Morgunblaðið - 04.08.2021, Side 1

Morgunblaðið - 04.08.2021, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 180. tölublað . 109. árgangur . STÓRBÆTTI HEIMSMETIÐ Í GRINDAHLAUPI ÚTLÁNA- SÖFNIN FÓRU EKKI Í HNÚT BJARNI MÁR DJASSAR Í MÚLANUM VIÐSKIPTAMOGGINN SUÐUPOTTURINN 24KARSTEN WARHOLM 23 Búrhvalstarfur sem liggur í fjörunni við Ytri Tungu á sunn- anverðu Snæfellsnesi hefur vakið athygli vegfarenda. Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, telur hvalshræið hafa verið á reki þó nokkurn tíma áður en það rak á land 25. júlí. Hann segir heimamenn hafa orðið var- ir við hvalinn á reki undan ströndinni laugardaginn 24. júlí og telur mjög líklegt að um sé að ræða sama hval og sást á reki í Faxaflóa fyrir rúmum tveimur vikum. Hvalurinn er 12,6 metrar á lengd og var hann því ekki full- vaxinn er hann drapst. Að sögn Róberts sjást búrhvalir reglu- lega við Snæfellsnes og við mynni Breiðafjarðar. Róbert segir hræið mjög úldið og að af því stafi afar vond lykt en loftmengun er þó ekki það mikil að hún teljist hættu- leg. Hræið mun ekki hafa verið útþanið þegar Náttúrustofa Vesturlands fór á vettvang í síðustu viku. Samkvæmt verklagsreglum Umhverfisstofnunar er förgun í höndum stofnunarinnar sem tekur ákvörðun um hvort hræ séu látin vera eða þeim fargað. gunnhildursif@mbl.is Rúmlega tólf metra búrhval rak á land á Snæfellsnesi Morgunblaðið/Þorsteinn _ Slegið var met í Vínbúðum ÁTVR í vikunni fyrir verslunarmanna- helgina, en aldrei hefur jafn mikið magn af áfengi selst á einni viku í Vínbúðunum. Vikan umrædda er vanalega ein stærsta vika ársins hjá Vínbúðunum en í ár var um 3,6 pró- senta aukningu að ræða frá fyrra ári. Sala í júlímánuði sló met er rúmar þrjár milljónir lítra seldust en aldrei hefur áður verið selt meira magn í einum mánuði. „Skýring á meti júlímánaðar er að vikudagar júlí á þessu ári raðast þannig að stærstu söludagar fyrir verslunarmannahelgi og fyrstu helgi júlímánaðar eru allir í júlí,“ segir Kristján M. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri sölu og þjónustu Vín- búðanna » . 2 Vínbúðin 3,6% aukning var á sölu Metsala áfengis fyrir verslunar- mannahelgi Andrés Magnússon andres@mbl.is Innlagnir í nýjustu bylgju kórónu- veirunnar hér á landi eru sáralitlar miðað við það sem gerðist í fyrri bylgjum, samkvæmt tölfræði, sem Landspítalinn tók saman að beiðni Morgunblaðsins og gerð er grein fyrir með myndrænum hætti í blaðinu. Þrjár helstu smitbylgjurnar risu allar hratt og hátt, en veikindi, sjúkrahúsinnlagnir og andlát hafa verið talsvert mismunandi. Af töl- fræðinni má vel sjá að hópsmit í heilbrigðiskerfinu hafa reynst lang- afdrifaríkust í faraldrinum hér á landi. Þessi smitbylgja hefur risið hrað- ar og hærra en hinar fyrri, en sjúkrahúsinnlagnir ekki í sama mæli. Það kann að breytast en þær eru enn hlutfallslega fáar og fara mun hægar af stað en í fyrri bylgj- um. Ný áhersla hjá ráðherra Sú þróun er mjög í takt við reynslu annarra tiltölulega bólu- settra þjóða af bylgju Delta-af- brigðisins, sem hefur skolað víðar á land en hér. Það varpar hugsanlega ljósi á orð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðismálaráðherra í gær, en hún sagði að fremur þyrfti að horfa til fjölda þeirra sem veiktust alvar- lega af kórónuveirunni, en fjölda smita, þegar staða faraldursins væri metin hér á landi. Þar þykir mörgum kveða við nýjan tón, jafn- vel svo ræða megi um stefnubreyt- ingu. Ráðherra sagði að bólusetning hefði enn ekki veitt hjarðónæmi, þótt um 70% landsmanna séu nú fullbólusett, en hins vegar varið þjóðina fyrir alvarlegum veikindum. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir var ekki jafnafdráttarlaus og ráðherra að þessu leyti. Þetta væri stærsta bylgjan til þessa og næsta vika skæri úr um hvort sótt- varnaaðgerðir næðu að hemja smit- ið. Hann vísaði á stjórnvöld um framhaldið: „Það er stjórnvalda að ákveða til hvaða aðgerða verður gripið á næstunni,“ sagði Þórólfur á upplýs- ingafundi í gær. Hann sagði alls óvíst að hann myndi leggja til frek- ari aðgerðir, en gaf þó til kynna að hann teldi þörf á harðari aðgerðum. Horfa á veikindi frekar en smit Svandís Svavarsdóttir Þórólfur Guðnason MFaraldur »4, 6, 8 og 12 - Tölfræði um innlagnir sýnir ólíkt eðli bylgnanna þriggja Bankarnir hafa ekki áður lánað ein- staklingum jafn mikið til bílakaupa eins og í júní síðastliðnum. Þetta kemur í ljós þegar rýnt er í hag- tölur Seðlabankans. Tæpir 2,5 milljarðar voru veittir í nýjum út- lánum að teknu tilliti til umfram- og uppgreiðslna og tvöfölduðust umsvifin á þessum markaði frá maímánuði. Fulltrúar bankanna segja talsverðan gang vera á bíla- markaði og þá ekki síst með notaða bíla. Hefur Arion banki m.a. veitt aukið svigrúm til lántöku út á not- aða bíla en veðhlutföll taka mið af skráningarári þeirra bifreiða sem veðsettar eru. »ViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílar Bankarnir gera fleirum kleift að kaupa nýja og notaða bíla. Kaupa bíla á lánum - Met slegið í júní á bílalánamarkaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.