Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 23

Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 23
Kristur hafi að eðlisfari verið vígamaður og sverðakaupmaður, þótt hann léti því miður undan síga fyrir ofurefli liðs. Og nú síðast hefur Guðmundur Gíslason Hagalín, einnig prófessor af náð Alþýðuflokksins, lýst yfir því x Alþýðublaðinu að hann sé reiðubúinn að taka að sér yfirstjórn á flota íslendinga þegar til styrjaldarinnar kemur. A vopnuðu skipi kveðst hann ætla að snúast „til varnar gegn hinum djöfulóðu villidýrum í mannsmynd," en fái hann ekki að berjast kveður hann sig „myndi á banastundinni brenna af beiskju og kvöl og af sárri skömm á þjóð sinni". Og nú virðist vel fyrir öllu séð. Þegar hinn austræni inn- rásarher nálgast landið, verður fyrir honum Guðmundur Gísla- son Hagalín prófessor, vígbúinn eins og Alexander Dumas í Heljarslóðarorustu: „Alexander Dumas var á þann hátt búinn, að hann hafði vafið sig allan í óbundnum bókum og reyrt að utan meður svarðreipi; voru það allar þær bækur er hann hafði ritað, og sem óseldar voru; var sá strangi svo þykkur að Alexander Dumas sýndist eins og hvítur kirkjuturn. Gengur hann nú móti Eldjárn og rífur hvert pappirsarkið utan af sér eftir annað og hnoðar í kúlur allharðar.“ — Til þess að Haga- lín prófessor kæmist fyrir á nokkru skipi yrði hann að láta sér nægja óseld eintök af „Móður Island" og „Konunginum á Kálfskinni", enda yrði þar af enginn smávegis strangi, og víst er um það að hinir austrænu verða ekki öfundsverðir af að fá yfir sig kúlnahríð úr blöðum þeirra bóka, þar sem flestar kúl- urnar yrðu skjalfest búkhljóð og önnur þau firn sem framandi þjóðir munu ekki einu sinni þekkja af afspurn. Ef svo ólíklega skyldi vilja til að einhverjir austanmanna kæmust lífs af úr þeirri gjörningahríð yrðu fyrir þeirn á ströndinni Guðbrandur hinn kaþólski og Pétur hinn lútherski, með 33 þúsund manna lið að baki sér, tónandi á víxl og í tvfsöng pápíska bannsöngva og stríðsæsingar úr heilagri ritn- ingu. Myndu bolsévíkar þá komast að raun um, að sú andstaða væri jafnvel eldur hjá ösku hagalínskra búkhljóða og gefast upp skilyrðislaust. ' Það virðist því ekki lengur ástæða fyrir Gxsla Jónsson að ugga um tímanlega og andlega velferð íslenzkrar kvenþjóðar. í skjóli þessara þriggja stríðsmenna getur litin haldið áfram að vild vinfengi sínu við þá erlenda menn sem ástunda vestrænt lýðræði í sambúðinni. Og nú standa jafnvel vonir til að ásælni hinna austrænu verði til þess að vestrænir lýðræðissinnar fái að leggja undir sig allt þetta land á ný og geti þá komið stima- mýkt sinni á framfæri við alla sem hennar vilja njóta. Og þá mun verða haldin fagnaðarhátíð í Sjálfstæðisflokknum, þar sem þingskörungurinn Gísli Jónsson mælir fyrir rninni ís- lenzkra kvenna og þeirrar björgunar úr bráðum háska sem sannir íslendingar hefðu af hendi leyst. Og hver veit nema hann yrði síðar þeirrar náðar aðnjótandi að verða fluttur vest- ur um haf til hins fyrirheitna lands. Það er sem sé enn óséð hvort minni blessunartímar bíða íslenzkrar karlþjóðar en kven- þjóðarinnar. Myndarbragur d Suðurnesjum „Vonbrigði" skrifar ívar Guðmundsson Víkverji í dálkinn sinn í Morgun- blaðinu 8. febrúar. Hann hefur brugðið sér á braggaball suður í Njarðvíkur og segir sínar farir ekki sléttar: „Gesturinn, sem lesið hefur æsifregnirnar af böllunum í Njarðvík, hlýtur að verða fyrir vonbrigðum. Það er ekkert að sjá. En kannske það komi seigna ...“ Ferðasagan byrjar svona: „Kvenfélagið og ungmennafélagið í Njarðvíkum eiga mynd- arlegt samkomuhús rétt utan við Keflavíkurflugvöll. Nokkur blaðaskrif hafa átt sér stað um hús þetta og það, sem þar á að fara fram í hver vikulok. Af skrifunum varð ekki annað skilið, en að þetta væri hið mesta spillingarbæli og einstak- lega óþjóðlegt. Hatningjan hjálpi æskunni á Suðurnesjum, hugsuðu vandlætararnir, hún er að fara í hundana og Amerí kanann, sem mun vera nokkurnveginn það sama á máli sumra. Um síðustu helgi, er ég var staddur á Suðurnesjum í öðr- um erindum, datt mér í hug að sjá með eigin augum þetta „spillingarbæli" ...“ Svo kaupir hann sig inn fyrir 20 krónur, borgar 3 krónur fyrir fatageymsluna og fer að litast um: „... Sumir dansa „Boogie xvoogie", og piltarnir eru ekki óþjóðlegri en svo, að þeir stx’xta sig á svarta dauða í snyrti- herbergjunum rétt eins oð aðrir menn gera um allt land ...“ Honum lýzt ljómandi vel á sig og „óstyrkurinn" fer alveg af honurn þegar hann sér "... þi já myndarlega lögregluþjóna, sem halda vörð. Bak við stórt afgreiðsluborð eru staflar af gosdrykkjakössum. Glös eru ekki notixð og í stað þess geta menn fengið pípur til að drekka með og menn bera sjálfir veitingar sínar að boið- unum. Glasaleysið veldtir því m. a. að óhætt er að „hella útí“ úr bakvasabarnum ..." Hann hálflangar að hitta ameríkana sér til sálubótar, ekki þarf hann að óttast að fara í hundana, en nú er illt í efni, hvernig á að þekkja þá frá sauðsvörtum almúganxim síðan þeir voru færðir úr únxformunum? Myndarlega lögreglan getur lítið hjálpað, hún er löngu hætt að gera greinarmun á innfæddum og erlendum á Suðurnesjum; helzt má þó hafa það til marks, hvað þeir útlendu eru „friðsamir og seinir til vandræða". „Þetta eru bannsettar ýkjur, sem þeir eru að skrifa," upplýsir aðstoðatinaður Guðmundar í„ „það kemur fyrir, að strákarnir fá sér of mikið neðan í því, og þá hjálpum við þeim út í ró- legheitum." SVRl’A 59

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.