leið hjá.
En sú björg og búbót sem varð af kornu hvalanna, þessara
dauðadæmdu dýra, varð til þess, að bægja sulti frá mörgum
heimilum í grenndinni, og kannski víðar þó engar sagnir hafi
geymst um það, svo munað sé, að þær komust á blöð, eða í hug-
um manna, utan þessi litlu brot, sem ég hef hér fest á blað, ef til
vill á síðustu stundu. Hafði ég þó oft leitt huga að því, en hafði
svo lítið við að styðjast annað en hina knöppu frásögn móður-
systur minnar sem svo margt hafði reynt og upplifað um sína
daga, að það var mest af tilviljun að hún sagði frá atburðum úr
lífi sínu. Það er ekki fýrr en ég rakst á þessa ársetningu (1866)
sem ég fann í áðurgreindum minningum Guðmundar Péturs-
sonar. Það varð til þess að það varð æ ofar í huga mér að festa
þetta á blað, þó lítil rnynd yrði á því, sem vænta má, svo sem öllu
er komið fyrir mér, ellimóðum og örvasa. Eg veit ekki fremur en
aðrir hver dagurinn verður síðastur hjá mér.
En með þessum línum hefi ég sagt frá þessum atburðum, sem
áttu sér stað fýrir 134 árum. Þetta er fest á blað 22. nóvember
2000 frá miðjum degi til kvölds, með nokkrum frávikum í mat
og til annarra þarfa. Þegar ég nú lýk þessu er kl. 45 mínútur
gengin í 9.
Bce, 22. nóvember 2000
123