Morgunblaðið - 04.08.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.08.2021, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Helgi Bjarnason Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Oddur Þórðarson Kórónuveiran hefur náð að breiðast hratt og mikið út um landið að und- anförnu, eins og annars staðar. Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi Almanna- varna í gær að það væri stjórnvalda að ákveða hvort og þá til hvaða að- gerða verði gripið til að stemma stigu við frekari þróun. Staða mála var rædd á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun. Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra sagði að loknum fundi að horfa þurfi til fjölda þeirra sem veikjast alvarlega af kórónu- veirunni, en ekki til fjölda smita, þegar staða faraldursins væri metin. Greindust 108 kórónuveirusmit við rannsóknir á sýnum frá mánu- degi. Þar af voru 70 hjá fólki sem var utan sóttkvíar við greiningu. Alls eru 1.304 í einangrun með Covid-19 og 1.937 í sóttkví. Í tilkynningu frá farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans í gær kom fram að um hádegið voru 16 sjúklingar inniliggjandi á spítalanum vegna Covid-19, þar af tveir á gjör- gæslu og var annar þeirra í önd- unarvél. Smitast auðveldlega Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði á upplýsingafundi Al- mannavarna í gær að sú bylgja kór- ónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér sé sú stærsta hingað til. Þór- ólfur sagði að Delta-afbrigði veir- unnar hefði nú tekið alveg yfir önnur afbrigði hér á landi. Fullbólusettir gætu smitast nokkuð auðveldlega og ljóst að bólusetningin hefði ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til. Um 70% landsmanna eru nú fullbólusett. Kvaðst sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning kæmi í veg fyrir alvarleg veikindi. Tölur sýndu að hlutfallslega lægra hlutfall smitaðra hafi veikst alvarlega í þessari bylgju en þeim fyrri. Aðeins 1% bólusettra hafi þurft að leggjast inn en 2,3% óbólusettra. Tók hann fram að ekki væri vitað hversu vel bólusetning verndar aldraða fyrir alvarlegum veikindum sem og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Verið er að skoða hvort hægt sé að gefa þessum hópi örvunarskammt bóluefnis. Þá hefur verið ákveðið að bjóða þeim sem fengu eina sprautu með bóluefni frá Janssen annað bóluefni til örv- unar og til skoðunar er að bjóða for- eldrum barna á aldrinum 12 til 15 ára að koma með börn sín til bólu- setningar. 24 hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús með veiruna í yfirstand- andi bylgju kórónuveirufaraldurs- ins. Helmingur þeirra var full- bólusettur. Þórólfur gat þess að veikindi hjá bólusettu fólki væru öðruvísi en hjá þeim sem ekki hafa látið bólusetja sig. Nefndi hann að báðir þeir einstaklingar sem þurft hafi að fara á gjörgæslu séu óbólu- settir. Þórólfur sagði að komandi vika ætti að skera úr um það hvort þær aðgerðir sem gripið var til innan- lands fyrir viku myndu duga til að ná utan um smitið í samfélaginu. Hann sagði að það væri stjórnvalda að ákveða hvort og þá til hvaða aðgerða verði gripið nú til að stemma stigu við þróun faraldursins. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá og sérstaklega því álagi sem getur skapast á heilbrigðis- kerfið okkar,“ sagði Þórólfur og bætti því við að óvíst væri hvort hann legði til einhverjar ákveðnar aðgerðir. Ræða aðgerðir Svandís Svavarsdóttir sagði eftir ríkisstjórnarfundinn í gærmorgun að stjórnvöld séu nú í miðju ferli að skoða hvað næst skuli taka til bragðs í baráttunni við faraldurinn. Því geti hún ekki spáð fyrir um takmarkanir eða afléttingar sóttvarnaráðstafana að svo stöddu. Þær takmarkanir sem nú eru í gildi voru settar á til þess að koma í veg fyrir smit á stórum mannamótum. „Við sjáum að bólusetningar eru að hafa mjög mikil áhrif á veikindin sem slík, en því miður ekki að tryggja eða koma í veg fyrir út- breiðsluna, þannig að við erum að sjá aðra stöðu varðandi hjarðónæmi en við gerðum ráð fyrir. En við erum að ná umtalsverðum árangri með bólu- setningum í að verja fólk gegn alvar- legum veikindum,“ segir Svandís. Fram kom í máli heilbrigðis- ráðherra að horfa þurfi til fjölda þeirra sem veikjast alvarlega af kór- ónuveirunni, en ekki til fjölda smita, þegar staða faraldursins er metin hér á landi. Þörf sé á frekari gögnum til að byggja ákvarðanir á til lengri framtíðar. Stærsta bylgjan ríður yfir - Sóttvarnalæknir segir að stjórnvöld þurfi að ákveða hvort og þá til hvaða aðgerða gripið verði - Heilbrigðisráðherra segir að líta verði til hversu margir veikjast alvarlega fremur en fjölda smita Morgunblaðið/Unnur Karen Bólusett á ný Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hóf í gærmorgun að bólusetja þá kennara og aðra starfsmenn skólanna sem fengið höfðu bóluefni frá Janssen með öðru bóluefni, svokölluðum örvunarskammti. 0 1 0 2 5 10 7 13 10 11 38 56 78 82 95 88 71 123 123 129 124 154 86 68 108 Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær Heimild: LSH 108 ný innanlands- smit greindust sl. sólarhring 1.158 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 1.937 einstaklingar eru í sóttkví Fullbólusettir Bólusetning hafin Óbólusettir 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2.2020 2021 Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 12.00 í gær Væg eða engin einkenni Covid-19 Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti 150 125 100 75 50 25 0 8.233 staðfest smit alls Fjöldi innanlandssmita frá 28. febúar 2020 Fjöldi innanlandssmita frá 9. júlí eftir stöðu bólusetningar 106 100 154 1.293 einstaklingar eru undir eftir- liti Covid-göngudeildar LSH 30 af þeim sem eru undir eftir- liti flokkst sem gulir 1 einstaklingur flokkast sem rauður 207 af þeim sem eru undir eftirliti eru börn 16 sjúklingar eru inniliggjandi á LSHmeð Covid-19 2 einstaklingar eru á gjörgæslu, annar í öndunarvél ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI „Við miðum okkar áætlanir við það að halda uppi skólastarfi með eins lítilli röskun og hægt er og alltaf með tilliti til fyrirmæla sóttvarna- læknis,“ segir Skúli Helgason, for- maður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, um starf leik- skóla og grunnskóla á komandi skólaári. Leikskólarnir verða opnaðir einn af öðrum á næstu dögum og vikum og starf í grunnskólum hefst seinni- hluta mánaðarins. Skúli segir að beðið sé eftir fyrirmælum sótt- varnayfirvalda og reiknar með að þær birtist fljótlega í nýrri reglu- gerð. Ríkisstjórnin ræddi stöðu kórónuveirufaraldursins á fundi í gærmorgun. Fram kom hjá ráð- herrum eftir fundinn að stefnt væri að skólahaldi án takmarkana. „Okk- ar markmið er auðvitað fyrst og fremst það að skólastarf haldist og raskist ekki þannig að daglegt amstur skólabarna, alveg sama á hvaða aldri þau eru, sé sem reglu- bundnast,“ sagði Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra við mbl.is. Hún hvatti nemendur og kennara til að búa sig undir eðlilegt skólaár. Þeim kennurum sem fengu bólu- efni frá Janssen hefur verið boðið að fá aðra bólusetningu til örvunar. Þeir fyrstu létu sprauta sig í gær. Svandís segir að í framhaldinu komi til skoðunar hvænær foreldr- um barna á aldrinum 12 til 15 ára verði boðið að koma með börn sín í bólusetningu. Skúli segir varasamt í ljósi sög- unnar að vera með miklar yfirlýs- ingar. Menn þurfi að vera viðbúnir öllu. Segir hann menn hokna af reynslu eftir viðureignina við veir- una og munu halda áfram að gera það besta úr hlutunum. Hann segir að gripið verði til ýmissa varúðar- ráðstafana í skólunum, eins og áður hefur verið gert. helgi@mbl.is Skólahald verði óskert - Ríkisstjórn og sveitarfélög ræða skólastarfið í haust Skúli Helgason Svandís Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.