Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 38

Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 38
KANNTU AÐ LESA í LÓFA? Frá alda öðli hafa menn haft þá hugmynd, að í mannslóf- ann væru ristar dularfullar rúnir, er gæfu til kynna hæfileika einstaklingsins, hneigðir hans og jafnvel örlög, og margar bæk- ur hafa verið um þetta skráðar. Hin raunhæfu vísindi nútím- ans viðurkenna ekki slíkar hugmyndir, en eigi að síður hafa margir enn gaman af því að velta þeim fyrir sér. Syrpu hefur nú dottið í hug að verja fyrst um sinn nokkru rúmi undir dálitla tilsögn í þessari gömlu íþrótt, enda boðist til þess að- stoð fróðs manns. Þó að blaðið vilji hreint ekki halda þeirri trú að lesendum sínum, að líklegt sé að leyndardómar framtíð- arinnar opinberist þeim í þessum þætti, þá gæti hann kannski orðið einhverjum dægrastytting. Þær línur lófans, sem mestu máli skipta, eru sjö: Liflinan, sem segir til um langlífi eða skammlífi, og sveigist utan um þumalfingurvöðvann. Höfuðlinan, tákn hæfileikanna, þvert yfir lófann. Hjartalinan, tilfinningarnar, jafnhliða'höfðulfnunni, nær fingr- unum. Örlagalinan, eftir lófanum miðjum frá úlnlið og framundir fingur. Sólar- eða haþpalinan, sem liggur utantil í. lófanum og stefnir að baugfingri. Heilsulinan, skáhalt eftir lófanum endilöngum og stefnir á litla fingur, og hjónabatidslinan, er stefnir frá handarjaðrinum inn í lófann, nokkru ofan við litla fingurinn. Hinar minni háttar línur eru þessar: Innri liflinan (eða marzlínan) innan við aðal-líflínuna. Venusbeltið, sem liggur í sveig upp frá og utan við baugfingur og löngutöng. Innsæislinan, í hálfbaug meðfram handajaðrinum. Armböndin um úlnliðinn og hringir Satúrnusar og Salómons, sein skýrt verður frá síðar. Línurnar eiga að vera glöggar og hreinar, hvorki breiðar né litlausar, sundurslitnar eða með krossum eða öðrum truflun- um. Mjög daufar línur benda til óhreysti og þrekleysis. Rauðleitar línur tákna framtakssemi, viljaþrek og bjartsýni. Mjög dökkar línur bera vott um sjúklegt þunglyndi, hefni- girni og langrækni. (Framh.) LÁRÉTT: 1. „Stefaníu". 5. Fugf. 7. Ferðast. 8. Vísan. 9. Tappi. 10. Nærri. 12. Ná í sundur. 14. Rölt. 15. Lík sólskini. 17. Hvíla. 19. Gamall skipstjóri. 20. Hælt hástöfum. LÓÐRÉTT: 1. Afkomandi. 2. Svertir. 3. Gömul borg. 4. Tólið. 5. Tímatal. 6. Rólegra. 9. Það, sem allir vilja heyra. 11. Löðurmannlegasti glæpurinn. 13. Fullkominn. 14. Blíðulátum. 16. Strákur. 18. Fuglinn í fjörunni. RÁÐNING á gátum í 1. hefti 3. árg. 1. Töfratalan er 34. 2. Dátarnir voru 58. 3. Ófeigur Oddsson frá Mörk. KROSSGÁT AN: Lárétt: 7. Suðurheimsskaut. 8. Ámalegt. 10. Sígrænn. 11. Tómas. 12. Ónáða. 14. Galli. 15. Innt. 16. Amað. 17. Hagi. 19. Óðan. 21. Ester. 22. Natin. 23. Egill. 25. Harðari. 26. Dúk- lagt. 27. Viðbeinsbrotnar. Lóðrétt: 1. Guðmundarstaðir. 2. Ruglaði. 3. Óhægt. 4. Ásdís. 5. Skartað. 6. Auðnuleysingjar. 9. Tómt. 10. Saga. 13. Annar. 14. Ganran. 17. Heiðabæ. 18. Ingi. 19. Óöld. 20. Naglæta. 23. Ermin. 24. Lúðra. 74 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.