Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 12

Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 12
J Ó H A N N E S L I N N A N K O S K I : „Ég er að leita að manni“ Gömul saga hermir: Þegar hinn hrjáði maður var á leið til Golgata, hné hann máttvana til jarðar undan ofurþunga krossins, sem hann bar. Þetta skeði fyrir framan hús Ahasverusar, hins drambsama höfðingja. Ung og æskurjóð ambátt Idjóp til húsbónda síns og færði honum tíðindin: „Það liggur húðstrýktur maður á gangstéttinni þinni fögru, herra.“ Hinn hrokafulli höfðingi brást reiður \ið og hrópaði: „Snautaðu burt!“ Svo benti hann í áttina til Golgata og bætti við: „Þarna geturðu livílt þig.“ Og maðurinn staulaðist á fætur og liélt leiðar sinnar, án þess að líta upp. Ahasverus horfði á eftir honum, liann sá magran, húðflettan líkam- ann heykjast undir þungri byrðinni, honum fannst sem stungið væri hnífi í hjarta sér. „Heyrðu, maður,“ kallaði hann á eftir honum. „Hvað hefur þú gert, svo að þetta skyldi henda þíg?“ Undan þungu krosstrénu heyrðist veik rödd: ,,Ég var að leita.“ Hæðnisglott breiddist um andlit Ahasverusar. „Að leita!“ hrópaði hann og hló við. „Að hverju varstu að leita?“ Þá litu undan krossinum tvö dularfull augu, og hinn hálfbrostni ljómi þeirra brauzt út eitt andartak og féll á meinfýsið andlit höfðingjans. „Ég var að leita að manni,“ heyrðist stunið fram milli bleikra vara. Hinn hrjáði maður hvarf úr augsýn og raddir fjöldans dóu út. En í hinum fagurskreytta skrúðgarði Ahasver- usar gengur maður, eirðarlaus og órór, honum finnst jörðin brenna undir fótum sér; allan dag- inn gengur hann fram og aftur, fram og aftur, allt kvöldið, alla nóttina, dimma og langa, geng- ur hann og gengur og finnur engan frið. Um morguninn tekur Ahasverus sér staf í hönd og yfirgefur hinzta sinni liina unaðsfögru Jerú- salemsborg. ■¥■ Hann gengur og gengur, land úr landi, öld eftir öld ráfar hann um, — Gyðingurinn gang- andi, — án þess að finna sér nokkurs staðar hvíld. Að hverju léitar þú, hvíldarlausa sál? Ó, hlustið, þér drottnar heims, þér, sem kór- ónurnar berið, þér, sem ýmist eruð bölvun mann- kyns eða blessun! Ósýnilegir fætur snerta gólfin í híbýlum yðar, undarlegur skuggi sveimar til og frá um veggina, örvæntingarfullt hvískur berst um svefnskálann: Ahasverus er enn á ferð sinni, undir kórónum og purpuraskikkjum heldur hann áfram að leita eftir manni. Ó, heyrið og hlustið, þér ráðgjafar konung- anna, þér ókrýndu valdhafar á jörð, — sjálfir að- eins dauðlegir menn — þér, sem gerið yður líf milljónanna að leiksoppi, ó, staldrið við og hlust- ið: Gegnum rústir metorðagirndar yðar, gegnum blóði drifna vígvelli og táraflóð, gegnum fen og forað bróðurmorðanna gengur Ahasverus hröð- um skrefum; og einhverja haustnóttina knýr hann rammgerða glugga yðar og hrópar gegnum gráthvin stormsins: „Ég er að leita að manni!“ Og sjá, ó, sjá, þú veröld og þið fjölmörgu þjóð- flokkar! Maðurinn er hinn sami í dag og hann var í gær: Hann dýrkar guði sína, þjónar menn- ingu veraldarinnar, hrópar um frið á jörðu og ákallar réttlætið. En það er enginn guð í þessum heimi annar en valdið, ekkert réttlæti annað en ofbeldið, — meðal ánauðugra ættkvísla, ógnum beittra kynflokka og spilltra tungumála ráfar Ahasverus eins og sært dýr frá einu landi ti! annars. Hann finnur engan mann! Og þér, sem eltið ólar við hamingjuna eða haf- ið orðið velgengninni að bráð, takið eftir því, hversu Ahasverus gengur hljóðlega hjá: Hvort sem þér eruð í faðmi sælunnar, eldi fýsnanna eða myrkri syndarinnar, þá hvíslar hann til yðar gegnum grindur fangaklefans: „Ég er að leita að manni!“ Og þér, sem vinnið að sköpun hins nýja ríkis 48 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.