Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 25

Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 25
2. grein ÁKI PÉTURSSON: SKÁKDÆMI Skákin fór sigurför um alla Evrópu og vann hylli flestra þjóðhöfðingja hennar, sem ágæt dægradvöl, og voru það jafnt konur sem karlar, er iðkuðu manntaflið. Á 12. öld er skákin þekkt í flestum löndum (áhrif krossferða). Á 17. öld stendur hún í blóma alls staðar (landfundir?) og kemst í fastar skorður (prentlistin). En öll þessi ár og allt til aldamóta 1800 kvað lítið að skák- dæmagerð, ekki svo að skilja að ekki hafi verið fengizt við slíkt, heldur hitt, að það sem skapað var átti varla líf skilið. Algengastar voru endur- samningar á arabískum mansúbötum eða eftirlík- ingar. Sem dæmi um iðnina má nefna, að Dilar- amsmátið var framreitt í meira en 200 slíkum dæmum. Hugkvæmni eða nýsköpun lét lítið á sér bæra. Þá hófst þó nýtt form dæma, sem fól í sér aukinn sköpunarmátt. Voru það veðmálsdæmin svonefndu. Nr. 11 er eitt þeirra. Það er úr skák- dæmasafni Civis Bononiæ, sem bjó í Bologna seint á 13. öld, er safn hans elzta heimildin um þá nýjung, að semja skákstöður til þess að veðja um möguleika þeirra, mótsett við skákkennslu, tilgang mansúbatanna. Nr. 11 er gott sýnishorn af veðmálsdæmi. Það er stytting úr 5 leikja mansúbat, og hefur senni- lega verið stytt af Aröbura, því það finnst í liand- riti Alfonsar X., konungs í Kastalíu, árin 1252— 1284, en er þar til viðbótar með livíta kónginn í klemmu á milli svartra hróka á borðinu. Þar er dæmið því hreinræktaður mansúbati. Evrópíska útgáfan gerir það að máti í nákvæmlega tveim leikjum, sem er nýtt fyrirbrigði, og þarf því ekki lengur að halda á svörtu hrókunum, reyndar ekki hvíta kónginum heldur, og hreinsar þá menn af borðinu. Lausn C. B. gefur góða hugmynd um veðmáls- gildi dæmisins. Hann segir í handriti sínu: ,,'Hrókur skákar á f2 og riddari mátar á g3, svona er lausnin segi ég, ef hvíti kóngurinn er hvergi á borðinu. En ef þér setjið hvíta k. á g4, dugar þessi lausn ekki, því þá verður skák á k., þegar svartur drepur hrókinn, og er ekkert mát til í tveim leikj- Skákd. nr. 11 Úr handriti Civis Bononiæ Hvítt mátar i 2. leik Skákd. nr. 12 Carlo Cozio, Ítalíu Hvitt mátar i 3. leik um. En ef þér setjið k. á h3 er til mát, þrátt fyrir sama skákarmöguleikann, því þá rná leika 1. Hg2:. Nú bætið þér enn við svörtu peði á reit- inn c4 og er dæmið þá aftur óleysanlegt, því svart- ur getur nú svarað 1. Hg2: með c4—c3 og verður ekki mátaður í næsta leik.“ í framkvæmd gæti þetta orðið svona: A, sem man vel leiðbeiningar C. B. í handritinu, lætur sem hann muni stöðuna óljóst, og setur hana upp hikandi. B horfir á og hugsar um hvort hann skuli heldur veðja á „mát í 2. leik“ eða „ekki mögulegt að máta í 2. leik“. Hann sér fljótt hróks- fórnina á f2 og velur fyrri möguleikann, mát mögulegt. A hefur með vilja verið að laga til mennina og draga tímann, nú biður hann B að vera rólegan, hann hafi gleymt að láta kónginn á borðið og setur hann síðan á g4. B sér ekki mun. inn, sem það gerir, og tapar veðfénu. Næst, þegar þeir hittast á bjórstofunni, lætur A sem hann liafi gleymt öllu, sem fór þeim í milli áður. Allt fer á sömu leið, nema nú setur A hvíta kónginn fljót- lega á h3 o. s. frv., o. s. frv. Ef til vill má enn leika á B með peðinu á c4. Það var að þakka veðmálsdæmunum, að sá háttur var upp tekinn í skákdæmagerð að tiltaka SYRPA 61

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.