Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 4

Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 4
AÐALBJÖRG SIGURtíARDÓTTIR: 1908 — 1949 „15. marz 1908. SÍ.MASKEYTI til Austra frá Ritzaus Bureau Kbh. 14/5. kl. 1.40 e. m. Millilandanefndin að undanteknurn Skúla Thoroddsen ber upp frurnvarp til sameigihlegra laga, er leggja skuli fyrir rikisþing og alþingi. Aðalákvæðið er: ísland er frjálst, sjálfstœtt, óaf- salanlegt larid, sameinað Danmörku rneð sam- eiginlegum konungi og með sameiginlegu mál- unum, sem ákveðin eru með þessum lögum, og myndar þannig sarnan með Danmörku ríkjasam- bandið: (Statsforbindelse) Alríkið danska. Konungurinn kallast framvegis konungur Dan- rnerkur og íslands. Sameiginlegu rnálin að rnestu leyti hin sömu og áður. íslandi veitist tilhliðrun hvað snertir strandvarnir og rétt innborinna manna. Gjört ráð fyrir stofnun œðsta dómstóls á íslandi. Fáninn verður sameiginlegur út á við; íslendingar geta tekið upp heimaflagg. Lands- sjóður íslands greiðir sinn liluta af hirðeyri kon- ungs. Islendingar \og Danir njóta sama réttar i Danmörku og á íslandi. Eftir 25 ár má endurskoða lögin, siðan má að nokkru leyti afnema sameiginlegu málin, ef sarn- komulag ruest ekki; samt er kosningasambandið, stjórn utanríkismála og hermálin óuþpsegjanleg. Rikissjóður Danmerkur greiðir íslandi / ]/!> milljón króna í eitt skipti fyrir öll. Skúla Thoroddsen virðisl frumvarpið ekki vera Ijóst, kveður hann ísland vera sjálfstætt riki, (suveræn Siat) jafnréttliátt Danrnörku. Bar hann upjr breytingartillögu um að Ísland sé skýrt viðurkennt sjálfstœtt riki. Öll sarneiginleg mál nema konungssambandið uþpsegjanlegt. Breyt- ingartillagan var felld með öllum atkvœðum, gegn atkvœði Skúla Thoroddsens. (Prentað á fregnmiða í gœr.) Þau munu hafa komið flestum á óvart tiðind- in, er skeyti þetta hermir, eigi sízt þar sem fregnir þœr, er áður uoru komnar af árangri millilanda- nefndarinnar og þrentaðar eru i skeyturn hér á öðrum stað i blaðinu, bentu ótvírœtt til þess, að úrslitin mundu hafa orðið annan veg. Það mun óefað mega telja það vist, að þessu frumvarpi millilandanefndarinnar mun verða tekið með almennum óhug hér á landi, og ekki nokkur minnstu líkindi til annars en að þjóðin muni hafna þvi með miklum meiri hluta atkvœða og þá að sjálfsögðu fulltrúar hennar á Alþingi lika. Vér getum ekki betur séð en að hér sé stórt sþor stigið aftur á bak frá sjálfstæði voru, þar sem vér eigum að binda oss um aldur og ævi við Danmörku og megum aldrei sjálfir ráða utanrikis- málum vorum. Sumt er það auðvitað í frumvarpi þessu, sem er til bótafrá því, sem nú er, en þetta: að ísland skuli vera ætíð og ævinlega hluti úr „alríkinu danska“ og láta Dani jafnan hafa á hendi utanrikismál vor, — það er óhafandi og hneisa fyrir oss að binda slikan klafa um háls vorn. Og vér teljum sennilegt, að eigi verði mikill flokkadráttur um þetta mál og menn verði að mestu sarntaka og lítið hjáróma i þvi að hrópa: „Vér mótmœlum allir.“ Ekki er samt alveg óhugsandi, að eitthvað felist hér á bak við, er vér liöfum eigi fregnað ennþá, en sem nefndarmenn geti skýrt oss frá, þegar þeir koma, eitihvað það, er geri frumvarp þetta eigi eins drunga- og háskalegt eins og það eftir skeyt- inu virðist. vera. Og ekkert skyldi gleðja Austra meira en ef það reyndist svo. En hvort. sem. er, þá viljum vér ekki kasta þungum. steini á nefndarmenn vora. Hlutverk þeirra hefur verið afar erfi.lt, en enginn minnsti vafi er á þvi, að vilja t.il þess bezta oss til handa 40 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.