Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 37

Syrpa - 01.03.1949, Blaðsíða 37
sjálfum mér við fegurð þess og yndisleik; þvílík blessun að gleyma sjálfum sér vegna annarra! Blómið þakkaði mér ekki, það leit ekki við mér, — allir dásömuðu það, og af því gladdist ég inni- lega, — nærri má þá geta, hvernig því sjálfu hefur verið innanbrjósts. Svo heyrði ég einhvern segja, að það verðskuldaði fallegi'i pott. Ég var brotinn í sundur og ég fann ósköp til; en blómið var sett í fallegri pott og mér fleygt í ruslið og þar ligg ég eins og hvert annað glerbrot, — en minning- una á ég alla tíma og hún verður aldrei frá mér tekin. (H. G. þýddi.) Naglasúpan ,,Það var ágætis matur, sem við fengum í veizl- unni í gær,“ sagði gömul músakona við aðra, sem ekki hafði verið boðin. „Ég var sú tuttugasta og fyrsta í röðinni frá konunginum garnla og jrað er nú töluverður iieiður, skal ég segja yður! Matur- inu var ljómandi vel framreiddur, — myglað brauð, pjara af spikfeitu svínakjöti, tólgarkerti og vöðlubjúgu, þetta var borið fram tvisvar sinn- um, svo að í rauninni fengum við tvær máltíðir. Við vorum alveg eins og heima hjá okkur, röbb- uðum um daginn og veginn og allir voru í há- tíðaskapi, — ekki leifðum við nokkurri agnar ögn, ekkert var eftir nema trénaglarnir, sem bjúg- unum var lokað með. Svo var farið að spjalla fram og aftur um þá, þangað til talið barst að naglasúpu. Allir höfðu heyrt um það getið, að hægt væri að gera súpu af eintömum nöglum, en enginn hafði bragðað liana og því síður haft nokkra hugmynd um, hvernig farið væri að því, að búa hana til. Það var mælt fyrir rninni snillingsins, sem fann upp þetta þjóðráð, og sagt, að hann ætti skilið að verða fátækrafulltrúi. Var það kannske ekki SVRPA fyndið? Seinast stóð gamli kóngurinn upp og lýsti því yfir, að sú af ungu músunum, sem eldað gæti bragðbeztu naglasúp.una, skyldi verða drottn- ing sín. Eitt ár og einn dag skyldu þær fá til undirbúnings.“ „Þetta var nú bærilegt,“ sagði hin músin, „en hvernig í ósköpunum er farið að því að búa þessa súpu til?“ „Já, hvernig er farið að því? Þetta var einmitt það, sem allar ungu og gömlu mýsnar spurðu urn; allar sárlangaði þær til að verða drottningar, en ekki var þeim um að ramba út um víða veröld til að komast á snoðir um þennan leyndardóm, því að ekki mundi það kosta minna! Og satt að segja þarf líka nteira en lítinn kjark til þess að yfirgefa fjölskylduna og allar gömlu holurnar og skúmaskotin og leggja út í óvissuna; þar eru ekki ostskorpur á hverju strái eða ilmur al skemmdu svínakjöti, nei, þar vofir sulturinn yfir og hver, sem þangað liættir sér, getur rneira að segja átt von á því að einhver kötturinn éti liana lifandi." Það liefur víst verið hugsunin um þessar tor- færur, sem hræddi hávaðann af músunum frá því að leggja upp í jæssa ferð. það urðu ekki nema Ijórar ungar og piprar, bláfátækar mýslur, sem buðu sig fram. Þær komu sér sarnan um að fara sín í hverja áttina, austur, vestur, norður og suð- ur, og láta svo gæfuna ráða, hver hnossið hreppti; allar tóku þær með sér nagla og höfðu hann fyrir göngustaf og líka til.að minna sig á, hvers vegna þær hefðu farið að heiman. Snemma í maímánuði lögðu þær af stað, og á sama tíma næsta ár komu þær aftur. En nú voru þær bara þrjár, þá fjórðu vantaði í hópinn, hún lét ekkert til sín heyra og úrslitadagurinn var runninn upp. „Alltaf skal eitthvað raunalegt þurfa að koma fyrir og verða til þess að skyggja á ánægjuna,“ sagði gamli músakóngurinn, en skipaði samt svo fyrir, að öllum músum í margra mílna fjarlægð skyldi boðið að vera viðstaddar athöfnina, og áttu þær að koma saman í eldhúsinu; ferðalangarnir þrír stóðu í röð út af fyrir sig, og til minningar um þá, sem vantaði, var reistur upp nagli og vafið um hann svartri slæðu. Enginn þorði að láta nokkra skoðun í ljós fyrr en mýsnar þrjár væru búnar að ljúka máli sínu og konungurinn að ákveða, hvað segja mætti meira. Og nú skulum við taka vel eftir! (H. G. þýddi.) 73

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.