Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 04.08.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Andrés Magnússon andres@mbl.is Enn sem komið eru innlagnir í þess- ari 5. bylgju kórónuveirunnar hér á landi sáralitlar miðað við það sem gerðist í fyrri bylgjum. Það er aug- ljós ályktun, sem draga má af mynd- ritinu að ofan, sem gert er sam- kvæmt tölfræði, sem tekin var saman af Landspítalanum og Land- læknisembættinu að beiðni Morgun- blaðsins. Líkt og sjá má er þessi fimmta og nýjasta bylgja kórónuveirufarald- ursins, sú sem hæst rís þegar litið er til fjölda smita, enda er Delta-af- brigðið svonefnda mun meira smit- andi en hin fyrri og jafnað við hlaupabólu að því leyti. Sömuleiðis getur það smitað bólusett fólk og endursmitað þá, sem fengið hafa Co- vid-19 áður. Bólusetning gerir slíkt smit þó mun ólíklegra, en fái menn einkenni eru þau mun vægari en fólk hefur kynnst í fyrri bylgjum. Þá virðist bólusetning nær alveg koma í veg fyrir andlát af völdum veirunnar. Þrjár bylgjur Þó talað hafi verið um fimm bylgj- ur, blasir við að nær væri að tala um þrjár bylgjur. Eftir á að hyggja voru 2. og 4. bylgjan varla nema gárur. Hins vegar eru þessar þrjár bylgjur um margt mjög ólíkar. Allar risu bylgjurnar hratt, en sjúkrahúsinnlagnir, gjörgæsla og andlát hafa verið mjög mismunandi. Þá blasir við að innlagnir hefjast talsvert eftir að bylgjurnar rísa, en í því tilliti er e.t.v. full snemmt að fagna því hve bærileg þessi síðasta bylgja hefur verið. Fyrsta bylgjan hneig nokkuð ört og sjúkrahúsinnlagnir ekki ákaflega margar, en hins vegar voru hlutfalls- lega margir lagðir á gjörgæsludeild og allnokkur dauðsföll. Það er hins vegar seinni stóra bylgjan (nefnd 3. bylgjan), sem reyndist afdrifaríkust. Hún virtist reyndar ætla að verða skammær og var tekin að hníga, þegar hópsmit í heilbrigðiskerfinu – fyrst og fremst á Landakoti – fjölguðu dauðsföllum ákaflega á skömmum tíma, mikið var um innlagnir að viðbættri einangrun langlegusjúklinga með virk smit. Fyrir vikið var sú bylgja líka lengi að hníga. Aftur á móti er þessi þriðja stóra bylgja (nefnd 5. bylgjan) langhæst í smitum, en innlagnir eru enn fáar og fara mun hægar af stað en áður. Heimildir: LSH, Landlæknir, covid.is *Ný smit greind á dag, óháð uppruna. **Innlagðir sjúklingar á hádegi hvers dags. ‡Langlegusjúklingar á LSHmeð virk smit í þriðju bylgju eru aðgreindir frá öðrum innlögðum. †26 hafa látist af Covid-19 á Landspítala en fjórir á öðrum umönnunarstofnunum, alls 30 manns frá upphafi faraldurs. Smit og fjöldi innlagna á Landspítalann (LSH) frá upphafi faraldurs til loka júlí 2021 0 20 40 60 80 100 120 140 160 0 20 40 60 80 100 120 140 160 JJMAMFJDNOSÁJJMAM manns 20212021 Fyrsta smit greinist 28. 2. 2020 Fyrsta sjúkra- húsinnlögn 14.mars 2020 Fyrsta dauðsfall af völdum Covid-19. 23.mars 2020 FYRSTA BYLGJAN í mars til maí árið 2020 ÞRIÐJA BYLGJAN í september 2020 til febrúar 2021 FJÓRÐA BYLGJAN í apríl til maí 2021 FIMMTA BYLGJAN hófst í júní 2021 Delta-afbrigði smitast hratt og víða, en veldur litlum veikindum ÖNNUR BYLGJAN í ágúst 2020 Langlegusjúklingar með virkt smit í einangrun á LSH. Flestir innlagðir sjúklingar á LSH í faraldrinum: 75 10 innlagðir, þar af tveir á gjörgæslu 31. júlí 2021. Flest smit á einum degi 20. júlí 2021 154 HÓPSMIT Á LANDAKOTI; Um 150 smitast og 17 andlát eru rakin til þess, þar og á öðrum heilbrigðisstofnunum. Öll smit* Innlagðir á LSH** Langlegusjúklingar á LSH með virkt smit í einangrun‡ Andlát á LSH vegna Covid-19†Þar af á gjörgæslu Frá upphafi faraldurs hafa greinst 8.233 staðfest smit í landinu. 6.899 hafa lokið einangrun, en 51.391 lokið sóttkví. Nú eru 1.304 í einangrun og 1.937 í sóttkví. 370 hafa verið lagðir á sjúkrahús vegna Covid-19, þar af 57 innlagnir á gjörgæslu. Bólusetning hófst í upphafi árs, en gekk hægt þar til í byrjun apríl. Segja má að ummiðjan júní hafi kúfnum verið náð. Nú hafa 254.443 verið fullbólusettir en 14.652 til viðbótar hafa fengið fyrri skammt. 232.162 fullbólusettir 7. júlí 2021 Innlagnir sáralitlar í 5. bylgju - Tölfræði frá Landspítala leiðir ólíkt eðli bylgnanna í ljós - Hópsmit í heilbrigðiskerfi afdrifaríkust

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.